Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Page 41
íslensku þátttakendurnir frá vinstri: Erla Björk Sverrisdóttir hjúkrunarfrœðingur, búsett i Svíþjóð, Hólmfríður Geirdal hjúkrunarstjóri
Geðdeild Landspítala, Kristín Ólafsdóttir hjúkrunarfrœðinemi Háskóla Akureyrar, satfundinn í boði HFÍ, Ingibjörg Elíasdóttirþáver-
andi deildarstjóri gjörgœshideildar Landspítala, fyrirlesari HFÍ, Sigþrúður Ingimundardóttir formaður HFÍ, Þóra G. Sigurðardóttir
formaður Norðurlandsdeildar eystri, Pálína Sigurjónsdóttir varaformaður HFÍ:
J)
reglur um styrkúthlutun á vegum
SSN endurskoðaðar. í>ema þessa
fulltrúafundar var: Upplýsinga-
tækni í hjúkrun - verkfæri - hvatn-
ing-ógn.
- Þegar rætt er um Upplýsinga-
tœkni er átt við það að viðeigandi
tækni sé beitt við gagnavinnslu þ.e.
safna, geyma, vinna úr og endur-
heimta upplýsingar. -
Styrkþegi SSN fyrir árið 1989 var
Cornelia Ruland frá Noregi og
vann hún upp efni sem þátttak-
endum var sent. Þar var leitast við
að gefa sem gleggstar upplýsingar
um hvernig upplýsingatækni og
tölvumál eru í hjúkrun innan
Norðurlandanna. Sendur var út
spurningalisti til hjúkrunarfélag-
anna þannig að góð yfirsýn fékkst.
í skrifum sínum ræðir Cornelia
Ruland m.a. um upplýsingatækni
m.t.t. hjúkrunarstarfsins, hvernig
hjúkrunarfræðingur skuli starfa til
að ná sem bestum tökum á tölvu-
væðingunni, gefur dæmi um notkun
tölvutækninnar í hjúkrun, áhrifa-
mátt hjúkrunarfræðinga í tölvu-
verkefnum og mikilvægi þess að
menntun hjúkrunarfræðinga taki
mið af þessari nýju tækni.
Markmið fyrir þemadagana var
eftirfarandi:
- að þátttakendur ræði og meti
tækniþróun á Norðurlöndum
jafnhliða þróun í hjúkrunarstarfi
- að þátttakendur taki afstöðu til
hvort hægt sé að kenna gagnrýna
hugsun m.t.t. þess að meta áhrif
tæknivæðingar á hjúkrunar-
starfið
- að þátttakendur taki afstöðu til
hvernig hjúkrunarfræðingar geti
haft áhrif á þróun og nýtingu
tæknivæðingar.
- að þátttakendur ræði hvernig
best sé hægt að hafa áhrif á það
að tækni framtíðarinnar, auki
gæði hjúkrunar og bæti starfs-
vettvang hjúkrunarfræðinga.
Haldin voru tvö erindi, fyrri dag-
inn hélt Tamar Bergmann rannsak-
andi við Arbeidsforskningsinsti-
tuttet í Osló grípandi fyrirlestur er
hún nefndi „Etik og prioritering“
(Siðfræði og forgangsröðun).
Kjeld Möller Pedersen forstjóri
fjallaði um „Val á tækni innan heil-
brigðisþjónustunnar með gæði og
verð til hliðsjónar."
Cornelia Ruland flutti síðan
erindi um tölvur og hjúkrun.
Sú leið var farin í áframhaldandi
meðhöndlun á efninu að boðið var
upp á kynningar undir 11 mismun-
andi yfirskriftum frá löndunum 5.
Þar var fjallað um tölvunotkun í
hjúkrun og tæknivæðingu almennt í
heilbrigðiskerfinu. Þessar kynn-
ingar voru í sérstökum fundarher-
bergjum á ráðstefnustaðnum og
stóðu yfir í alls 5 klst. og var hvert
verkefni flutt tvisvar.
Þarna var sýnd, lýst, haldnir
fyrirlestrar og umræður um upplýs-
ingatækni og hvaða möguleikar eru
á hagkvæmri nýtingu hennar í
almennri hjúkrun, kennslu og
stjórnun. í því sambandi var rætt
um hjúkrunarferli, gæðamat,
hjúkrunarþyngd, samskiptakerfi,
áætlanagerð og eftirlit.
Einnig var fjallað um tæknivæð-
ingu almennt í heilbrigðiskerfinu
og þá m.a. sýnd myndbönd þar sem
t.d. var vakin athygli á ýmiss konar
HJÚKRUN "Mtv — 65. árgangur 39