Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Side 40

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Side 40
Alda Halldórsdóttir barnahjúkrunarfræðingur Starfsmannafræðsla á sjúkrahúsum Skipulögð starfsfræðsla fyrir hina ýmsu starfshópa á sjúkrahúsum hefur á undanförnum árum þróast yfir í að vera viðurkenndur þáttur í starfsmannastefnu sjúkrahúsa. Líta stjórnendur á þennan þátt sem fjárfestingu og lið í gæðastýr- ingu. Skipulögð starfsmanna- fræðsla er leið til að halda stöðug- leika í starfsmannahaldi, því þekkingin er tæki til að efla starfs- hvata og starfsánægju. Einn þáttur starfsmannafræðslu er skipulagt aðlögunartímabil nýráð- inna starfsmanna. Á árinu 1983 átti greinarhöfundur þess kost, ásamt Auði Ragnarsdóttur, húkr- unarfræðingi, að kynnast starfi barnadeilda Massachusett General Hospital í Boston, í Bandaríkjun- um. M.a. kynntumvið okkur skipu- lagt aðlögunartímabil nýráðinna hjúkrunarfræðinga við þá stofnun. I framhaldi af námsferðinni var skipaður samstarfshópur hjúkrun- arfræðinga við barnadeild og lyf- lækningadeildir Landakotsspítala. Ásamt greinarhöfundi voru af hálfu lyflækningadeilda, í starfs- hópnum, þær Katrín Guðjónsdóttir og Ingibjörg Jónsdóttir, en af hálfu barnadeildar þær Auður Ragnars- dóttir og Sigrún Þóroddsdóttir. Unnum við að áætlun og gerð „tékklista“ fyrir þessar deildir. Við höfum endurskoðað og þróað þennan þátt við bamadeild Landa- kotsspítala, bæði fyrir nýráðna hjúkrunarfræðinga, svo og fyrir sjúkraliða, þá með aðstoð Rögnu Brynjarsdóttur, sjúkraliða. Á stefnuskrá er að skipuleggja að- lögunartímabil fyrir aðra starfs- hópa barnadeildarinnar. Greinilegt er að meiri þörf er fyrir skipulagt aðlögunartímabil nú en áður, m.a. vegna breytinga á námi, þ.e. minni verkþjálfunar og raunveruleikatengsla. Aukin sér- hæfing og kerfisbundin meðferð- arform á stofnunum ásamt stöð- ugri þekkingarþróun kallar á skipulagðari starfsaðferðir. Hefur þessi skipan starfsmannafræðslu átt auknu fylgi að fagna. Mjög víða er nú að sjá tilboð frá sjúkra- húsum um skipulagt aðlögunar- tímabil, þá sérstaklega fyrir hjúkr- unarfræðinga. Megintilgangur skipulagðs aðlög- unartímabils er aðlögun að nýju starfi m.t.t. starfs- og ábyrgðar- sviðs. Þannig kynnist nýr starfs- maður strax í upphafi starfsferils stefnu og markmiðum stofnunar- innar. í samvinnu við starfsmann- inn er greindur þekkingargrunnur og fræðsluþarfir m.t.t. sérhæfing- ar og jafnvel með áframhaldandi símenntun að leiðarljósi. Framkvœmd aðlögunartímabils nær ýmist yfir eina viku til 6 mán- aða, mismunandi eftir stofnunum. Við barnadeildina hefur verið mið- að við 3 mánuði, sem skiptist í tvö tímabil: 1. Fyrri hluti aðlögunartímabils < 3 vikur: a. Handleiðsla og viðtöl sam- kvæmt tékklista b. Sjálfstæðar morgun- og kvöldvaktir c. Mat og áfangamarkmið. 2. Síðari hluti aðlögunartímabils frá 4. viku - 3 mán.: a. Handleiðsla miðuð við áfangamarkmið og tékklista 34 HJÚKRUN '/(«-64. árgangur b. Sjálfstæðar næturvaktir. c. Mat og markmiðasetning, fastráðning.1' Efnistök aðlögunartímabils geta verið: 1. Skipulagsþættir: Hugmyndafræði - stefna - markmið. Hjúkrunarstjórnun - svið - spönn. Starfslýsingar - starfsreglur. Skipulagsform - einstaklings- bundin hjúkrun - hóphjúkrun. Hjúkrunarferli. Fræðslustarf. Foreldrasamstarf. Ymis sérsvið, t.d. gjörgæsla - einangrun o.s.frv. 2. Starfssvið stoð- og þjónustu- deilda-samskipti. Tengsl út á við. 3. Hjúkrunarviðfangsefni - sértæk. 4. Tækjabúnaður. 5. Kynning eyðublaða - tölvu- skráning. 6. Innlagnarástæður - flokkun - hjúkrun.!) Hver flokkur er síðan sundurlið- aður, sjá töflu 1.

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.