Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Page 16

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Page 16
Helga Sigurðardóttir hjúkrunarforstjóri Hjúkrunarstjórnendur og samfélagið Allar teikningar með greininni eru eftir höfund. essi grein er unnin upp úr fyrirlestri sem haldinn var á fundi hjúkrunarforstjóra í Hveragerði síðastliðið vor. í erindinu fjallaði ég um eftirar- andi: 1. Hvernig staða hjúkrunar- stjórnenda er í dag. 2. Hvernig rekstur heilbrigðis- þjónustunnar er í dag. 3. Nauðsyn þess að hjúkrunar- stefna út frá íslenskri heil- brigðisáœtlun sé skýr svo hjúkrunarfrœðingar geti samstilltir unnið að mark- miðum sem heildin hefur ákveðið og settfram. Nú skulum við fyrst líta á hver staða hjúkrunar- stjórnenda er í dag í heilbrigðislögum segir að á svæðis- og deildarsjúkrahúsum skulu vera hjúkrunarforstjórar deilda sem skipuleggi hjúkrun á deildinni í samráði við hjúkrunar- forstjóra. Hjúkrunarforstjórum á heilsugæslustöðvum hefur verið sett erindisbréf. En valdsvið og ábyrgð hjúkrunar- stjórnenda kemur ekki nægjanlega skýrt fram í lögum og hefur það valdið því að sjónarmiðum og vilja þeirra er varðar hjúkrunarþjónustu er hægt að bera fyrir borð. Þar sem ábyrgðarsviðið er skil- greint eins og t.d. í erindisbréfi hjúkrunarforstjóra á heilsugæslu- stöðvum skarast það við erindisbréf annarra, eins og lækna og svo er eins í lögum um heilbrigðisþjón- ustu er varðar verksvið stjórnenda í heilbrigðisþjónustunni og hefur þetta leitt til óvissu og óþæginda í starfi stjórnenda. Þörf fyrir heilbrigðisþjónustu er skilgreind af starfsmönnum hennar, aðallega læknum, sem fengnir eru til að sitja í nefndum sem fjalla um innihald nýrra lagasetninga um heilbrigðismál eða breytinga á fyrri skipan. Hjúkrunarstjórnendur eru ráðnir til heilbrigðisstofnanna sem hafa ákveðna starfsskipan skv. lögum og ákveðnar stöðuheimildir sem eru víða of fáar í dag, sem gerir það að 14 HJÚKRUN4/fo-65. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.