Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Blaðsíða 42
Ingibjörg Elíasdóttir flutti fyrirlestur fyrir hönd Hjúkrunarfélags íslands. Pessar myndir voru teknar sl. vor í fundarsal HFÍ. Ljósm.
Ingibjörg Arnadóttir.
tækni sem gerir kleift að lengja líf
og gera mörkin milli fósturs og
barns óvissari. í því sambandi
komu fram spurningar um siðfræði-
legt mat og hugtökin rétt og rangt.
Á vegum HFÍ fjallaði Ingibjörg
Elíasdóttir um sérstöðu íslands og
íslenskra hjúkrunarfræðinga við
beitingu tölvutækni í litlu og
fámennu landi. Sýnd voru sýnis-
horn úr nokkrum kerfum og þeim
lýst.
Fæstir íslenskir hjúkrunarfræð-
ingar hafa tileinkað sér kunnáttu
um tölvur eða kynnst þeim í starfi
sínu fyrr en á allra síðustu árum.
Hjúkrunarfélag íslands gerir sér
grein fyrir eða leggur áherslu á
mikilvægi virkrar þátttöku starf-
andi hjúkrunarfræðinga í mótun,
hönnun og framkvæmd við að
koma á þeim tölvukerfum sem
tengjast hjúkrunarstörfum á ein-
hvern hátt.
Á nokkrum heilsugæslustöðvum
er hafin tölvuskráning sjúkraskráa.
Sýnd var skuggamyndaröð úr einu
kerfinu Medicus, sem m.a. er notað
við Heilsugæslustöðina á Sólvangi í
Hafnarfirði. Kristín Pálsdóttir
hjúkrunarforstjóri og Guðmundur
Sverrisson heilsugæslulæknir
aðstoðuðu okkur við undirbúning-
inn og kunnum við þeim bestu
þakkir fyrir. Stefnt er að skráningu
hjúkrunar beint í þessa skrá.
Skráning upplýsinga í sameiginlega
skrá er til gagns fyrir bæði skjól-
stæðinga og heilbrigðisstarfsfólk.
Hópur hjúkrunarfræðinga vinn-
ur á vegum Landlæknisembættisins
undir stjórn Vilborgar Ingólfs-
dóttur að undirbúningi sam-
ræmdrar skráningar hjúkrunar á
heilsugæslustöðvum. Þessi undir-
búningur felst meðal annars í þýð-
ingu Gordonslykla fyrir upplýs-
ingasöfnun og stöðlun hjúkrunar-
greininga.
Á veggspjöldum voru kynnt tvö
kerfi frá Landspítalanum sem
tengjast hjúkrun. Vaktaskýrslu-
kerfið SKEMA og skráningarkerfi
skurð- og svæfingadeildar Land-
spítalans OPERA. í kerfið
OPERA eru skráðar upplýsingar
um hverja einstaka skurðaðgerð og
svæfingu. Ritari skráir af svæfinga-
blöðum og hjúkrunarskýrslu upp-
lýsingar um sjúkling, aðgerð, svæf-
ingu, hvaða skurðstofa var notuð,
hvaða starfsfólk var viðstatt, ýmsar
tímasetningar o.fl. Úrvinnsla úr
þessu kerfi gefur upplýsingar um
fjölda aðgerðaogsvæfinga, nýtingu
skurðstofanna o.fl. Þetta eru allt
nauðsynlegar upplýsingar við áætl-
unargerð og skipulagningu á deild-
inni.
Vaktaskýrslukerfið SKEMA
mun tengjast nýju starfsmanna- og
launakerfi á Landspítalanum. til-
gangur SKEMA er að
1) minnka vinnu við vaktaskýrslu-
gerð,
2) færa vinnuskýrslur að hluta
sjálfvirkt
3) tryggja réttari gögn, með því að
skrá upplýsingar þar sem þær
verða til,
4) opna möguleika á eftirliti með
vinnutíma.
SKEMA skráir og telur vaktir/
klukkustundir, ber saman fjölda
þeirra við áætlaða þörf, geymir
upplýsingar og gefur okkur yfirlit
um vinnutíma starfsfólks.
Hjúkrunarfélagið telur mikil-
vægt að styrkja og efla þekkingu
íslenskra hjúkrunarfræðinga um
tölvutækni og ætlar að beita sér
fyrir fræðslu og námskeiðum um
efnið. Hluti næsta trúnaðarmanna-
námskeiðs mun fjalla um þetta efni
og einnig er ráðgert námskeið á
vegum HFÍ í almennri tölvunotkun.
Fundarsamþykkt
I lok fulltrúafundar vareftirfarandi
ályktun samþykkt.
Á fundi innan Samvinnu hjúkr-
unarfræðinga á Norðurlöndum,
SSN, sem haldinn var í Vilvorde
Kursussenter í Kaupmannahöfn
20.-22. sept. 1989 voru ræddar
kröfur til hagnýtingar upplýsinga-
tækni innan heilbrigðisþjónust-
unnar undir yfirskriftinni „Upplýs-
ingatækni í hjúkrun: Verkfæri -
hvatning eða ógn.“
Hjúkrunarfræðingarnir álykta:
- að upplýsingatækni eigi að vera
verkfæri til að tryggja gæði
hjúkrunarinnar,
- að upplýsingatækni eigi að vera
40 HJÚKRUN %9- 65. árgangur