Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Síða 33

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Síða 33
Ásta Möller álag á deildum þ.e.a.s. að mönnun á deildum sé í samræmi við hjúkr- unarþarfir sjúklinga á hverjum tíma. Sjúklingaflokkun hefur tíðkast í einu eða öðru formi frá dögum Florence Nightingale, er hún stað- setti veikustu sjúklingana næst vaktherberginu til að auðvelda eftirlit með þeim. Eftir 1960 kom mikill kippur í þróun á mælitækjum sem flokka sjúklinga með hliðsjón af þörf þeirra fyrir hjúkrun og eru í dag tugir þeirra í notkun um allan heim. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar hér á landi með sjúklingaflokkun t.d. á Landakoti og á Kleppsspítala. Þá hefur starfshópur á vegum Land- læknisembættisins verið að vinna að hönnun sjúklingaflokkunar- kerfis fyrir aldraða. Landsspítalinn hefur nú staðfært og þróað mæli- tæki til sjúklingaflokkunar sem hannað var af starfsfólki Rush- Presbytarian St. Luke’s Hospital í Chicago og bandaríska ráðgjafa- fyrirtækinu Medicus. Sjúklingaflokkun er skilgreind sem aðferð er flokkar sjúklinga með hliðsjón af því hve mikla hjúkrun þeir þurfa á ákveðinni tímaeiningu (venjulega 24 klst.). Aðaltilgangur sjúklingaflokkun- arkerfa er að mæta mismunandi hjúkrunarálagi með viðeigandi Helga H. Bjarnadóttir mönnun á hverjum tíma. Þau segja hins vegar ekki til um gæði hjúkr- unar. Sjúklingaflokkunarkerfi sem eru í notkun skipta að öllu jöfnu sjúklingum í 3-5 flokka eftir því hve mikillar hjúkrunar þeir þarfn- ast. Tvær tegundir sjúklingaflokkun- arkerfa eru algengastar. í fyrsta lagi flokkakerfi (prototype evaluation), sem er þess eðlis að gróf lýsing er gefin af dæmigerðum sjúklingi inn- an hvers flokks og flokkun sjúklings tekur mið af því. í öðru lagi þátta- kerfi (factor evaluation) sem byggir á því að hjúkrunin er brotin niður í hjúkrunarþætti, sem endurspegla þarfir sjúklings fyrir hjúkrun og gefa hver um sig ákveðin stig, sem byggja á tímamælingum. Hjúkrun- arþarfir sjúklinga eru metnar og stigin samanlögð gefa til kynna í hvaða flokki sjúklingurinn lendir. Hjúkrunarþættir sem fram koma í mælitækjum eru þeir þættir sem rannsóknir hafa sýnt fram á að ráða mestu um hjúkrunartíma. Þeir varða t.d. færni sjúklings við að matast, við þrifnað og hreyfingu, sérstaka meðferð/rannsóknir sem gerðar eru, eftirlit, tilfinningalegan stuðning og fræðsluþarfir. Óaðskiljanlegur hluti sjúklinga- flokkunarkerfa er mat á réttmæti og áreiðanleika. Réttmæti segir til um hvort mælitækið mæli það sem Margrét Björnsdóttir það á að mæla. Áreiðanleiki vísar til þess að sömu niðurstöður fáist við endurteknar mælingar. Notagildi sjúklingaflokkunar- kerfa er margþætt. Má þar nefna: 1. Til ákvörðunar á fastri mönnun á deild m.a. byggt á meðalhjúkr- unarálagi deildar yfir ákveðinn tíma - þ.e. ákvörðun á stöðu- gildum á deild. 2. Til ákvörðunar á mönnun frá degi til dags með hliðsjón af hjúkrunarálagi á hverjum tíma. 3. Til að dreifa álagi á deildum þ.e.a.s. að dreifa vinnu jafnt milli starfsliðs. 4. Til greiningar á álagstímabilum á deildum sem auðveldar áætl- anagerð og samanburð. 5. Til að ákvarða fjölda starfsfólks innan einstakra starfshópa. 6. Til að endurskoða nýtingu starfsfólks. 7. Til að ákvarða hjúkrunarkostn- að. 8. Við gerð neyðaráætlunar, þar sem nota má upplýsingar um sjúklingaflokkun þegar ákvörð- un er tekin um viðbrögð t.d. ef þörf er á að útskrifa sjúklinga skjótt. 9. Annað s.s. dreifing hjálpar- tækja, við gæðaeftirlit, rann- sóknir, breytingar á reglugerð- um, fjárhagsáætlun o.fl. HJÚKRUN Jfe. - 65. árgangur 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.