Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Blaðsíða 20

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Blaðsíða 20
Tafla 3 Styrkleikamynstur, lengd tíðahrings og dagur LH sveiflu fyrir þátttakendur* M eðaltalsstigafjöldi follicular luteal fasa fasa Mismunur meðaltala Mynstur Lengd tíðahrings (dagar) LH sveifla (dagur) Rannsóknarhópur (N=7) 001 42.3 69.5 27.2 H/Her 30 18 002 8.7 22.3 13.7 L/H 31 17 003 58.7 35.3 23.3 Her/H 25 13 004 9.0 21.0 17.0 L/H 26 13 005 6.0 31.7 25.7 L/H 30 14 006 27.7 83.7 56.0 H/Her 30 17 007 6.3 99.3 93.0 L/H 30 16 Meðaltalsstigafjöldi 22.7±2.1 51.8±3.2 36.6±2.8 28.9±2.3 15.4±2.1 Samanburðarhópur (N=4) 101 26.8 17.3 9.5 28 102 32.2 34.0 1.8 29 103 13.7 21.0 7.3 35 104 3.7 6.0 2.4 29 Meðaltalsstigafjöldi 19.1 ± 1.3 19.6± 1.2 5.3±3.7 30.3±3.2 * Sjá útskýringar í texta Af þeim sjö konum sem luku DHD voru samtals 246 einkenni sem uppfylltu þau skilyrði sem sett voru um að marktæk breyting yrði á styrk einkenna. Af þessum 246 sýndu 197 (80.1%) aukningu á styrkleika frá follicular fasa yfir í luteal fasann, en fyrir 49 (19.8%) dró úr styrkleika einkenna á sama tíma. Af þeim einkennum þar sem um aukningu á styrkleika var að ræða voru 98 (40.08%) L/H styrk- leikamynstur, en það er hið ein- kennandi styrkleikamynstur fyrir einkenni fyrirtíðaspennu, þ.e. lágur styrkur einkenna í follicular fasa en hár í luteal fasa. Að auki má geta þess að af þeim 49 styrk- leikamynstrum þar sem um minnk- un á styrkleika einkenna var að ræða frá follicular yfir í luteal fasa, þá voru í 22 (44.90%) tilvikum um jákvæð einkenni að ræða (tafla 2). Fjórar (57.14%) konur af þeim sjö sem luku DHD voru með L/H mynstur fyrir eftirtalin einkenni: löngun í séstakar fæðutegundir; aukin matarlyst; aukin fæðuinn- tekt; sár og aum brjóst; snöggar hugarfarsbreytingar; eirðarleysi; og bjúgur á höndum og fótum. Sex (85.71%) höfðu L/H mynstrið fyrir einkennið „tilfinning um þyngdaraukningu“ (tafla 2). A.m.k. fimm kvennanna höfðu eitthvert hinna þriggja mynstra þar sem um aukningu á styrkleika var að ræða (mynstur L/M, L/H eða H/Her) fyrir eftirtalin ein- kenni: Óþægindi í kviðarholi; löngun í sérstakar fæðutegundir; minnkuð löngun til kynlífs; þung- lyndi; þörf fyrir einveru; vakna snemma á morgnana; þreyta; óþolinmæði; óbilgirni; aukin matarlyst; aukin fæðuinntekt; til- finning um kulda; pirringur; taugaspenna; stjórnleysi; snöggar skapsveiflur; eirðarleysi; tilfinn- ing um þyngdaraukningu; og húð- vandamál. Sjö tegundir styrkleikamynsturs komu fram hjá þeim einkennum sem flokkuðust undir L/H tegund styrkleikamynsturs (mynd 2). Umrœður Pær konur sem þátt tóku í þessari rannsókn og töldu sig vera með fyrirtíðaspennu sýndu ljóslega með framhverfri skráningu tengsl einkenna við tíðahringinn. Allar konurnar utan ein sýndu fram á breytingar tengdar tíðum þar eð um marktækan mun var að ræða á samanlögðum styrkleika einkenna frá follicular fasanum yfir í luteal fasann. Þetta er ekki í samræmi við niðurstöður Rubinow et.al. (1985) og Endicott og Halbreich (1982) en þeirra niðurstöður voru að hjá u.þ.b. 50% kvenna sem telja sig vera með fyrirtíðaspennu muni ekki fást staðfesting á því við framsýna skráningu einkenna. Niðurstöður núverandi rannsókn- ar má trúlega skýra með hinum þröngu þátttökuskilyrðum. Fjöldi kvenna sem vildu taka þátt í rann- sókninni á grundvelli þess að þær töldu sig hafa fyrirtíðaspennu, varð að vísa frá vegna þess að þær uppfylltu ekki önnur skilyrði til 18 HJÚKRUN Víw-64. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.