Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Blaðsíða 40

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1988, Blaðsíða 40
Alda Halldórsdóttir barnahjúkrunarfræðingur Starfsmannafræðsla á sjúkrahúsum Skipulögð starfsfræðsla fyrir hina ýmsu starfshópa á sjúkrahúsum hefur á undanförnum árum þróast yfir í að vera viðurkenndur þáttur í starfsmannastefnu sjúkrahúsa. Líta stjórnendur á þennan þátt sem fjárfestingu og lið í gæðastýr- ingu. Skipulögð starfsmanna- fræðsla er leið til að halda stöðug- leika í starfsmannahaldi, því þekkingin er tæki til að efla starfs- hvata og starfsánægju. Einn þáttur starfsmannafræðslu er skipulagt aðlögunartímabil nýráð- inna starfsmanna. Á árinu 1983 átti greinarhöfundur þess kost, ásamt Auði Ragnarsdóttur, húkr- unarfræðingi, að kynnast starfi barnadeilda Massachusett General Hospital í Boston, í Bandaríkjun- um. M.a. kynntumvið okkur skipu- lagt aðlögunartímabil nýráðinna hjúkrunarfræðinga við þá stofnun. I framhaldi af námsferðinni var skipaður samstarfshópur hjúkrun- arfræðinga við barnadeild og lyf- lækningadeildir Landakotsspítala. Ásamt greinarhöfundi voru af hálfu lyflækningadeilda, í starfs- hópnum, þær Katrín Guðjónsdóttir og Ingibjörg Jónsdóttir, en af hálfu barnadeildar þær Auður Ragnars- dóttir og Sigrún Þóroddsdóttir. Unnum við að áætlun og gerð „tékklista“ fyrir þessar deildir. Við höfum endurskoðað og þróað þennan þátt við bamadeild Landa- kotsspítala, bæði fyrir nýráðna hjúkrunarfræðinga, svo og fyrir sjúkraliða, þá með aðstoð Rögnu Brynjarsdóttur, sjúkraliða. Á stefnuskrá er að skipuleggja að- lögunartímabil fyrir aðra starfs- hópa barnadeildarinnar. Greinilegt er að meiri þörf er fyrir skipulagt aðlögunartímabil nú en áður, m.a. vegna breytinga á námi, þ.e. minni verkþjálfunar og raunveruleikatengsla. Aukin sér- hæfing og kerfisbundin meðferð- arform á stofnunum ásamt stöð- ugri þekkingarþróun kallar á skipulagðari starfsaðferðir. Hefur þessi skipan starfsmannafræðslu átt auknu fylgi að fagna. Mjög víða er nú að sjá tilboð frá sjúkra- húsum um skipulagt aðlögunar- tímabil, þá sérstaklega fyrir hjúkr- unarfræðinga. Megintilgangur skipulagðs aðlög- unartímabils er aðlögun að nýju starfi m.t.t. starfs- og ábyrgðar- sviðs. Þannig kynnist nýr starfs- maður strax í upphafi starfsferils stefnu og markmiðum stofnunar- innar. í samvinnu við starfsmann- inn er greindur þekkingargrunnur og fræðsluþarfir m.t.t. sérhæfing- ar og jafnvel með áframhaldandi símenntun að leiðarljósi. Framkvœmd aðlögunartímabils nær ýmist yfir eina viku til 6 mán- aða, mismunandi eftir stofnunum. Við barnadeildina hefur verið mið- að við 3 mánuði, sem skiptist í tvö tímabil: 1. Fyrri hluti aðlögunartímabils < 3 vikur: a. Handleiðsla og viðtöl sam- kvæmt tékklista b. Sjálfstæðar morgun- og kvöldvaktir c. Mat og áfangamarkmið. 2. Síðari hluti aðlögunartímabils frá 4. viku - 3 mán.: a. Handleiðsla miðuð við áfangamarkmið og tékklista 34 HJÚKRUN '/(«-64. árgangur b. Sjálfstæðar næturvaktir. c. Mat og markmiðasetning, fastráðning.1' Efnistök aðlögunartímabils geta verið: 1. Skipulagsþættir: Hugmyndafræði - stefna - markmið. Hjúkrunarstjórnun - svið - spönn. Starfslýsingar - starfsreglur. Skipulagsform - einstaklings- bundin hjúkrun - hóphjúkrun. Hjúkrunarferli. Fræðslustarf. Foreldrasamstarf. Ymis sérsvið, t.d. gjörgæsla - einangrun o.s.frv. 2. Starfssvið stoð- og þjónustu- deilda-samskipti. Tengsl út á við. 3. Hjúkrunarviðfangsefni - sértæk. 4. Tækjabúnaður. 5. Kynning eyðublaða - tölvu- skráning. 6. Innlagnarástæður - flokkun - hjúkrun.!) Hver flokkur er síðan sundurlið- aður, sjá töflu 1.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.