Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Blaðsíða 31

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Blaðsíða 31
Fyrirlesarar í íslenskri náttúru. „Við látum ekki deigan síga í því að hjálpa börnum og unglingum". Frá vinstri: Per Skjœlaaen, lœknir á barna- og unglingageðdeildskammtfrá Osló. Hann er sá aðili sem hefur sinnt þessum málurn hvað mest í Noregi. Kari Killen Heap, frá Noregi, doktor í félagsvísindum. íslendingurinn Víðir Kristinsson. Hann er eiginmaður Huldu Guðmundsdóttur félagsráðgjafa á Borgarspitala, en hún var í undir- búningsnefnd námsstefnunnar. unarfólks eftir að börn hafa verið beytt harðræði. Greint var frá könnun á aðstæðum 9 ára barna við einn grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu sem gerð var 1984-85 og aftur 1986-87. í þessari könnun kom í ljós að u.þ.b. 40% níu ára barna í skólanum voru ein allan daginn eða hluta úr degi eftir að skóla lauk. Fjögur prósent þessara barna þurftu auk þess að hugsa um yngri systkini. í sömu könnun kom fram að helmingur níu ára barna tóku sjálf til morgunmat sinn og um tíu prósent sáu einnig um hádegismat sinn. Gerð var grein fyrir athugun á því hve mörg börn á aldrinum 0-15 ára sem komu í slysadeild höfðu verið lögð inn í sjúkrahús fyrstu 6 mánuði þessa árs. Það kom í ljós að 5800 börn komu á slysadeild, af þeim voru 257 lögð inn í sjúkrahús þar af 3 lögð inn vegna gruns um eða fullvissu um illa meðferð. Vitnað var til rannsóknar sem gerðar hafa verið á svokölluðu fæðingarþunglyndi en u.þ.b. tí- unda hver kona fær þunglyndiskast fyrsta árið eftir barnsburð og teng- ist þunglyndi móður á þessum tíma greinilega truflun á persónu- og greindarþroska barna við 3 ára aldur. Fyrstu hættumerki illrar meðferðar eru meðal annars: Beinir líkamlegir áverkar: Ytri áverkar: Húðskaðar, mar. Aðrir skaðar. Innri áverkar: Beinbrot. Skaði á innri líffæri (lifur, milta, þarma, eyru, augu). Heilahristingur. Brunasár. Óbein líkamleg einkenni: Frávik á vaxtarlínuriti. Fyrstu merki um illa meðferð eru oft frávik frá eðli- legum vaxtarmörkum bæði hvað snertir hæð og þyngd. Allar mæl- ingar á hæð og þyngd barna ætti að færa inn á vaxtarlínurit þar sem vandlega fært línurit gefur góða mynd af vexti barnsins. Andleg einkenni: Meira og minna sífelldar höfnunarkröfur af hendi foreldra (ef þú hlýðir ekki, ef þú gerir ekki þá). Frosið bros. Döpur börn. Sljóleiki. Einbeytinga- erfiðleikar. Námsörðugleikar. Leita ekki huggunar eða öryggis hjá fullorðnu fólki. Treystir ekki fullorðu fólki. Hvað fœr fólk til að beita börn illri meðferð: Erlendar athuganir hafa sýnt að ill meðferð á börnum er ekki bundin við ákveðna stétt, stöðu, persónu- leika, menningarsvæði eða fjöl- skyldustærð. Fyrirbærið virðist geta átt sér stað í flestum fjölskyld- um. En flestir sem fara illa með börn sín réttlæta það eftir á með afneitun eða frávarpi. - lélegar félagslegar aðstæður - áfengis- og eða lyfjamisnotkun foreldra - greindarskerðing foreldra - tengslmyndun móðurs og barns ábótavant. Úrbóta leitað I framhaldi af námsstefnunni var settur á fót starfshópur fulltrúa hinna ýmsu starfsstétta þ.e. heil- brigðis- og félagsmála og skólakerf- isins. Á hópurinn meðal annars að beita sér fyrir því að gerðar verði ítarlegar faraldsfræðilegar rann- sóknir á illri meðferð á börnum hér á landi til að vitað sé um umfang og eðli málsins. Niðurstöðurnar á síðan að nota til að koma í veg fyrir og meðhöndla, bæði börnin og fjöl- skyldur þeirra. Einnig á hópurinn að koma með tillögur um hvaða leiðir eru færar til að bæta það sem ábótavant er í málefnum barna hér á landi. Reynt verður að stuðla að meiri fræðslu um þessi málefni. HEIMILDIR Halldór Laxness: Heimsljós I. Helgafell, Reykjavík 1967. HJÚKRUN14»-65. árgangur 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.