Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Side 36

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Side 36
Mánaðarlega fá deildirnar tölvu- útskrift þar sem fram kemur: a) fjöldi flokkaðra sjúklinga b) bráðleiki deildar (meðal hjúkr- unarálag) og flokkur c) heildarfjöldi hjúkrunarklukku- stunda á sólarhring d) æskileg mönnun þ.e. skipting hjúkrunarklst. milli vakta og starfshópa. Þá kemur einnig fram: e) raunveruleg mönnun, sem deildarstjóri skráir á bakhlið skráningarblaðs og f) mismunur á æskilegri og raun- verulegri mönnun. Einnig eru send á deildirnar þrjú línurit sem sýna: a) fjölda flokkaðra sjúklinga b) bráðleika deildar (meðal hjúkr- unarálag) c) meðal hjúkrunartíma á hvern sjúkling, æskilegan og raun- verulegan. Þessi línurit eru sett upp á töflu á vakt viðkomandi deildar, þannig að aðgengilegt er fyrir starfsfólk að fylgjast með vinnuálagi og mönnun deildanna. Eftirlit með áreiðanleika er nauð- synlegur þáttur sjúklingaflokkun- ar. Nú fer það þannig fram að tveir hjúkrunarfræðingar flokka sömu sjúklinga, sem valdir eru af handa- hófi. Miðað er við að a.m.k. 10- 15% af fjölda inniliggjandi sjúk- linga á deildinni lendi í úrtakinu hverju sinni, en þó ekki færri en 4. Samanburður er síðan gerður á þess- um niðurstöðum. Á Landspítalan- um, þarsem hóphjúkrun er algeng- asta skipulagsform hjúkrunar flokka tveir hópstjórar þrjá sjúk- linga af gagnstæðum helmingi deildarinnar. Einnig getur deildar- stjóri, sem sér yfirleitt ekki um flokkunina, eða einhver utanað- komandi hjúkrunarfræðingur, flokkað þessa sjúklinga. Þess ber að geta að mjög mikilvægt er að skráning hjúkrunar sé í góðu lagi til að áreiðanleikakönnun verði raun- hæf. Þetta er gert fjórum sinnum á hverri deild, ársfjórðungslega. Þannig næst samanlagður fjöldi 24 sjúklinga hverju sinni. Stefnt er að 90% áreiðanleika með niðurröðun í flokka og má þá aðeins greina á um flokk tveggja sjúklinga. Samanburður á einstökum hjúkr- unarþáttum er einnig gerður og ef greinir þar á milli, eru ástæður þess kannaðar. Eftirlit með réttmæti er enn sem komið er einungis fólgið í mati deildarstjóra á mönnun morgun- vaktar sem borin er saman við æski- lega mönnun, miðað við niðurstöð- ur tölvuvinnslu. Fyrirhugað er, að velja einn eftir- litsmann með sjúklingaflokkun á hverri deild, t.d. deildarstjóra eða aðstoðardeildarstjóra. Mun hann hafa yfirumsjón með framkvæmd- inni, þ.e. yfirfara blöðin lauslega eftir skráningu og fylgja því eftir að skráning fari fram daglega. Ef ein- hver ágreiningur kemur upp í s:ambandi við einstaka hjúkrunar- þætti eða skilgreiningar, ætti eftir- litsmaður að geta leyst hann í sam- vinnu við umsjónarmann sjúklinga- flokkunar. Mánaðrlega yrðu síðan fundir með umsjónarmanni og öll- um eftirlitsmönnum sjúklinga- flokkunar innan sama sviðs. Með þeim hætti eykst ábyrgð deildanna sjálfra á því að sjúklingaflokkun fari rétt fram og er þess vænst að það auki skilning starfsfólks á mikilvægi þess að hún sé samvisku- samlega unnin. Lokaorð Ljóst er, að áframhaldandi vinna við sjúklingaflokkun miðast við notkun á Rush-tækinu. Framundan er mikið starf við að staðfesta rétt- mæti mælitækisins, miðað við ís- lenskar aðstæður. Er í því sam- bandi fyrirhugað að gera tímamæl- ingar á næsta ári. Einnig verða athugaðar niðurstöður tímamæl- inga, sem hingað til hafa verið gerðar á íslenskum sjúkrahúsum. Er þá átt við tímamælingar gerðar á Landspítala árið 1982, á Borgar- spítala í svokallaðri IKO rannsókn um mönnun á legudeildum Borgar- spítalans gerðar 1984 og einnig tímamælingar gerðar á vegum rannsóknarhóps um hönnun á mælitæki til að meta hjúkrunar- þyngd (sjúklingaflokkun) fyrir aldraða, sem fóru fram 1988. Munu þessar athuganir verða gerðar í samvinnu Landspítala og Borgar- spítala. Á Borgarspítala er undir- búningur að sjúklingaflokkun haf- inn og er áætlað að hún komi til framkvæmda í janúar 1989. Að lokum má vitna í orð prófess- ors Phyllis Giovannetti (1979), sem hefur verið einn helsti talsmaður sjúklingaflokkunar, en hún segir að það sé ekki lengur spurning um hvort stjórnendur í hjúkrun nýti sér sjúklingaflokkunarkerfi til að meta hjúkrunarálag, heldur miklu fremur hvaða aðferð þeir kjósa að nota. Sú vinna og þróun sem við þrjár höfum tekið þátt í á þessu sviði hefur sannfært okkur um mikilvægi sjúklingaflokkunar. Með slíkt stjórnunartæki í höndum teljum við meiri líkur á að unnt sé að mæta breytilegum þörfum skjólstæðinga okkar á hverjum tíma. HEIMILDIR 1) Baldur Jónsson, (1988): Bréf frá íslenskri málstöð til samstarfshóps sem vinnur að hönnun mælitækis til sjúklingaflokkunar fyrir aldraða. 2) Dörum, K. (1984): Plejetyngdeopgör- elser... Plejetyngde - patientklassifi- kation og plejetyngdemaaling, kafli 3, bls. 35-50. KBH Dansk Institut for Sundheds- og sygepiejeforskning. 3) Giovannetti, P. (1979): Understand- ing Patient Classification Systems. Journal of Nursing Administration, feb. bls. 4-9. 4) Giovannetti, P., Thiessen, M. (1983): Patient Classification for Nurse Staffing: Criteria for selsction and implementation. Can. Alberta Associ- ation of Registered Nurses, feb. 5) Unger, J. (1985): Building a Classifi- cation System that works. Journal of Nursing Administartion. Vol. 15, no. 7-8, July-August, bls. 18-24. 6) Williams, M.A. (1988): When you don’t develop your own: Validation methods for patient classification systems. Nursing Management. Vol. 19, no. 3, bls. 90-96. 34 HJÚKRUN - 65. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.