Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Page 21

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Page 21
Hjúkrunarstefna út frá því að bæta lífi við árin hlýtur að koma inn á það að höfð séu áhrif út í samfé- lagið á það gildismat hvernig við eigum að lifa svo okkur líði vel. Jákvætt lífsviðhorf og máttur hugsunarinnar er þáttur sem hjúkr- unarfræðingar geta eflt með þeim einstaklingum sem þeir vinna með. Við getum eflt almenna fræðslu á öllum sviðum í formi námskeiða, í gegnum sjónvarp, útvarp og stuðl- að að því að þetta verði eðlilegur þáttur í daglegu lífi fólks. Já við getum ansi margt, ef við allir hjúkrunarfræðingar stöndum saman. Finnst okkur ekki þörf á að endurskoðuð sé uppbygging hjúkr- unarþjónustu í landinu, hvernig hún er, hvar hún fari fram? Hvernig ætlum við að tryggj a það að hjúkrun og hjúkrunareftirlit sé undir stjórn hjúkrunarfræðinga en ekki annarra heilbrigðisstétta. Ef stefnt er að aukinni þjónustu inn á heimilin, er þá ekki eðlilegt að þeir sem starfa við heimilishjálp vinni undir stjórn hjúkrunarfræð- inga? Svo hægt sé að samræma þjónustu sem veitt er sem best. íslensk heilbrigðisáætlun hefur verið sett fram. Það er nauðsynlegt HJÚKRUN %«-65. árgangur 19

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.