Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Qupperneq 23
Alda Halldórsdóttir barnahjúkrunarfræðingur
Sjúkraþjónusta barna og unglinga
Þegar fjallað er um sjúkra-
þjónustu barna og ung-
Hnga er átt við þá þjónustu sem
veitt er innan sjúkrahúsa. Af
hálfu heilbrigðisyfirvalda
hefir á undanförnum mán-
uðum farið fram umrœða um
hagræðingu í rekstri sjúkra-
húsa, og þá sérstaklega hér á
höfuðborgarsvæðinu. Lögð er
ahersla á, að við hagrœðingu
heri að stefna að því að veita
ajram jafngóða þjónustu, en
fyrir minni útgjöld.
Einn málaflokkur innan heil-
ngðisþjónustunnar, sjúkraþjón-
usta barna og unglinga, hefur
h'ngað til ekki náð fótfestu eða
vcrið forgangsverkefni hjá heil-
dgðisyfirvöldum. Og nú þegar
alrnenn umræða snýst um að sam-
é'gið hafi breyst og lífskjörin
Ptengst, uppeldisstörf unnin í hjá-
Verkum hjá ungu fjölskyldunni, þá
er 'í°st, að slík þróun hefur áhrif á
órn og unglinga, því þroski, upp-
v°xtur og heilsa er að miklu leyti
þeirri aðstöðu sem börn búa
Vlð.
fög 0g reglugerðir -
fjarkmið WHO
°g um heilsugæslu, frá árinu 1944,
'Ptu sköpum varðandi þjónustu
1 ungbörn og mæðravernd. Það
er enginn vafi, að með þessari laga-
^etningu er lagður grundvöllur að
Pv', að nú getum við sýnt fram á, að
j anartíðni nýfæddra barna hér-
endis er einna lægst í heiminum.
Ef við lítum á lög nr. 59/1983 um
heilbrigðisþjónustu, þá er þar í 19.
gr. fjallað á mjög vel skilgreindan
hátt um þjónustu heilsugæslu-
stöðva. Hinsvegar er í 23. gr. sömu
laga fjallað um sjúkrahús. Þar er
aðallega vikið að flokkun sjúkra-
húsa, en skilgreiningar mjög tak-
markaðar á þeirri þjónustu er þar
skal vera.
ísland er eitt þeirra ríkja sem
hafa lýst yfir stuðningi við markmið
Alþj óða heilbrigðismálastofnunar-
innar undir kjörorðinu - Heilbrigði
allra árið 2000 - í hugtakinu heil-
brigði felst bæði efnahagslegt og
félagslegt réttlæti.
Til að nálgast það réttlæti er
nauðsynlegt að taka til endurskoð-
unar lagasetningar, reglugerðar-
ákvæði, ríkjandi viðhorf og mark-
mið. Móta þarf heildarstefnu í heil-
brigðisþjónustunni, þ.e. bæði hvað
tekur til heilsugæslu svo og sjúkra-
þjónustu barna og unglinga á Is-
landi. Þá þarf að stefna að sam-
ræmdum skipulagsbreytingum, á
vegum stjórnvalda, sem eigi sér
lagastoð.
íslensk heilbrigðisáætlun
í aprílmánuði 1987 lagði þáverandi
heilbrigðisráðherra fram til kynn-
ingar á Alþingi tillögur um íslenska
heilbrigðisáætlun.
í „Tillögu til þingsályktunar um
íslenska heilbrigðisáætlun", sem
lögð var svo fyrir Alþingi á 111. lög-
gjafarþingi 1988-1989, en sem ekki
varð afgreidd á því þingi, og sem
aftur var lögð fyrir nú á 112. lög-
gjafarþinginu 1989, er kveðið á um
stefnu í heilbrigðismálum á íslandi
fram til ársins 2000.
Þar segir m.a.: „Setja má reglur
um flokkun sjúkrastofnana, verka-
skiptingu og starfssvið, og gera þarf
skýran greinarmun á sérhæfðu
sjúkrahúsi, almennu sjúkrahúsi og
hjúkrunarheimili. Setja má reglur
um þjónustusvæði einstakra sjúkra-
stofnana og um mönnun sjúkra-
stofnana."
Innan þessara marka hlýtur að
koma sá málaflokkur sem hér er
gerður að umtalsefni, þ.e. sjúkra-
þjónusta barna og unglinga.
Stefna Evrópuráðs og NOBA B
Af hálfu sjúkrahússnefndar Evrópu-
ráðsins og NOBABs, (Nordisk för-
ening för sjuka barns behov), sem
fsland á aðild að, hefir hlutverk
barna og unglingadeilda verið skil-
HJÚKRUN 4A«- 65. árgangur 21