Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Síða 20

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Síða 20
Atvinnuleysi veldur sjúkdómum og er heilsuspillandi. Þörf okkar fyrir vinnu er lærð og hluti af menn- ingararfi. Atvinnuleysi er oftast hjá ungu fólki og öldruðum. Hjúkrun er m.a. að fyrirbyggja sjúkdóma og það að aðstoða ein- staklingana að aðlagast aðstæðum eiús og þær eru. Hjúkrunarfræðingar geta stefnt að því að bæta heilbrigði við líf fólks með því m.a. að reka meiri áróður fyrir því að fólk finni sér áhugamál áður en það kemst á efri ár ef það hefur þau ekki fyrir. Hægt væri að hugsa sér að öldr- unarfræðsla væri rekin frá heilsu- gæslustöðvum. Það væri t.d. hægt að bjóða öll- um 60 ára einstaklingum í heim- sókn á heilsugæslustöðvarnar þar sem boðið væri upp á ráðgjöf og vangaveltur hvað varðar framtíð- ina með tilliti til breytinga sem fylgja vaxandi aldri. Fræðsla um slysahættu er hægt að koma á framfæri t.d. með því að framfylgja í verki þeim upplýs- ingum og þekkingu sem við höfum. Það er víður akurinn sem er óplægður þar sem stuðla má að því að fólk eigi fleiri starfssöm ár, fái færri sjúkdóma og verði fyrir færri slysum. Þriðja sviðið í því höfuðmark- miði að stuðla að og bæta heilbrigði einstaklingsins er sett fram í íslenskri heilbrigðisáætlun á þessa leið: „5. Að bæta lífi við árin. Þetta þýðir að heilbrigði aukist og að fleira fólki en nú finnist það vera hraust og stjórna starfsdegi sín- um þannig að því finnist lífið ríkt af reynslu og breytilegum verk- efnum. Heilbrigði er hluti af vellíðan einstaklings og þjóðfélags. Menning og fjárhagur getur haft mikil áhrif á heilsufar einstak- linganna. Sjúkdómar eru hluti af lífi hvers manns og fötlun er hluti af lífi margra en hinir sjúku og fötluðu geta einnig notið ánægju lífsins. í heilbrigðisþjónustunni á fólkið ekki að líta á sig eingöngu sem neytendur. Hugmyndin er að maðurinn verði þátttakandi í heilbrigðisþjónustunni og honum sé ljóst, hvað hann getur gert fyrir sig og hvað heilbrigðis- þjónustan getur gert fyrir hann. Fullkomin heilbrigðisþjónusta næst aðeins með því móti að þjóðfélagsþegnarnir nýti sér hana og geri til hennar kröfur. Heilbrigði er í dag að hluta til ákvörðunaratriði einstaklings og fjölskyldna. Heilbrigðisþjónustan getur veitt mikla hjálp en án samvinnu við einstaklinginn er hún lítils virði og einstaklingurinn verður að gera sér ljóst að hann er sam- verkamaður og ekki aðeins neyt- andi.“ (tilvitnun lýkur) Það þjónustuform og yfirskipan í rekstri heilbrigðisþjónustu sem boðið er upp á í dag verður að endurskoða og íhuga möguleika til breytinga sem gætu leitt af sér eðli- legra líf fyrir sjúka, aldraða og fatl- aða. Kostnaður gæti orðið minni og um leið skilað því að lífi sé bætt við árin. Þróunin í þjóðfélaginu í þá átt að fólk geti verið lengur heima og í eðlilegu umhverfi, fer vaxandi. Ánægjulegt framtak sem vitna má í er húsið fyrir fjölfatlaða sem verður í tengslum við Reykjalund. 18 HJÚKRUN 4Á9 - 65. árgangur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.