Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Side 38
kerfi líkamans. Er þá oft borið seg-
ularmband a hendi, eða festi um
háls. Þar hefur ekki verið hægt að
sýna fram á nein sannanleg áhrif
væri að ræða.
Svœðameðferð
(Zonetherapy) á sér mjög fornar
rætur. Hægt hefur verið að sjá í
annálum frá indíánum í S-Ameríku
að þessari aðferð hafi verið beitt til
forna. í byrjun 20 aldar hófst þessi
meðferð til vegs á ný vestanhafs.
Meðferðin byggir á þeirri kenningu
að svæði og líffæri líkamans hafi
samsvarandi svæði undir iljum. Sé
viðkomandi svæði á einhvern hátt
ert á að vera hægt að hafa áhrif á
ákveðin líffæri eða líkamssvæði.
Þessi aðferð er orðin talsvert
útbreidd á íslandi en á öðrum
Norðurlöndum og í Evrópu verður
hennar ekki eins mikið vart. Þeir
sem stunda svæðameðferð finna
auma bletti undir iljum með þrýst-
ingi eða nuddi sem eiga að svara til
óþæginda í ákveðnum líffærum.
Meðferðin felst síðan í því að
þrýsta eða nudda. Ekki hefur verið
hægt að sýna fram á að þessi með-
ferð hafi áhrif á gang sjúkdóma.
Leysigeislameðferð
er afbrigði nýrrar tækni og hefur
verið notuð með góðum árangri
m.a. í augnlækningum og skurð-
lækningum, til dæmis til að nema
burt æxli og stöðva bæðingar.
Notkun leysigeisla til að hemja
sársauka frá stoðkerfi eða til sára-
lækninga var fyrst kynnt á miðjum
6. áratugnum. Hér er Ijósgeisla
breytt í háorkuljós með sérstökum
aðferðum. Til eru háorkuleysar,
sem notaðir eru í skurðlækningum
og svo lágorkuleysar sem notaðir
eru við verkjum frá stoðkerfi. í
Svíþjóð hefur slík leysigeislameð-
ferð átt talsverðum vinsældum að
fagna og á íslandi virðist líkt vera
upp á teningnum. Hafa bæði lærðir
og leikmenn notað þessi tæki.
Nýjar rannsóknir eru sífellt að
koma fram en engin vel gerð vís-
indaleg rannsókn hefur getað sýnt
fram á að þeir hafi nokkur áhrif.
Rafmagnsmeðferð
hefur verið þekkt lengi og notuð í
ýmsu formi. Á seinni árum hafa
verið gerðar ítarlegar rannsóknir á
notkun rafmagns með mismunandi
straumstyrk. Viss tegund straums
getur haft jákvæð áhrif og sérstak-
lega hafa menn beint rannsóknum
sínum að svokallaðri T.E.N.S.
(Transcutaneus electrical Nerve
Stimulation) meðferð þar sem væg-
um rafstraum með ákveðni tíðni er
hleypt gegn um líkamssvæði. Hægt
hefur verið að sýna fram á tölfræði-
legan mun eftir því hvaða straum-
styrk er beitt og eru öll góð tæki á
seinni árum nú með innbyggðri
tíðni. Þessi meðferð er mikið notuð
í endurhæfingu og til meðferðar á
verkjum frá stoðkerfi. Rannsóknir
hafa ennfremur sýnt að hægt er að
hafa áhrif á gróningu sára til hins
betra og einnig að hægt er að
minnka óþægindi af hjartaöng. Öll
önnur rafmagnsmeðferð byggir á
veikum vísindalegum grunni.
Nálastungumeðferð
(Acupunkture) er meðferð sem
sennilega er mest þekkt af hinum
svokölluðu hjálækningum. Þessi
meðferð á rætur sínar að rekja til
austurlanda fjær og hafa Kínverjar
verið þar í fararbroddi. Það er ekki
nema u.þ.b. 20 ár síðan að vestur-
landabúar fóru að nota þessa að-
ferð við meðferð á verkjum frá
stoðkerfi. Efitt er að gera góðar vís-
indalegar rannsóknir á þessar með-
ferð þar sem viðmiðunarhópur er
ekki til, þ.e.a.s. samanburðar-
hópur sem ekki fær samsvarandi
meðferð. Það hefur veri sýnt fram á
að hækkun verður á endorfínum í
mænuvökva og að um vöðvaslökun
getur verið að ræða. Þessi aðferð
hefur því öðlast viðurkenningu
innan hefðbundinnar læknisfræði
sem meðferð við langvinnum verk.
Hnykkmeðferð
(Chiropraktik) Þessi meðferð hefur
verið hvað umdeildust hin seinni ár
meðal heilbrigðisstétta. Hún er
meiður af handarlækningum (Manu-
al medicine), sem margir læknar og
sjúkraþjálfar beita til skoðunar og
meðferðar í nokkru mæli. Hér er
þó gengið öllu lengra og liðir
hreyfðir út fyrir mörk hefðbund-
innar líffærafræði. Hún á sér þó
nokkuð örugga fótfestu á Vestur-
löndum. Læknar og sjúkraþjálfar
sem þekkja til slíkrar meðferðar
hafa bent á hættur sem slíkri með-
ferð getur fylgt þegar til lengri tíma
er litið, og ekki hefur verið sýnt
fram á með öruggum hætti, að hægt
sé að hafa áhrif á gang sjúkdóma í
stoðkerfi, umfram aðra hefð-
bundna meðferð, þó einkennum sé
haldið niðri um tíma.
Hverju(m) eigum við að trúa?
Nútíma læknisfræði er í stöðugri
þróun og hefur eins og fram kemur
hér að ofan viðurkennt nokkuð af
því sem áður þótti teljast til hjá-
lækninga. Óhætt er að segja að á
seinni árum hafi áhugi fólks aukist
mikið á hverskonar hjálækningum.
Að hluta til kann skýringarinnar að
vera að leita í því að hefðbundinni
læknisfræði hefur mistekist að bæta
öll mannsins mein og nútíma heil-
brigðisþjónusta hefur því miður
orðið að nokkuð ópersónulegum
iðnaði. Fólki gefst hér færi á að leita
annað, er vel tekið, og það er
hlustað á það. Það fær oft nána
snertingu við viðkomandi meðferð-
araðila, nokkuð sem því miður er
allt of lítið um á stórum meðferðar-
stofnunum.
Margar af ofannefndum aðferð-
um eiga það sameiginlegt að þær
styðjast við engin eða veik vísinda-
leg rök. Samt sækir fólk í auknum
mæli til hinna ýmsu aðila sem
stunda hjálækningar.
Geðþóttaáhrif eða hvað?
Margt bendir til að þessar aðferðir
hafi öðlast sinn sess vegna þess
náttúrulögmáls að hluti fólks fær
jákvæð áhrif af hverskonar „með-
ferðum“ jafnvel þó ekkert sé hreyft
við rót vandans. Hér er um að ræða
svokölluð geðþóttaáhrif (placebo
effect) sem eru upplifuð áhrif og
um þriðjungur fólks fær án tillits til
36 HJÚKRUN%?-65. árgangur