Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Síða 40

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Síða 40
Upplýsingatækni í hjúkrun verkfæri - hvatning - ógn Fulltrúafundur SSN 1989 Fulltrúafundur Samvinnu norrœnna hjúkrunar- frœðinga SSN var haldinn að Vilvorde, ráðstefnustað danska hjúkrunarfélagsins dagana 20.-22. september s.l. Samvinna norrænna hjúkr- unarfrœðinga var stofnuð 1920, aðildarfélög eru samtök fimm norrœnna hjúkrunarfé- laga með 221.945.000 félaga innan sinna vébanda. Markmið SSN er m.a. að fylgjast með þróun á öllum sviðum hjukrunarmála. Hafa nauðsynlegt frumkvæði í öllum málum sem varðar hjúkrunarfræðinga og efla samvinnu á milli hinna ýmsu starfsstétta og starfshópa á sviði heilbrigðis- og félags- mála innanlands og á alþjóða- vettvangi. Ulrica Croné formaður SSN lést þann 24. júlí s.l. eftir harða baráttu við krabbamein. Kirsten Stall- knecht varaformaður SSN og for- maður danska hjúkrunarfélagsins minntist Ulricu við upphaf fulltrúa- fundar, og risu fundarmenn úr sætum til að heiðra minningu lát- innar heiðurskonu. Fulltrúar á fundinum höfðu mörg mál til meðferðar sem og stjórn, en að venju sátu formaður og varafor- maður stjórnarfund daginn fyrir fulltrúafund, formenn félaganna mynda stjórn samvinnunnar. Mál- efni fundarins voru m.a. samnor- rænn atvinnumarkaður. Norræna ráðherranefndin ákvað árið 1984 að setja á fót vinnuhóp til að fylgja eftir samþykkt um samnorrænan atvinnumarkað. ísland er ekki ennþá formlega búið að öðlast aðilda að honum hvað hjúkrunar- fræðinga viðkemur. Norðurlanda- ráð ásamt norrænu ráðherranefnd- inni senda ávallt hin margvísleg- ustu mál inn til stjórnar SSN hvað varðar heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndunum. Alþjóðasamvinna hjúkrunar- fræðinga, International Council of Nurses, ICN, hélt sitt 19. þing í Seoul í Suður Kóreu í maí s.l. Þar voru Martha Quivey frá Noregi og Inger Ohlsson frá Svíþjóð kosnar í stjórn ICN. Á stjórnar'fundum í SSN situr ávallt norrænn fulltrúi úr stjórn ICN og greinir frá stöðu mála innan ICN. Slíka samvinnu telur stjórn SSN mikilvæga. Sænska hjúkrunarfélagið greindi frá undir- búningi að ráðstefnu á vegum Alþjóða heilbrigðismálastofnunar- innar, SSN, sænska heilbrigðisráðu- neytisins og sænska hjúkrunarfé- lagsins, sem haldin var í Linköping 18.-21. október 1989. Aðalmark- mið ráðstefnunnar var að fylgja eftir ályktunum og ákvörðunum frá Vínarráðstefnunni í júní 1988 - Heilsa fyrir alla árið 2000. Eitt er það mál sem mikið hefur verið unnið með í stjórn SSN, en það eru fyrirhugaðar breytingar á uppbyggingu samvinnunnar. Ástæð- una má rekja til þess að sænska hjúkrunarfélagið greindi frá því árið 1987 að breytinga væri að vænta í uppbyggingu félagsins á þá lund að öll norræn og alþjóðleg starfsemi færðist yfir til „Svenska halso og sjukvárdens tjánstemanna- förbund" (SHSTF) en sænska hjúkrunarfélagið ásamt ljós- mæðrum og röntgentæknum mynda það samband. SHSTF hefur lengi haft með að gera öll kjara- og menntunarmál sænskra hjúkrun- arfræðinga, og nú á starfsemin þar einnig að ná yfir norræn og alþjóð- leg mál. Sænska hjúkrunarfélagið verður lagt niður sem slíkt, en mun starfa sem hópur innan SHSTF. Mörg önnur fag- og félagsleg mál er snerta hjúkrunarfræðinga á Norður- löndum voru afgreidd á stjórnar- fundinum. Á fulltrúafundinum daginn eftir voru síðan samþykkt ný lög fyrir SSN er taka mið af hinni félagslegu uppbyggingu hjá sænskum hjúkrunarfræðingum. Jafnframt voru samþykktar miklar breytingar hvað varðar stjórn- skipulag og starfsemi SSN. Full- trúafundur með kjörnum fulltrúum frá hverju landi er lagður niður, en stjórn samvinnunnar með sínar félagsstjórnir á bak við sig fer með æðsta vald í málefnum SSN. í stað fulltrúafunda verða haldnar ráðstefnur árlega þar sem fagleg og félagsleg mál verða í brennidepli, svipað snið og þema- dagar í tengslum við fulltrúafund hafa verið. Næsta ráðstefna verður 3.-5. september 1990 á íslandi og ber yfirskriftina „Hjúkrunarfélögin sem þjóðfélagslegt afl.“ Þá voru 38 HJÚKRUN 4/§9-65. árgangur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.