Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Blaðsíða 34

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Blaðsíða 34
Undirbúningur og skipu- lagning sjúklingaflokkunar á Landspítalanum í nóvember 1985 fór fram sjúklinga- flokkun í tilraunaskyni á nokkrum handlækningadeildum spítalans og barnadeild. Fyrrgreint mælitæki frá Rush-Presbytarian St. Luke’s Hospital hafði verið þýtt fyrir hjúkr- unarstjórn Landspítala og í fram- haldi af því var hannað tölvuforrit til þess að vinna úr niðurstöðum. Mæli- tækið byggir á þáttakerfi er saman- stendur af 32 hjúkrunarþáttum sem hver um sig hefur ákveðið vægi, gef- ið í stigum. Að þessu sinni fór sjúk- lingaflokkun fram í 1-2 mánuði á hverri deild. Niðurstöður voru síðan kynntar fyrir starfsfólki á viðkom- andi deildum. Þessu verkefni lauk í apríl 1986. Ári síðar, eða vorið 1987 var svo aftur hafist handa við undirbúning sjúklingaflokkunar. Ráðinn var hjúkrunarfræðingur til að hafa um- sjón með verkefninu. Fyrsti form- legi undirbúningsfundur var í lok apríl. Þá hafði hjúkrunarstjórn Landspítalans ákveðið að velja lyflækningadeildir 11 A og 11 B sem tilraunadeildir fyrstu mánuð- ina. Það sem vakti fyrir hjúkrunar- stjórn var að fullreyna hvort fyrr- greint mælitæki hæfði íslenskum aðstæðum m.t.t. áreiðanleika og réttmætis. í framhaldi af því yrði tekin ákvörðun um næsta skref þ.e.a.s. hvort þróa ætti þetta mæli- tæki áfram, reyna annað, eða jafn- vel hanna nýtt mælitæki. Mark- miðið var að fá réttmætar og áreið- anlegar niðurstöður er gætu rök- stutt ákvarðanir um langtíma- mönnun. Auk þess hefur sjúklinga- flokkun víðtækt notagildi eins og fyrr var vikið að. Undirbúningur starfsfólks var margþættur. Lengi var búið að ræða mikilvægi sjúklingaflokkunar og var starfsfólk deildallAogllB tilbúið til að takast á við verkefnið. Fræðslufundir voru haldnir fyrir alla hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ritara á þessum deildum og var skyldumæting á þá. Var þar farið yfir ýmsa faglega þætti varðandi sjúklingaflokkunarkerfi og einnig leiðbeiningar og reglur um sjúk- lingaflokkun á deildunum. Að fræðslufundum loknum var lagt fram lesefni á deildum og fólk hvatt til að kynna sér efnið nánar og koma með spurningar og athuga- semdir. Á sama tíma eða vorið 1987 var títtnefnt mælitæki frá Rush tekið til gagngerrar endurskoðunar. Hann- að var nýtt eyðublað með nýju útliti, nýjum upplýsingum og nýrri niðurröðun hjúkrunarþátta. (mynd 1) Ennfremur var óskað eftir nýjum upplýsingum á bakhlið blaðsins varðandi mönnun og álit deildar- stjóra á mönnuninni dag hvern. Var það gert til að prófa réttmæti mæli- tækisins. Auk þessa voru skilgrein- ingar á hjúkrunarþáttum endur- bættar og staðfærðar og útbúnar voru reglur um framkvæmd sjúk- lingaflokkunar. Áhersla var lögð á að starfsfólk hefði kynnt sér vel allar skilgreiningar og reglur þegar flokkun hófst á deildum. Við allan undirbúning var stuðst við almenn atriði varðandi skipulagningu breytinga og reynt að undirbúa starfsfólk sem best. Svipaður háttur hefur verið hafður á varðandi undirbúning starfsfólks á öðrum deildum þar sem sjúklingaflokkun hefur hafist síðar. Þann 30. júní 1987 hófst sjúk- lingaflokkun á deild 11 A og 11 B. Sá háttur var hafður á, að umsjón- armaður sjúklingaflokkunar reyndi alltaf að vera til staðar á deildinni fyrstu vikurnar þegar sjúklinga- flokkun fór fram. Komu þá iðulega fram spurningar, athugasemdir og vafaatriði sem ýmist var hægt að greiða úr á staðnum ellegar voru tekin til athugunar og leyst úr síðar. Farið var með niðurstöður úr tölvu- úrvinnslu á deildirnar tvisvar til þrisvar í viku og starfsfólk hvatt til að kynna sér þær og koma með at- hugasemdir. Vikulegir fundir voru haldnir með einum hópstjóra af hvorri deild ásamt umsjónarmanni þar sem m.a. var farið yfir áreiðan- leikapróf og niðurstöður úr tölvu- úrvinnslu ræddar einkum með tilliti til áreiðanleika og réttmætis. Aœtlun og framkvœmd sjúklingaflokkunar á Landspítala Eftir að reynslutímabili lauk í lok árs ’87, hefur mælitækið, þ.e. form skráningarblaðsins, hjúkrunar- þættir og skilgreiningar þeirra, ásamt tölvuforriti, þróast stöðugt. Hefur reynst nauðsynlegt að endur- skoða skilgreiningar hjúkrunar- þátta eftir því sem fleiri deildir bæt- ast við. Skýrar og hnitmiðaðar skil- greiningar eru helstu forsendur þess, að áreiðanleiki sé mikill. í ársbyrjun ’88 var tekin ákvörð- un um að hefja sjúklingaflokkun á öllum hand- og lyflækningadeildum Landspítalans. Áætlað er, að því markmiði verði náð um mánaðar- mótin maí-júní 1989. Þá mun verða tekin ákvörðun um næstu deildir, en stefnt er að því að sjúk- lingaflokkun fari fram á flestum deildum Landspítalans. Áætlun og undirbúningi hverrar deildar er háttað svipað því sem var í upphafi, eins og fyrr var greint frá. Mikil áhersla er lögð á fræðsluþátt- inn, því góð fræðsla í byrjun og regluleg upprifjun, t.d. einu einni á ári, eru ásamt áreiðanleika og rétt- mæti, mikilvægustu þættir þess að sjúklingaflokkun haldi velli. Verður nú skýrt nánar frá helstu þáttum varðandi framkvæmd sjúk- lingaflokkunar. Á Landspítalanum er sjúklinga- flokkun gerð alla daga vikunnar milli kl. 11.00-13.00, svo upplýs- ingar liggi fyrir um fjölda sjúklinga og niðurröðun í flokka á hverjum degi. Hópstjóri, ásamt hópmeðlim- um, fer yfir skráningarblað með 32 hjúkrunarþáttum (sjá mynd 1) og merkir við það sem á við hvern sjúkling hverju sinni. Skilgrein- ingar á hjúkrunarþáttum og reglur um hvaða sjúklinga á að flokka liggja frammi á deildum. Þegar hópstjóri hefur metið þarfir allra sinna sjúklinga, leggur deildarritari stigin saman fyrir hvern sjúkling og telur heildarfjölda í hverjum flokki. Þessar upplýsingar berast síðan til skrifstofu hjúkrunarfor- stjóra og eru tölvuunnar. 32 HJÚKRUN 4/fo- 65. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.