Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Page 7

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Page 7
/ nákvœmri hjúkrun má ekkert misfarast. Vaktaskipli taka þvt oft gódan tíma. Myndin er tekin á hjartadeild Landspítala. Stefanía, til vinstri, Sigurbjörg t.h. Ljósm. Ingibjörg Arnadóttir. stundum eftir bráða krans- æðastíflu og eru varanlegar. c. T-takka breytingar eru yfir- leitt merki súrefnisþurrðar en þurfa ekki endilega að þýðamerki um bráða krans- æðastíflu. 4) Helstu staðsetningar hjarta- dreps. a. Framveggs hjartadrep (ant- erior infart). EKG: ST-hækkanir og Q- takka breytingar í Vj-Vg, I og AVL. Stundum er fram- veggsdrepi skipt enn frekar eftir staðsetningu í anterior- lateral infart eða anterior septalinfart. b. Bakveggs hjartadrep (inferi- or infart). EKG: ST-hækkanir og Q- takka breytingar í II, III og AVF. c. Subendocardial infart (non transmural infart). EKG: ST-lækkanir, stað- setning getur verið hvar sem er. í þessu tilviki myndast ekki q-takki vegna þess að drepið nær ekki í gegnum alla þykkt hjartavöðvans. Serum ensímmælingar (transam- ínasar) Ensím eru prótein sem finnast í öllum frumum og gegna hvata- hlutverki í efnahvörfum þeirra. Þegar frumuhimnan er eyðilögð eins og í kransæðastíflu, þá leka þessi ensím út í blóðið og hækkar því ensímvirkni blóðsins. Þau ensím sem mest eru mæld til greiningar á kransæðastíflu eru CK, CKMB, ASAT og LD. a. CK (creatine phosphokinase) og CKMB (selectivt hjarta- ensím). Hækkar innan við 4- 9 klst. eftir kransæðastíflu. Nær hámarki eftir 24 klst. (-48 klst.). Normal gildi næst aftur á 4-5 dögum. CK getur líka hækkað hjá sjúklingum með heilaskemmdir eða sjúkling- um með vöðvasjúkdóma. Normalgildi CK er 0-270, CKMB 0-10. b. ASAT(GOT-glutamicoxal- oacetic transaminase). Hækkar á 8-12 klst. eftir kransæðastíflu, hámark eftir 24-48 klst. Normalgildi næst á ca. 4 dögum. ASAT hækkar við sjúkdóma í hjarta, lifur, nýrum og beinagrindarvöðv- um. Normalgildi /-40. c. LD (lacticdehydrogenase). Hækkar á 12-24 klst. eftir kransæðastíflu. Nær hámarki eftir 72 klst. Normalgildi næst aftur á ca. 10 dögum. Aðrir þættir er hækka LD eru vöðva- sjúkdómar, blóðsjúkdómar, og sjukdómar í nýrum, lifur og lungum. Normalgildi 0-450. Meðferð við bráðri kransœðastíflu Stöðugar framfarir eru í meðferð við bráðri kransæðastíflu og hafa íslendingar verið fljótir að tileinka sér þær. Svokölluð segaleysandi meðferð hefur gefið góða raun. Lyfið streptokinasi hefur verið notað hérlendis frá 1983. Strepto- kinasi er bakterial prótein unnið úr streptococcum, er því framandi pró- tein fyrir líkamann og mótefna- vaki. Nú er nýtt lyf komið á markaðinn t-PA (tissue plasminogen activator). t-PA er unnið úr lífrænum vef (human tissue type) og er því ekki mótefnavaki. Má geta þess að nú stendur yfir samanburðarrannsókn á þessum lyfjum í Evrópu og tók ísland þátt í henni. HJÚKRUN - 65. árgangur 5

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.