Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Síða 20

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Síða 20
Tafla 3 Styrkleikamynstur, lengd tíðahrings og dagur LH sveiflu fyrir þátttakendur* M eðaltalsstigafjöldi follicular luteal fasa fasa Mismunur meðaltala Mynstur Lengd tíðahrings (dagar) LH sveifla (dagur) Rannsóknarhópur (N=7) 001 42.3 69.5 27.2 H/Her 30 18 002 8.7 22.3 13.7 L/H 31 17 003 58.7 35.3 23.3 Her/H 25 13 004 9.0 21.0 17.0 L/H 26 13 005 6.0 31.7 25.7 L/H 30 14 006 27.7 83.7 56.0 H/Her 30 17 007 6.3 99.3 93.0 L/H 30 16 Meðaltalsstigafjöldi 22.7±2.1 51.8±3.2 36.6±2.8 28.9±2.3 15.4±2.1 Samanburðarhópur (N=4) 101 26.8 17.3 9.5 28 102 32.2 34.0 1.8 29 103 13.7 21.0 7.3 35 104 3.7 6.0 2.4 29 Meðaltalsstigafjöldi 19.1 ± 1.3 19.6± 1.2 5.3±3.7 30.3±3.2 * Sjá útskýringar í texta Af þeim sjö konum sem luku DHD voru samtals 246 einkenni sem uppfylltu þau skilyrði sem sett voru um að marktæk breyting yrði á styrk einkenna. Af þessum 246 sýndu 197 (80.1%) aukningu á styrkleika frá follicular fasa yfir í luteal fasann, en fyrir 49 (19.8%) dró úr styrkleika einkenna á sama tíma. Af þeim einkennum þar sem um aukningu á styrkleika var að ræða voru 98 (40.08%) L/H styrk- leikamynstur, en það er hið ein- kennandi styrkleikamynstur fyrir einkenni fyrirtíðaspennu, þ.e. lágur styrkur einkenna í follicular fasa en hár í luteal fasa. Að auki má geta þess að af þeim 49 styrk- leikamynstrum þar sem um minnk- un á styrkleika einkenna var að ræða frá follicular yfir í luteal fasa, þá voru í 22 (44.90%) tilvikum um jákvæð einkenni að ræða (tafla 2). Fjórar (57.14%) konur af þeim sjö sem luku DHD voru með L/H mynstur fyrir eftirtalin einkenni: löngun í séstakar fæðutegundir; aukin matarlyst; aukin fæðuinn- tekt; sár og aum brjóst; snöggar hugarfarsbreytingar; eirðarleysi; og bjúgur á höndum og fótum. Sex (85.71%) höfðu L/H mynstrið fyrir einkennið „tilfinning um þyngdaraukningu“ (tafla 2). A.m.k. fimm kvennanna höfðu eitthvert hinna þriggja mynstra þar sem um aukningu á styrkleika var að ræða (mynstur L/M, L/H eða H/Her) fyrir eftirtalin ein- kenni: Óþægindi í kviðarholi; löngun í sérstakar fæðutegundir; minnkuð löngun til kynlífs; þung- lyndi; þörf fyrir einveru; vakna snemma á morgnana; þreyta; óþolinmæði; óbilgirni; aukin matarlyst; aukin fæðuinntekt; til- finning um kulda; pirringur; taugaspenna; stjórnleysi; snöggar skapsveiflur; eirðarleysi; tilfinn- ing um þyngdaraukningu; og húð- vandamál. Sjö tegundir styrkleikamynsturs komu fram hjá þeim einkennum sem flokkuðust undir L/H tegund styrkleikamynsturs (mynd 2). Umrœður Pær konur sem þátt tóku í þessari rannsókn og töldu sig vera með fyrirtíðaspennu sýndu ljóslega með framhverfri skráningu tengsl einkenna við tíðahringinn. Allar konurnar utan ein sýndu fram á breytingar tengdar tíðum þar eð um marktækan mun var að ræða á samanlögðum styrkleika einkenna frá follicular fasanum yfir í luteal fasann. Þetta er ekki í samræmi við niðurstöður Rubinow et.al. (1985) og Endicott og Halbreich (1982) en þeirra niðurstöður voru að hjá u.þ.b. 50% kvenna sem telja sig vera með fyrirtíðaspennu muni ekki fást staðfesting á því við framsýna skráningu einkenna. Niðurstöður núverandi rannsókn- ar má trúlega skýra með hinum þröngu þátttökuskilyrðum. Fjöldi kvenna sem vildu taka þátt í rann- sókninni á grundvelli þess að þær töldu sig hafa fyrirtíðaspennu, varð að vísa frá vegna þess að þær uppfylltu ekki önnur skilyrði til 18 HJÚKRUN Víw-64. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.