Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Qupperneq 18

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Qupperneq 18
staðan varð 1,2-1,6 milljarður á móti 13 milljörðum. Pað er á valdi stjórnvalda hvert fjármagni er beint innan heil- brigðiskerfisins. Þeir sem skil- greina þörfina eru þó heilbrigðis- starfsmenn. Þeir þættir sem viðurkennt er að hafi áhrif á eftirspurn heilbrigðis- þjónustu eru m.a. framboð læknis- þjónustu, framboð á sjúkrarúmum og gæði þjónustu. Biðtími hefur áhrif og svo er um búsetu fólks og aðgengileika að þjónustu. Verð þjónustunnar, þ.e. hvað hver ein- staklingur þarf að borga beint hefur áhrif á eftirspurn. Rannsakað er að heilbrigðisþjón- usta fjórfaldast til einstaklinga á hverjum 5 árum eftir að við náum 70 ára aldri. Þannig að aldursdreif- ingin hefur veruleg áhrif á eftir- spurn eftir heilbrigðisþjónustu. Fjöldi aldraðra eykst mjög ört, með hárri kúrfu um aldamót. í dag finna hjúkrunarstjórnendur mikið fyrir vaxandi þörf þessa aldurs- hóps. Þjónusta til aldraðra hefur undanfarna áratugi færst meir og meir inn á stofnanir samfara ýmsum þjóðfélagslegum aðstæðum svo sem minnkun fjölskyldna og aukinnar fjarveru fólks frá heimil- um. í fyrsta lagi vegna viðhorfa hvar veitt þjónusta skuli fara fram og vegna takmarkaðra stöðufjölda þeirra er veitt gætu þjónustuna í ríkara mæli inn á heimili þeirra er aldraðir eru. Þetta hefur leitt til þess að þó svo byggðar hafi verið öldrunarstofn- anir og sérstakar öldrunardeildir þá liggja aldraðir í miklum mæli á rannsóknar- og meðferðarstofn- unum sem eru dýrar í rekstri og sem eru takmörkunum háðar að hafa það umhverfi og andrúmsloft sem vel leggst í aldraða einstaklinga. Aðhaldsaðgerðir ríkisvaldsins á þessu ári um 4% samdrátt í rekstr- arkostnaði allra ríkisstofnana, hefur komið allri heilbrigðisþjón- ustu illa. Þær stofnanir sem þegar hafa gott aðhald á liðnum árum koma illa út með möguleika til sparnaðar. Víða, þar sem aldraðir eru er ekki hægt að fækka rúmum þar sem ekki er hægt að senda sjúklingana heim. Ekki er hægt á litlum sjúkrahúsum á landsbyggðinni að flytja sjúklinga milli deilda og ráða ekki að hluta starfsfólk til sumarafleysinga, 20% af rekstrarkostnaði sjúkrahúsa er launakostnaður og því er horft á mönnun ef spara á, sérstaklega í hjúkruninni, þar sem flest fólk er vegna 24 klst. viðveru þessa starfs- hóps hjá sjúklingum. Víðast í öldrunarþjónustu er ill- gerlegt að minnka mönnun í hjúkrun án þess að fækka rúmum eða skerða þjónustu. Afleiðing þessa niðurskurðar á allar stofnanir í heilbrigðisþjónust- unni hlýtur að vera lakari þjónusta þar sem mönnun er haldið í lág- marki og jafnvel undir því. Bráðaþjónusta er sú tegund þjónustu sem fyrst kemur inn og síðast bæri að hætta að sinna í heil- brigðisþjónustunni. Sérhæfð þjónusta eykst gífur- lega. í dag eru ýmsir smærri þrýsti- hópar sem fara fram á mjög sér- hæfða þjónustu sem tækni, þekking og upplýsingar hafa gert mögulegt að hægt sé að framkvæma. Heilsuvernd og sú þjónusta sem veitt er frá heilsugæslustöðvunum auk fræðslu sem fram fer á öðrum heilbrigðisstofnunum hefur vaxið og hefur aldrei verið meiri en í dag. Við höfum heldur ekki áður haft jafnmikla þekkingu á því hvað forvarnarstarf er mikilvægur þáttur í heilbrigðisþjónustunni. Umræða hefur ekki verið meiri en nú um nauðsyn þess að hver og einn einstaklingur beri ábyrgð á eigin heilsu. í dag er mönnnun á heilsugæslu- stöðvum ekki slík að starfsfólk þar geti veitt fræðslu og stuðning út í samfélagið til að efla ábyrgðar- kennd fólks á heilbrigðum lífsstíl og að það nýti sér betur eigin kraft, hugsun og þekkingu til heilbrigðara lífernis og betra lífs. Þegar takmarkaðir peningar eru veittir í fjárlögum til heilbrigðis- mála þá hljótum við að þurfa að spyrja okkur hvort mögulegt sé að efla heilbrigði og veita jafnframt fullnægjandi þjónustu með breyttu þjónustuformi. Horfa verður á hver voru - eru og verða helstu við- fangsefni heilbrigðisþjónustunnar. Við verðum að gagnrýna, í orðs- ins fyllstu merkingu, þá þjónustu sem veitt er í dag og siðferðilegar spurningar hljóta að vakna um það hvort það sé siðferðilega rétt að veita mjög dýra þjónustu til fárra 16 HJÚKRUN %9 - 65. árgangur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.