Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Side 10

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Side 10
f. AV-leiðslurof (Block). AV- leiðslurof kallast þegar leiðnin á boðum frá gáttum til slegla truflast. Tegundir AV-leiðslurofs: * 1± AV-leiðslurof er þegar PR bilið er lengra en 0.20 sek. Sjúklingar með 1° AV leiðslu- rof geta veri ðeinkennalausir. 1° AV leiðslurof getur verið undanfari 2° eða 3° AV leiðslurofs. Meðferð: Parf ekki meðhöndlun. * 2° AV-leiðslurof er þegar annað (2:1), þriðja (3:1) eða fjórða (4:1) hvert hjartaslag fellur niður. 2° AV- leiðslurof kemur oftast eftir bráða kransæðastíflu og skemmdir á leiðslukerfi. 2° AV-leiðslurof getur leitt til 3° AV-leiðslu- rofs. Til eru 2 gerðir af 2° AV- leiðslurofi, þ.e.: 1. Wenchenback fyrirbæri (Mobitz I): PR bil lengist stöðugt meir og meir þar til enginn QRS complex mynd- ast og P-takkinn stendur einn eftir. 2. Mobitz’ II: er hættulegra, QRS complex kemur ekki á eftir P-takka. Meðferð: Gangráður (pacemak- er)tímabundinn eða varan- legur. í neyð á nota isuprel- dreypi. * 3° AV-leiðslurof - algjört leiðslurof: Gáttir og sleglar dragast saman óháð hvort öðru. Gáttir oftast um 70 slög/ mín. en sleglar mjög hægt, oft 20-30 slög/mín. Meðferð: Gangráður. I neyð má nota isuprel-dreypi. g. Atrial fibrillation (ATR. FIB.) er atrial arrhythmia, þ.e. gáttir senda boð svo hratt að sleglar fylgja ekki öllum boðum. Á hjartarafriti sjást f- bylgjur um 500 á mínútu og óreglulegir QRS-complexar. Það þreifast óreglulegur púls. ATR. FIB. getur verið fylgi- kvilli bráðrar kransæðastíflu og orsakar minnkað útfall hjartans (cardiac output). Helstu lyf: Digoxin, inj. 0.25 mg iv, endurtekið aftur eftir 2-4 tíma og er oftast gefið upp í 1.0 gr. iv. Síðan er sjúklingur settur á viðhaldsskammt, tabl. digoxin 0.25 mg. dag- lega. Síðan er fylgst með dig- oxinþéttni í blóði með reglu- legu millibili. Stundum gefið rafstuð (cardioversion). h. Atrial flutter (ATR. FL.). P- bylgjur líta út sem tennur í sög og eru um 300 á mínútu. Hjartað slær 150 (2:1), 100 (3:1), 75 (4:1) slög á mínútu. Meðferð: digitalis, beta- blokkerar, calcíumblokkerar (isoptin), mismunandi skammtastærðir. Stundum getið rafstuð (cardioversion). f. Verkjalyfjameðferð. Aðal- lega notaðir litlir skammtar af morfini iv. 4) Aðrirfylgikvillar. a. Ruptura cordis (hjartarifa). b. Pericarditis - dressler syn- 8 HJÚKRUN 4Á»- 65. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.