Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Qupperneq 36

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Qupperneq 36
Mánaðarlega fá deildirnar tölvu- útskrift þar sem fram kemur: a) fjöldi flokkaðra sjúklinga b) bráðleiki deildar (meðal hjúkr- unarálag) og flokkur c) heildarfjöldi hjúkrunarklukku- stunda á sólarhring d) æskileg mönnun þ.e. skipting hjúkrunarklst. milli vakta og starfshópa. Þá kemur einnig fram: e) raunveruleg mönnun, sem deildarstjóri skráir á bakhlið skráningarblaðs og f) mismunur á æskilegri og raun- verulegri mönnun. Einnig eru send á deildirnar þrjú línurit sem sýna: a) fjölda flokkaðra sjúklinga b) bráðleika deildar (meðal hjúkr- unarálag) c) meðal hjúkrunartíma á hvern sjúkling, æskilegan og raun- verulegan. Þessi línurit eru sett upp á töflu á vakt viðkomandi deildar, þannig að aðgengilegt er fyrir starfsfólk að fylgjast með vinnuálagi og mönnun deildanna. Eftirlit með áreiðanleika er nauð- synlegur þáttur sjúklingaflokkun- ar. Nú fer það þannig fram að tveir hjúkrunarfræðingar flokka sömu sjúklinga, sem valdir eru af handa- hófi. Miðað er við að a.m.k. 10- 15% af fjölda inniliggjandi sjúk- linga á deildinni lendi í úrtakinu hverju sinni, en þó ekki færri en 4. Samanburður er síðan gerður á þess- um niðurstöðum. Á Landspítalan- um, þarsem hóphjúkrun er algeng- asta skipulagsform hjúkrunar flokka tveir hópstjórar þrjá sjúk- linga af gagnstæðum helmingi deildarinnar. Einnig getur deildar- stjóri, sem sér yfirleitt ekki um flokkunina, eða einhver utanað- komandi hjúkrunarfræðingur, flokkað þessa sjúklinga. Þess ber að geta að mjög mikilvægt er að skráning hjúkrunar sé í góðu lagi til að áreiðanleikakönnun verði raun- hæf. Þetta er gert fjórum sinnum á hverri deild, ársfjórðungslega. Þannig næst samanlagður fjöldi 24 sjúklinga hverju sinni. Stefnt er að 90% áreiðanleika með niðurröðun í flokka og má þá aðeins greina á um flokk tveggja sjúklinga. Samanburður á einstökum hjúkr- unarþáttum er einnig gerður og ef greinir þar á milli, eru ástæður þess kannaðar. Eftirlit með réttmæti er enn sem komið er einungis fólgið í mati deildarstjóra á mönnun morgun- vaktar sem borin er saman við æski- lega mönnun, miðað við niðurstöð- ur tölvuvinnslu. Fyrirhugað er, að velja einn eftir- litsmann með sjúklingaflokkun á hverri deild, t.d. deildarstjóra eða aðstoðardeildarstjóra. Mun hann hafa yfirumsjón með framkvæmd- inni, þ.e. yfirfara blöðin lauslega eftir skráningu og fylgja því eftir að skráning fari fram daglega. Ef ein- hver ágreiningur kemur upp í s:ambandi við einstaka hjúkrunar- þætti eða skilgreiningar, ætti eftir- litsmaður að geta leyst hann í sam- vinnu við umsjónarmann sjúklinga- flokkunar. Mánaðrlega yrðu síðan fundir með umsjónarmanni og öll- um eftirlitsmönnum sjúklinga- flokkunar innan sama sviðs. Með þeim hætti eykst ábyrgð deildanna sjálfra á því að sjúklingaflokkun fari rétt fram og er þess vænst að það auki skilning starfsfólks á mikilvægi þess að hún sé samvisku- samlega unnin. Lokaorð Ljóst er, að áframhaldandi vinna við sjúklingaflokkun miðast við notkun á Rush-tækinu. Framundan er mikið starf við að staðfesta rétt- mæti mælitækisins, miðað við ís- lenskar aðstæður. Er í því sam- bandi fyrirhugað að gera tímamæl- ingar á næsta ári. Einnig verða athugaðar niðurstöður tímamæl- inga, sem hingað til hafa verið gerðar á íslenskum sjúkrahúsum. Er þá átt við tímamælingar gerðar á Landspítala árið 1982, á Borgar- spítala í svokallaðri IKO rannsókn um mönnun á legudeildum Borgar- spítalans gerðar 1984 og einnig tímamælingar gerðar á vegum rannsóknarhóps um hönnun á mælitæki til að meta hjúkrunar- þyngd (sjúklingaflokkun) fyrir aldraða, sem fóru fram 1988. Munu þessar athuganir verða gerðar í samvinnu Landspítala og Borgar- spítala. Á Borgarspítala er undir- búningur að sjúklingaflokkun haf- inn og er áætlað að hún komi til framkvæmda í janúar 1989. Að lokum má vitna í orð prófess- ors Phyllis Giovannetti (1979), sem hefur verið einn helsti talsmaður sjúklingaflokkunar, en hún segir að það sé ekki lengur spurning um hvort stjórnendur í hjúkrun nýti sér sjúklingaflokkunarkerfi til að meta hjúkrunarálag, heldur miklu fremur hvaða aðferð þeir kjósa að nota. Sú vinna og þróun sem við þrjár höfum tekið þátt í á þessu sviði hefur sannfært okkur um mikilvægi sjúklingaflokkunar. Með slíkt stjórnunartæki í höndum teljum við meiri líkur á að unnt sé að mæta breytilegum þörfum skjólstæðinga okkar á hverjum tíma. HEIMILDIR 1) Baldur Jónsson, (1988): Bréf frá íslenskri málstöð til samstarfshóps sem vinnur að hönnun mælitækis til sjúklingaflokkunar fyrir aldraða. 2) Dörum, K. (1984): Plejetyngdeopgör- elser... Plejetyngde - patientklassifi- kation og plejetyngdemaaling, kafli 3, bls. 35-50. KBH Dansk Institut for Sundheds- og sygepiejeforskning. 3) Giovannetti, P. (1979): Understand- ing Patient Classification Systems. Journal of Nursing Administration, feb. bls. 4-9. 4) Giovannetti, P., Thiessen, M. (1983): Patient Classification for Nurse Staffing: Criteria for selsction and implementation. Can. Alberta Associ- ation of Registered Nurses, feb. 5) Unger, J. (1985): Building a Classifi- cation System that works. Journal of Nursing Administartion. Vol. 15, no. 7-8, July-August, bls. 18-24. 6) Williams, M.A. (1988): When you don’t develop your own: Validation methods for patient classification systems. Nursing Management. Vol. 19, no. 3, bls. 90-96. 34 HJÚKRUN - 65. árgangur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.