Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Síða 37

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Síða 37
Guðmundur Björnsson læknir Hjálækningar (Alternative Medicine) Svo lengi sem vitað er hefur nútímamaðurinn œtíð haft þörffyrir að leita tilfólks með sérþekkingu á lœkningum. Til eru ristur í hellum frá því um 10 þúsund árumfyrir kristsem sýnafram á þetta. Ekkiþarfað fletta langt aftur í mannkyns- sögunni til að sjá að vissir menn tóku á skipulegan hátt yfir það hlutverk sem seinna varð að lækningum eins og við þekkjum í dag. Það hafa að sumu leyti skilist leiðir með nútíma lœknisfræði og „óhefð- bundnum“ lækningum þótt mörkin séu engan veginn Ijós. Á íslandi hefur á seinni árum orðið æ algengara aðfólk sæki sér lækninga utan hins hefð- bundna heilbrigðiskerfis, og œtla ég með þessum línum að reyna að gera nokkra grein fyrirþeim „lœkningum“. Hvað eru „lœkningar“ Gamli góði heimilislæknirinn var duglegur við að sérblanda lyf fyrir ákveðna sjúklinga, sem álitu að þessi viðkomandi samsetning hefði sérstakan lækningamátt. Því var jafnvel þannig varið að þótt lyfið hefði ekki neitt sannanlegt lækn- ingalegt gildi urðu samt mjög marg- ir betri af sínum kvillum. Þannig er jafnvel enn í dag notaðar mikstúrur sem trúlega hafa lítil sem engin áhrif á gang sjúkdóms, og ætla ég ekki frekar að fletta hulunni af „læknislistinni“ að þessu sinni, í óþökk kollega minna. Nútímalæknisfræði hefur þróast á þann veg að eingöngu er beitt að- ferðum sem sannað er, eða reynsla manna sýnt, að hafi gagnleg áhrif á viðkomandi sjúkdóm. Þar skiljast leiðir með hefðbundnum lækning- um og hjálækningum (Alternative medicine). í síðarnefnda tilfellinu eru ekki gerðar sömu kröfur til vís- indalegs stuðnings, þær þola þannig illa hið sterka leitarljós vísindanna og sýna því oft á sér bestu hliðina. Þessar „lækningar" styðjast yfirleitt við mjög mögur vísindaleg rök, en hafa öðlast viðurkenningu hjá leik- mönnum vegna aldagamallrar hefð- ar. Hér verður á eftir gerð nokkur grein fyrir ýmsum óhefðbundnum lækningaraðferðum og reynt að draga fram í dagsljósið það raun- verulega sem getur haft áhrif til góðs. Homeopathi (smáskammtalækningar), er alda- gömul aðferð til lækninga sem ein- göngu er beitt af ófaglærðum. Aðferðin byggir á því að greina sjúkdóma og kvilla m.a. með því að skoða sjáaldur fólks og skoða aðrar líkamsbreytingar. Smáskammta- læknar beita oft blöndu af efnum sem flest koma fyrir í náttúrunni. Þessar blöndur heita oft sérkenni- legum nöfnum sem tengjast oft ákveðnum sjúkdómum. Innihaldið hefur oft sérkennilega lykt eða bragð. Ekki hefur verið sýnt fram á að neitt af þessum efnum geti haft jákvæð áhrif á gang sjúkdóma. Grasalœkningar eru afbrigði af sama meið. Hér er þó notað meira af efnum sem þekkt eru sem lækningajurtir og m.a. eru notuð í lyf. Dáleiðsla er mikið notuð og getur varla talist til hjálækninga því henni er beitt í ríku mæli í hefðbundinni læknis- fræði. Aðallega eru það geðlæknar sem stunda slíkt og í sumum til- vikum sálfræðingar. Aðallega hef- ur verið um sálgreiningu (Psyko- analyse) að ræða, en hún er talin geta haft huglæknandi áhrif. Segulmeðferð (Mesmerism) var fyrst kynnt á miðri 18. öld og var notuð m.a. við meðferð á verkjum frá stoðkerfi. Á seinni árum hefur orðið vart við aukinn áhuga á líffræðilegum áhrifum segulsviðs. Þá hefur segul- sviði verið beitt við lækningar á seingrónum beinbrotum með tals- verðum árangri. Segulsvið sem hjálækningar við öðrum kvillum er notað m. a. við óþægindum frá stoð- HJÚKRUN - 65. árgangur 35
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.