Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Side 43

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Side 43
verkefni sem hægt sé að nota við hjúkrunarskráningu, - að upplýsingatækni eigi að vera verkfæri sem gæti hjálpað til við að létta hjúkrunarfræðingum ýmis vanabundin störf. Til að ná þessu er nauðsynlegt: - að hjúkrunarfræðingar taki virkan þátt í fyrstu undirbúnings- vinnu í sambandi við fyrirætlanir um tölvuvæðingu svo og í þróun tölvukerfa, - að hjúkrunarfræðingar taki þátt í framkvæmd áætlana, - að hjúkrunarfræðingar taki þátt í þróun og útvíkkun kerfa. Þegar hjúkrunarfræðingar taka þátt í að skilgreina þarfir og markmið leiðir það til: - að bæði reynslubundin þekking og hin fræðilega vitneskja eru tekin inn í tölvukerfin, - að stefna Alþjóða heilbrigðis- stofnunarinnar - WHO - „Heil- brigði allra árið 2000“ eigi að vera hið endanlega markmið. Norrænir hjúkrunarfræðingar vilja standa vörð um hinn mannlega þátt innan hjúkrunar og vilja því í sameiningu miðla upplýsingum og reynslu, m.a. í gegn um SSN. Ingibjörg Elíasdóttir Sigþrúður Ingimundardóttir Póra Sigurðardóttir. í júní s.l. sumar barst hjúkrunar- fræðinemum í Háskólanum á Akureyri bréf frá HFÍ. þar sem okkur var boðið að senda einn nema á fulltrúafund SSN sem hald- inn var í Kaupmannahöfn í sept- ember s.l. Ákveðið var að senda einn nema úr fyrsta árgangnum og varð undir- rituð fyrir valinu. Vil ég hér með þakka HFÍ þetta boð. Ég fór síðan til Kaupmannahafnar ásamt öðrum fulltrúum frá HFÍ, en flestir þeirra höfðu farið áður. Mér fannst gott að geta spurt íslensku fulltrúana ýmissa spurninga sem upp komu hjá mér varðandi fundinn sem virt- ist viðamikill við fyrstu kynni. Sum málefnin fannst mér vera framandi en engu að síður áhugaverð. Þar sem ég hef aðeins lært hjúkrunar- fræði í 2 ár sá ég málefnin sem tekin voru fyrir, í öðru ljósi en hjúkr- unarfræðingar með reynslu í fag- inu. Þátttakendurnir notuðu hvert tækifæri sem gafst til þess að ræða óformlega hin ýmsu mál auk þess voru margir sem rifjuðu upp fyrri kynni. Á fundinum voru einnig hjúkr- unarfræðinemar frá hinum Norður- löndunum en þeir fóru í lok fundar- ins til Roskilde þar sem nemamótið var haldið. Af óviðráðanlegum orsökum sá ég mér ekki fært að sækja það mót, en ég tel nauðsyn- legt að hjúkrunarfræðinemar geti skipst á skoðunum og upplýsingum varðandi nám sitt. Þó svo að námið sé mismunandi uppbyggt í hinum ýmsu löndum, tel ég að við nem- arnir getum lært mikið hvert af öðru í gegnum aukin samskipti og haft gagn og gaman af. Að lokum vil eg geta þess að stjórn félags Norrænna hjúkrunar- fræðinema hefur farið þess á leit við okkur, hjúkrunarfræðinemana í Háskólanum á Akureyri, að halda næsta nemamót í september 1990, eftir SSN ráðstefnuna sem verður haldið í Reykjavík. Kristín Ólafsdóttir, hjúkrunarfrœðinemi Háskóla Akureyrar. Orlofsíbúð Hjúkrunarfélags íslands að Suðurlandsbraut 22 íbúðin er 67 fermetrar að stærð. Stofa, tvö svefnherbergi, annað með þremur rúmum, hitt með tvíbreiðum svefnsófa. Sex sængur, sex koddar, einnig sængur- ver, lök og koddaver, og handklæði fylgja. Þvottavél með þurrkara er í íbúðinni og skal leigjandi skila hreinu því sem notað hefur verið, áður en hann yfirgefur íbúðina. Óski leigjandi að losna viö þvott, greiðast aukalega kr. 400.00 fyrir hvern einstakling. Allur eldhúsbúnaður og ísskápur er í íbúðinni. Leigjandi ber ábyrgð á öllum búnaði íbúðarinnar, meðan á leigutíma stendur. íbúðinni sé skilað hreinni. Ekki er heimilt að hafa húsdýr í íbúðinni. Síminn er tengdur við svæðisnúmer 91-. Þeir sem þurfa að ná símanúmerum utan þess svæðisnúmers verða að panta í gegnum 02. Óheimilt er að skrá símtöl á númer íbúðarinnar. Leigutími eróbundinn. Vikuleiga erkr. 5.000.00. Nánari upplýsingar gefur skrifstofa HFÍ sími 68 75 75. HJÚKRUN - 65. árgangur 41

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.