Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Page 26

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Page 26
Myndina teiknaði Lilian Brögger. fæðinga á tímabilinu. Sennilega einnig sú stefna, að böm dveljast eKki á legudeildum, göngudeild eða þeim sinnt við bráðaþjónustu sjúkrahúsa, nema í þeim tilvikum þegar ekki er hægt að veita full- nægjandi meðferð á heilsugæslu- stöð, hjá heimilislækni eða sér- fræðingi. Ég ætla að þessari stefnu sé fylgt af öllum sjúkrahúsum landsins. Jafnframt hefir mjög öflugt starf svo kallaðrar skyndi- vaktarþjónustu barnadeilda við fyrrnefnd sjúkrahús borið þann árangur, að dregið hefir úr því að börn hafi dvalist á sjúkrahúsum. Starf heilsugæslunnar hefur greinilega haft þau áhrif að nú næst fyrr til sjúkra barna. Hins vegar, eru á öllum tímum, áhættuhópar í samfélaginu, sem þarf að beina sjónum að. Stefna þarf að því að afla gagnagrunns varðandi almennt heilsufar og innlagnir barna og ung- linga á sjúkrahús, skoða hvers vegna börn og unglingar veikjast - hvaða börn og unglingar eru áhættuhópar. Við þekkjum til ýmissa áhættuhópa, svo sem háa tíðni umferða- og íþróttaslysa hjá börnum og unglingum, ofbeldis og vanrækslu, notkunar fíknilyfja, vandamála barna vegna offitu og sjálfssveltis, vannæringar. Auk þess háa tíðni ýmiss konar sýkinga og ofnæmis. Leggja þarf aukna áherslu á forvarnir fyrir börn, ung- linga og hina ungu fjölskyldu. Það er besta fj árfestingin þegar til lengri tíma er litið. Ef litið er til aðgengis hinnar ungu fjölskyldu að heilbrigðisþjón- ustunni, kemur í ljós að úrbóta er þörf. Hér í Reykjavík getur fjöl- skyldan leitað til heilsugæslustöðva á ákveðnum tíma sólarhringsins, þar sem um landfræðilega skiptingu er að ræða. Annars til heimilis- lækna eða sérfræðinga. Á kvöldin eða að nóttu til Læknavaktar eða til bráðaþjónustu barnadeilda og bráðamóttöku eða slysadeildar Borgarspítala. Upplýsingar um aðgengi liggja ekki á lausu. Þarna er brýn þörf á einföldun og skýrari verkaskiptingu. Enda einkennir starf þeirra er sinna bráðaþjónustu barna- og unglinga hér í Reykjavík, álag, hraði og mikið starf við ráð- gjöf og símaþjónustu við áhyggju- fulla foreldra barna, sem þurfa tímabundna bráðaþjónustu. Er þetta viðbót við krefjandi starf heil- brigðisstétta á sjúkrahúsum. Áhersla er lögö á að tekjur eða atvinnuhorfur foreldra eða for- ráðamanna skerðist ekki vegna sjúkra barna. Sérstaklega virðist ástæða til að benda á þetta vegna þess hversu foreldrar eru orðnir virkir þátttakendur í sjúkraþjón- ustunni. Brýnt er talið að foreldrar og forráðamenn barna geti milliliða- laust átt greiðan aðgang að heil- brigðisþjónustunni, hvenær sem er sólarhringsins, bæði vegna bráðra félagslegra vandamála, bráðasjúk- dóma, slysa eða eitrana. En segja má að við erum langt á eftir hinum Norðurlöndunum hvað þennan þátt varðar. Sérstaklega eru eftirtektarverð í samþykkt sjúkrahússnefndar Evr- ópuráðsins tilmæli til heilbrigðis- yfirvalda og stjórnenda sjúkrahúsa um að skoða þarfir allra aldurshópa innan sjúkraþjónustunnar. Einnig er áhugavert að sjá, að sjúkrahúss- nefndin telur að breyta þurfi við- horfum og gera þurfi ýmsar skipu- lagsbreytingar sem ekki hafi mik- inn kostnað í för með sér. 24 HJÚKRUN %9-65. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.