Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Blaðsíða 3

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Blaðsíða 3
Nóg á sá sem sér nægja lætur, - sagöi hún Kristín í Súðavíkgjarnan. - Það eru væntingarnar sem skapa meðvitund fólks um skort - heyrði ég mannfræðing segja nýlega. Þessi ummæli hafa verið mér umhugsunarefni, er ég kom heim í byrjun aðventu frá því hrjáða landi Eþíópíu og heyri sífellt hamrað á yfirvofandi skorti og kreppu hérlendis. Sannarlega hefur harðnað á dalnum miðað við fyrri ár og nú eru jól í nánd. Trú- lega rætast ekki allar væntingar okkar um íburð- armiklar gjafir og veglegar veislur. En verða þá engin jól? FORSÍÐA: „I leynum hjartans" teikning eftir Elínu Birnu Harðardótt- ur, unnin í apríl 1989. Elín Birna var þá sjúklingur á hjartadeild Landspítalans. Myndin er ein af þremurtákn- rænum litteikningum sem hún gaf hjartadeildinni. Starfsfólk deildarinnar og blaðið HJÚKRUN þakkar gjöfina og birtingarleyfið. 4. tölublað des. 1989 65. árgangur ÚTGEFIÐ AF HJÚKRUNARFÉLAGI ÍSLANDS RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR, SÍMI 687575 RITSTJÓRN: ÁSA ST. ATLADÓTTIR, SÍMI 51126 SIGRÍÐUR SKÚLADÓTTIR, SÍMI 43908 RANNVEIG SIGURBJÖRNSDÓTTIR, SÍMI 40187 AUGLÝSINGAR OG BLAÐADREIFING: INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR, SÍMI 687575 SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR, SÍMI 687575 BLAÐIÐ KEMUR ÚT ÁRSFJÓRÐUNGSLEGA. endurprentun bönnuð án leyfis ritstjóra. ÁSKRIFTAGJALD ER KR. 500 Letur: Times 9 pt. á 11 pt. fæti. Millifyrirsagnir 12 pt. Tyndatextar 8 pt. á 10 pt. fæti. PaPpir: fincoat 100 gr. Frentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Svo sannarlega. Jólahátíðin sjálf er ekki bundin ytra búnaði, þvert á móti, umbúðirnar hamla því stundum að við njótum sjálfra jólanna. Við náum ekki að undirbúa okkur sjálf fyrir komu jólanna, en lendum á kafi í umbúðasköpun. Allir hjúkrunarfræðingar hafa átt jól á sjúkrahúsi. Þar ríkir í sjálfu sér afar einfaldur lífsstíll. Samt koma jólin og margir hafa átt sín eftirminnilegustu jól á sjúkrahúsi. Þar eru nefnilega litlar umbúðir. Orðtakið hennar Kristínar í Súðavík stenst líklega ekki þegar nær til jóla. Sá á ekki nóg sem lætur sér nægja umbúðirnar og missir þannig af jólunum, undrinu stóra aö Guð faðir birtist mönnum í barninu smáa í jötu. Jólin eru ókeypis, þau standa okkur til boða hvernig sem efnahagurinn er. Ylur þeirra og birta er aldrei Ijúfari en þegar dimmir og kólnar í lífinu. Væntingar skapa skortinn. Margir segjast vilja tileinka sér einfaldari lífsstíl, brjótast undan oki neysluhyggjunnar og verða frjálsara fólk. En þá þarf að losa sig frá vænt- ingunum sem vekja með okkur hugmyndlr um skort í neyslusamfélaginu. Og þá er gott að þekkja ráð- gjöf Kristínar í Súðavík. - Nóg á sá sem sér nægja lætur. - Það væri óraunsætt að bera saman kjör í Eþíópíu og íslandi. Hugtök eins og skortur og kreppa eru afstæð. En það er ekki afstætt, að við, fjölskylda þjóö- anna, verðum að deila kjörum hvert með öðru. Hjálparstofnun kirkjunnar býður okkur aðstoð sína til þess með söfnun sinni: Brauö handa hungruðum heimi. Auðvitað erum við aflögufær, þótt þrengt hafi að. Það er líka gott til undirbúnings jólum að gefa þeim sem þurfa. Og því meir sem við gefum, því meir hljótum við. Svo merkilegt er nú það. Þá veröum við líka fúsari að þiggja, - þiggja þá gjöf Guðs sem jólin fela í sér, og þannig eignast frið í hjarta og gleði í huga á helgum jólum." Þannig fórust séra Bernharði Guðmundssyni orð. Undir þau vil ég taka með þakklæti til hans og kveðjum ásamt jólaóskum til allra lesenda blaðsins. 12/12 1989 HJÚKRUN 4/fe9-65. árgangur 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.