Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Page 32

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Page 32
Ásta Möller hjúkrunarfræðslustjóri Borgarspítala, Helga H. Bjarnadóttir verkefnastjóri Landspítala, Margrét Björnsdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri Borgarspítala Sjúklingaflokkun á Landspítala og Borgarspítala Fyrirlestur fluttur 4. nóv. 1988 á ráðstefnu hjá deild hjúkrunarforstjóra og hjúkrunarframkvæmdastjóra HFI Umfjöllunarefni þessa fyrirlesturs er sjúklinga- flokkunarkerfi á Landspítala og Borgarspítala. Efninu er skipt í þrjá þœtti: Fyrst er fjallað almennt um sjúklingaflokkunarkerfi (hjúkr- unarþyngdarkerfi) og nota- gildi þeirra. Pá verður greint frá undirbúningi og skipu- lagningu á sjúklingaflokkun á Landspítala árið 1987. Að því búnu eru gerð skil á fram- kvœmd og núverandi fyrir- komulagi á sjúklingaflokkun og að lokum nokkur orð um framtíðaráform. Sjúklingaflokkun er hugtak sem mikið hefur verið rætt meðal stjórnenda í hjúkrun hin síðustu ár. Fram til þessa hefur orðið hjúkrun- arþyngd verið notað yfir hugtakið sjúklingaflokkun. Hjúkrunarþyngd er bein þýðing á danska orðinu „plejetyngde", en ónákvæm þýðing á enska hugtakinu „patient classifi- cation“. Margir hafa lýst óánægju sinni með orðið hjúkrunarþyngd; það þykir ekki lýsa þeim hugmynd- um sem að baki liggja. Vilborg Ingólfsdóttir hjúkrunar- fræðingur, deildarstjóri hjá Land- læknisembættinu ritaði fyrir nokkru íslenskri málstöð fyrir hönd starfshóps er vinnur að hönnun á mælitæki til sjúklingaflokkunar fyrir aldraða. Farið var fram á aðstoð við íslenskun á hugtakinu „patient classification“. í bréfi frá íslénskri málstöð, sem undirritað er af Baldri Jónssyni (1988) komu tillögur um að nota orðið sjúkra- flokkunarkerfi yfir „patient classifi- cation systems" og „patient classifi- cation“ gæti þá heitið sjúkraflokk- un eða flokkun sjúklinga eins og komist er að orði í bréfinu. Enn- fremur komu eftirfarandi athuga- semdir um notkun orðsins hjúkrun- arþyngd. „Orðið hjúkrunarþyngd er ýmist notað í samsetningu hjúkr- unarþyngdarkerfi, hjúkrunar- þyngdarmat eða eitt sér og haft í tveimur mismunandi merkingum eftir því hvort horft er af sjónarhóli stofnunar eða sjúklings. í fyrra til- vikinu er hjúkrunarþyngd það hjúkrunarálag sem á stofnun hvílir, en í síðara tilvikinu er átt við hjúkr- unarþörf... til greina kemur að láta orðið hjúkrunarþyngd eiga sig og nota í staðinn orðin hjúkrunarálag og hjúkrunarþörf eftir því hvort á betur við hverju sinni. Orðið hjúkrunarþyngd er í sjálfu sér rétt myndað, en gefur ókunn- ugum svolítið villandi eða óljósa hugmynd um þá merkingu sem því var ætluð. Slitið úr samhengi mætti ætla að hjúkrunarþyngd væri þyngd sjúklings fyrir og/eða eftir hjúkrun eða eitthvað þess háttar. Hér er því lagt til að hjá því verði sneitt, enda virðist auðvelt að komast af án þess. í stað þess að tala um þyngd hjúkrunar er nákvæmara að tala um þörf hennar eða álag eftir atvik- um.“ Við kjósum að nota hugtakið sjúklingaflokkun, í stað hjúkrunar- þyngdar í þessum fyrirlestri. Sjúklingaflokkun, tílgangur og notagildi í gegnum tíðina hafa verið notaðar fastar „formúlur" um hlutfall sjúk- linga og starfsfólks, ellegar fjöldi hj úkrunarstunda/sj úkl ,/sólarhring, við ákvarðanatöku um mönnun á deildum á hverjum tíma. Gjörgæslu- deildir miða við u.þ.b. 10,5 hjúkr- unarstundir/sjúkl./sólarhring en um 4-5 hjúkrunarstundir/sjúkl./ sólarhring eru notaðar til viðmið- unar á hand- og lyflækningadeild- um. Slík „föst viðmið“ leiða til svip- aðrar mönnunar frá degi til dags, frá einni vakt til annarrar, án tillits til raunverulegra hjúkrunarþarfa sjúklinga. Talað er um að álag á deild sé mismunandi frá einum tíma til annars; deildin er ýmist „létt“ eða „þung“. Það hefur löngum verið þekkt og viðurkennd staðreynd að fjöldi sjúklinga á deild segi næsta lítið um hjúkrunarþörf þeirra og því síður hve marga starfsmenn þarf til að annast þá. Þróun mælitækis sem gerir okkur kleift að meta og flokka sjúklinga eftir hjúkrunarþörf þeirra hefur þótt fýsilegur kostur til að jafna út 30 HJÚKRUN - 65. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.