Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Page 5
Höfundar greinarinnar, Sigurbjörg, til vinstri, og Stefanía. Myndin er tekin á vakther-
bergi hjúkrunarfrœðinga á hjartadeild Landspítalans. Ljósm. Ingibjörg Árnadóttir.
Áhœttuþœttir
Helstu áhættuþættir hjarta- og
æðasjúkdóma eru sígarettureyk-
ingar, hár blóðþrýstingur, há blóð-
bta (kólesterol), sykursýki, erfðir/
fjölskyldusaga, kyn/aldur, offita,
kyrrseta og streita. Það er stað-
reynd að orsakir kransæðasjúk-
dóma eru margar og vissir áhættu-
þættir geta haft mismunandi áhrif á
einstaklinga. Fer það meðal annars
eftir ættgengi og hvernig orsaka-
valdurinn sameinast samfélags-
legum aðstæðum í daglegu lífi
hvers og eins.
Reykingar
Rannsóknir hafa sýnt að beint or-
sakasamband er milli reykinga og
sðakölkunar. Áhættan af völdum
reykinga hefur verið tengd bæði
nikótíni og kolmónoxíði (Co) í
vindlingareyknum.
Margar athuganir benda til að
v'ð að hætta að reykja minnkar
h^tta á kransæðastíflu og skyndi-
dauða um helming á einu ári.
Háþrýstingur
kannsóknir hafa sýnt fram á að
hækkaður blóðþrýstingur er einn
sterkasti áhættuþátturinn fyrir
kransæðasjúkdómi í fólki á Vestur-
löndum.
Þættir er geta valdið háþrýstingi
eru: Offíta, streita, rangt mataræði,
S s- fituríkur matur, saltaður og
*)ryddaður. Óhófleg notkun
afengra drykkja, hreyfingarleysi og
j'eykingar. Oftast ’ eru orsakir
dþrýstings þó óþekktar.
^áblóðfita/hátt kólesterol
annsóknir hafa sýnt fram á að hátt
ólesterol í blóði er sjálfstæður
4 ættuþáttur fyrir æðakölkun, þ.e.
kj^kasamband milli kólesterols í
óði og æðakölkunar.
Æðaskemmdir eða vefjabreyt-
•ngar í æðaveggnum orsakast að
verulegu leyti af kólesterol
átfellingum úr blóði.
) Hnnt er að framkalla æðakölk-
un í dýrum svipaðri þeirri er
ðnnst í manninum með fæði er
hækkar kólesterol í blóði.
3) Einstaklingum með hátt kólest-
erol í blóði er hættara en öðrum
við kransæðasjúkdómi.
4) Kólesterol ásamt öðrum fitu-
efnum s.s. þríglyseríðum í blóði
finnst sem hluti af svokölluðum
lipópróteinum. I mönnum er
mestur hluti kólesterols í svo-
kallaðri lágþéttnifitu (low-den-
sity-lipó-prótein eða LDL) og
hefursterk jákvæðfylgni fundist
á milli LDL kólesterols í blóði
og tíðni kransæðasjúkdóma.
Þessu virðist öfugt farið með
háþéttnifitu (high-density-lipó-
prótein eða HDL) því að rann-
sóknir síðustu ára benda til þess
að aukið HDL-kólesterol í blóði
minnki líkurnar á æðakölkun.
Kólesterólmagn hvers og eins
ákvarðast af erfðum og
umhverfisþáttum s.s. mataræði,
hreyfingu og líkamsþyngd.
Erfðir/fjölskyldusaga
Hækkaður blóðþrýstingur og
hækkað kólesterol eru oft taldir
bundnir erfðum. Einnig eru venjur
s.s. mataræði og almennir lifnaðar-
hættir oft svipaðir meðal skyld-
menna. Ekki er þó útilokað að
aðrir erfðaþættir geti verið til
staðar sem sérstaklega stuðla að
kransæðastíflu. Flestum rann-
sóknum ber saman um að nánum
aðstandendum sjúklinga, sem
fengið hafa kransæðastíflu sé hætt-
ara en öðrum að fá sama sjúkdóm.
Kyn/aldur
Aldur er einn af sterkustu áhættu-
þáttum hvað varðar tíðni kransæða-
sjúkdóma. Einnig eru kransæða-
sjúkdómar mun algengari í körlum
en konum en sá munur minnkar
með hækkandi aldri.
Rannsóknir frá Bretlandi hafa
sýnt að konur er tekið hafa P-pill-
una er u.þ.b. fimm sinnum hættara
við að fá kransæðasjúkdóm.
Hættan eykst verulega ef konur
reykja.
Hafa ber í huga að raunveruleg
áhætta kvenna á hjarta- og æða-
sjúkdómum á ungum aldri er ekki
mikil, því fram að tíðahvörfum eru
konur tiltölulega verndaðar fyrir
æðakölkun. Þetta er tengt samspili
kvenhormónanna östrógens og
prógesteróns. En eftir tíðahvörf
eru konur fljótar að ná körlum.
Offita og hreyfingarleysi
Offita er ekki sterkur sjálfstæður
áhættuþáttur en stuðlar verulega að
öðrum áhættuþáttum og eykur
þannig áhættuna óbeint.
Streita
Streita er ekkert nýtt fyrirbæri, við
þekkjum hana öll. Við hlaupum á
eftir strætisvagni og missum af
honum, þurfum að borga af lánum
og höfum fjárhagsáhyggjur eða
erfiðleikar eru á heimili og vinnu-
stað. Allir þessir þættir eru daglegt
brauð og valda streitu. Viðbrögð
HJÚKRUN - 65. árgangur 3