Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Síða 41

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Síða 41
íslensku þátttakendurnir frá vinstri: Erla Björk Sverrisdóttir hjúkrunarfrœðingur, búsett i Svíþjóð, Hólmfríður Geirdal hjúkrunarstjóri Geðdeild Landspítala, Kristín Ólafsdóttir hjúkrunarfrœðinemi Háskóla Akureyrar, satfundinn í boði HFÍ, Ingibjörg Elíasdóttirþáver- andi deildarstjóri gjörgœshideildar Landspítala, fyrirlesari HFÍ, Sigþrúður Ingimundardóttir formaður HFÍ, Þóra G. Sigurðardóttir formaður Norðurlandsdeildar eystri, Pálína Sigurjónsdóttir varaformaður HFÍ: J) reglur um styrkúthlutun á vegum SSN endurskoðaðar. í>ema þessa fulltrúafundar var: Upplýsinga- tækni í hjúkrun - verkfæri - hvatn- ing-ógn. - Þegar rætt er um Upplýsinga- tœkni er átt við það að viðeigandi tækni sé beitt við gagnavinnslu þ.e. safna, geyma, vinna úr og endur- heimta upplýsingar. - Styrkþegi SSN fyrir árið 1989 var Cornelia Ruland frá Noregi og vann hún upp efni sem þátttak- endum var sent. Þar var leitast við að gefa sem gleggstar upplýsingar um hvernig upplýsingatækni og tölvumál eru í hjúkrun innan Norðurlandanna. Sendur var út spurningalisti til hjúkrunarfélag- anna þannig að góð yfirsýn fékkst. í skrifum sínum ræðir Cornelia Ruland m.a. um upplýsingatækni m.t.t. hjúkrunarstarfsins, hvernig hjúkrunarfræðingur skuli starfa til að ná sem bestum tökum á tölvu- væðingunni, gefur dæmi um notkun tölvutækninnar í hjúkrun, áhrifa- mátt hjúkrunarfræðinga í tölvu- verkefnum og mikilvægi þess að menntun hjúkrunarfræðinga taki mið af þessari nýju tækni. Markmið fyrir þemadagana var eftirfarandi: - að þátttakendur ræði og meti tækniþróun á Norðurlöndum jafnhliða þróun í hjúkrunarstarfi - að þátttakendur taki afstöðu til hvort hægt sé að kenna gagnrýna hugsun m.t.t. þess að meta áhrif tæknivæðingar á hjúkrunar- starfið - að þátttakendur taki afstöðu til hvernig hjúkrunarfræðingar geti haft áhrif á þróun og nýtingu tæknivæðingar. - að þátttakendur ræði hvernig best sé hægt að hafa áhrif á það að tækni framtíðarinnar, auki gæði hjúkrunar og bæti starfs- vettvang hjúkrunarfræðinga. Haldin voru tvö erindi, fyrri dag- inn hélt Tamar Bergmann rannsak- andi við Arbeidsforskningsinsti- tuttet í Osló grípandi fyrirlestur er hún nefndi „Etik og prioritering“ (Siðfræði og forgangsröðun). Kjeld Möller Pedersen forstjóri fjallaði um „Val á tækni innan heil- brigðisþjónustunnar með gæði og verð til hliðsjónar." Cornelia Ruland flutti síðan erindi um tölvur og hjúkrun. Sú leið var farin í áframhaldandi meðhöndlun á efninu að boðið var upp á kynningar undir 11 mismun- andi yfirskriftum frá löndunum 5. Þar var fjallað um tölvunotkun í hjúkrun og tæknivæðingu almennt í heilbrigðiskerfinu. Þessar kynn- ingar voru í sérstökum fundarher- bergjum á ráðstefnustaðnum og stóðu yfir í alls 5 klst. og var hvert verkefni flutt tvisvar. Þarna var sýnd, lýst, haldnir fyrirlestrar og umræður um upplýs- ingatækni og hvaða möguleikar eru á hagkvæmri nýtingu hennar í almennri hjúkrun, kennslu og stjórnun. í því sambandi var rætt um hjúkrunarferli, gæðamat, hjúkrunarþyngd, samskiptakerfi, áætlanagerð og eftirlit. Einnig var fjallað um tæknivæð- ingu almennt í heilbrigðiskerfinu og þá m.a. sýnd myndbönd þar sem t.d. var vakin athygli á ýmiss konar HJÚKRUN "Mtv — 65. árgangur 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.