Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Side 44

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Side 44
Frá setningu 19. alþjóðaþings ICN í Seoul í Kóreu. 19- alþjóðaþing ICN Hjúkrun framtíðarinnar International Council of Nurses hélt sitt 19. þing í Seoul í Kóreu dagana 28. maí til 2. júní s.l. Þátttakendur voru milli 8.000 og 9.000 hjúkrunarfrœðingar frá 71 aðildarlandi. Meðal þeirra var 8 manna hópurfrá íslandi. ísland er lítið land séð í samhengi við stórþjóðir. Þetta fannst okkur íslensku fulltrúunum á 19. alþjóða- þingi samvinnu hjúkrunarfræðinga í maí s.l. Þar voru mættir 8.000 hjúkrunarfræðingar frá 71 landi, en innan vébanda ICN eru 101 aðildar- land. Islendingarnir voru átta og því lítið brot af öllum fjöldanum. Svipað hlutfall var hjá frændum okkar á Norðurlöndunum. Það er stórkostlegt að hitta hjúkrunarfræðinga alls staðar að úr heiminum, hvíta, gula, svarta og finna fyrir samkenndinni. Alls staðar í heiminum eru hjúkrunar- fræðingar að fást við svipaða hluti, þróa hjúkrunarstarfið og reyna að koma sem best til móts við þarfir sinna þjóðfélaga fyrir hjúkrun. Undir þetta gátum við íslensku hjúkrunarfræðingarnir tekið. Þingsetning fór fram 29. maí en daginn áður hófst fulltrúafundur aðildarfélaganna, ásamt faglegum fyrirlestrum. A fulltrúafundinn voru mættir fulltrúar 71 aðildarfélags ICN hér voru arabalöndin mætt, en fyrir fjórum árum þegar þingið var haldið í ísrael mætti enginn fulltrúi frá þeim. Fyrir íslands hönd sátu 42 HJÚKRUN 4/íí9-65. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.