Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1980, Side 17
Námskeið
Námskeið um hjúkrunarferli verður haldið dagana
5.,6. og 7. febrúar 1981, í HSÍ.
Upplýsingar um námskeiðið verða gefnar á skrif-
stofu HFÍ.
Námskeið um vökvajafnvægi líkamans verður
haldið í mars 1981.
Lesefni:
Mitchell, P.: Grunnleggende sykepleie 2 (Con-
cepts Basic to Nursing), 75 Universitetsforlaget,
Oslo.
Flatberg, P. og Næss, K.: Legemidler og bruken av
dem, 74, Fabritius Forlag, Oslo.
Valdir kaflar.
Nánar auglýst síðar.
Frædslunefnd HFÍ.
Greiðslutilhögun vegna
ferðakostnaðar
Sl. vor var skipuð nefnd til að gera tillögur um
greiðslutilhögun á ferðakostnaði hjúkrunarfræð-
inga, sem ferðast erlendis á vegum HFÍ.
Nefndarmenn ræddu við fulltrúa frá ýmsum fé-
lagasamtökum um tilhögun á greiðslum til sinna
félagsmanna, sem ferðast erlendis. Flest þessara
félaga greiða eftir dagpeningakerfi ríkisins, þó eru
einstaka félög, sem gefa kost á að velja á milli
dagpeninga eða greiðslu samkvæmt reikningi.
Tillaga nefndarinnar er að greiða skuli fasta dag-
peninga eftir dagpeningakerfi ríkisins auk far-
seðla.
Hlutverk nefndarinnar náði ekki til umfjöllunar á
greiðslum vegna ferðalaga innanlands, en nefnd-
in taldi rétt að hafa einnig fastar reglur þar að
lútandi.
I nefndinni sátu: Björg Einarsdóttir, Fanney
Jónasdóttir og Sigríður Guðmundsdóttir.
Á stjórnarfundi HFÍ 4. nóvember 1980 var tillaga
nefndarinnar samþykkt. Ennfremur var ákveðið að
sömu reglur skuli gilda vegna ferðalaga innan-
lands.
Vestfjarðadeild HFÍ10 ára
Vestfjarðadeild HFÍ efndi til hátíðarfundar 31.
október sl. í tilefni af 10ára afmæli deildarinnar og
bauð fulltrúa úr stjórn HFÍ að sitja hófið.
Því miðurvarekki unnt að þiggja boð deildarinnar
en stjórn HFÍ sendi henni bestu árnaðaróskir og
þakkir fyrir giftudrjúg störf.
Námsstyrkur
The National Cancer Institute og The Nursing
Department, The Clinical Center, National Institut-
es of Health, Bandaríkjunum, munu á næsta ári
gefa íslenskum hjúkrunarfræðingi kost á sex
mánaða námsdvöl í hjúkrun krabbameinssjúkl-
inga (Oncology Nursing) á Clinical Center,
National Institutes of Health í Bethesda, Maryland,
sem er í útjaðri Washingtonborgar.
Mjög góð námsskrá.
Ferðir greiddar og laun meðan á námsdvöl stend-
ur.
Umsóknirþurfa að berast fyrir 15. apríl 1981.
Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu HFÍ.
Námssjóður hjúkrunarfræðinga
hjá Akureyrarbæ eða stofnunum
bæjarins.
Eins og kunnugt er var við gerð sérkjarasamnings
milli Akureyrarbæjar og HFÍ, 18. mars 1978 sam-
þykkt ákvæði um námssjóð, sem varið skyldi til að
styrkja hjúkrunarfræðinga til framhaldsmennt-
unar.
Iðgjöld til sjóðsins hafa verið 0.25% miðað við föst
laun hjúkrunarfræðinga.
Reglur fyrir sjóðinn voru samþykktar vorið 1980,
og eru þær birtar á öðrum stað í blaðinu (fréttir og
tilkynningar).
Stjórn sjóðsins skipa:
Þóra G. Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur, Rósa
Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur, Þorsteinn
Jónatansson og Sigurður J. Sigurðsson frá launa-
deild Akureyrarbæjar og Ásgeir Höskuldsson
framkvæmdastjóri FSA, sem jafnframt er formað-
ur sjóðsstjórnar.
Áskorun til forráðamanna
heilbrigðisstofnana
Deild heilsuverndarhjúkrunarfræðinga skorar á
forráðamenn heilbrigðisstofnana að virða og taka
tillit til eftirfarandi samþykktarfráfulltrúafundi HFÍ
1978:
„Fulltrúafundur Hjúkrunarfélags íslands, haldinn
3.-4. apríl 1978, samþykkir að mælast til þess við
stjórn HFÍ, að hún hlutist til um, þegar auglýst er
eftir hjúkrunarfræðingi á heilsugæslustöðvar, að
tekið sé fram í auglýsingunum, ef óskað er eftir
heilsuvemdarhjúkrunarfræðingi."