Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Síða 22
Á
að hjúkrunarstjórnendur ásamt
öðrum hjúkrunarfræðingum kynni
sér hana gaumgæfilega og setji fram
hjúkrunarstefnu sem gengur ut frá
þeim heilbrigðismarkmiðum sem
þar eru.
Það getur einungis leitt til góðs.
Þá vitum við hvert við erum að fara
og þá er líklegra að við náum
þangað, heldur en ef markið er
óljóst í fjarska.
Það er nauðsynlegt að hver mann-
eskja þekki sjálfa sig og sé sönn í
því sem hún er að gera og sátt við
sjálfa sig. Þá líður henni betur og er
hæfari til að gefa.
Þetta hlýtur að vera hugsana-
gangur okkar allra.
Hjúkrunarstjórnendur sem aðrir
hjúkrunarfræðingar hafa valið sér
störf í þjónustu við samfélagið.
Ég vona og er reyndar viss um að
þegar hjúkrunarstefnan, sem tekur
mið að íslenskri heilbrigðisáætlun,
verður mótuð og sett fram þá standi
að baki hennar sá hugur, hjarta og
hönd, vit og vilji sem hjúkrunar-
fræðingar hafa notað í daglegum
störfum sínum.
Samhæfð opinber hjúkrunar-
stefna sem tekur mið af íslenskri
heilbrigðisáætlun ætti að leiða til
betri hjúkrunarþjónustu fyrir
okkur öll í samfélaginu.
Þið sem þetta lesið. Ég er sann-
færð um að það sem við öll stefnum
að er að geta veitt þá bestu mögu-
legu þónustu sem við höfum þekk-
ingu til og siðferðilegt mat segir
okkur að skuli veitt.
Lifið heil.
Höfundur er hjúkrunarforstjóri Sjúkra-
húss Egilsstaða og með sérmenntun í
stjórnun.
HEIMILDIR
1) Ragnhildur Helgadóttir 1987, íslensk
heilbrigðisáætlun, Heilbrigðis og
tryggingamálaráðuneytið.
2) Lára M. Ragnarsdóttir 1988, fyrir-
lestur í heilsuhagfræði, hjúkrunar-
stjórnunarnámNýihjúkrunarskólinn.
3) Dögg Pálsdóttir 1987, aldraðir á ís-
landi. Rit heilbrigðis og trygginamála-
ráðuneytis.
4) Edda Hermannsdóttir 1989 - Samtal
skrifstofustjóra Heilbrigðismálaráðu-
neytinu 1989.
5) Stefán Þórarinsson 1989 - Samtal hér-
aðslæknir Austurlandskjördæmi.
6) Helga Sigurðardóttir 1988 Hjúkrunar-
þyngd, Hjúkrunarstjórnun Nám 1 2 3 4 5 6 7 8
hj úkrunarstj órnun.
7) Lög um heilbrigðisþjónustu nr. 59/
1983.
8) Erindisbréf Hjúkrunarforstjóra við
Heilsugæslustöð 1980 - Heilbrigðis og
tryggingamálaráðuneytið.
20 HJÚKRUN Ji-y - 65 árgangur