Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Side 45

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Side 45
Upplýsingar um lánveitingar úr Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna A-lán (langtímalán) Hverjir eiga rétt á láni? Greiðandi sjóðsfélagar eiga rétt á A-láni úr lífeyris- sjóðnum, er þeir hafa greitt iðgjöld til sjóðsins í 21/2 ár, miðað við fullt starf eftir að námi lýkur. Jafnframt er metinn sátími, sem greitt hefurveri í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Hver sjóðsfélagi sem greitt hefur í Lífeyrissjóð hjúkrunarkvenna af fullu starfi í 10 ár, á lánsrétt þó að hann sé ekki lengur greiðandi í sjóðinn. Lífeyrisþegar njóta sama lánsréttar og aðrir sjóðs- félagar. Hver sá sjóðsfélagi, sem greitt hefur upp eldra líf- eyrissjóðslán sitt, á rétt á fullu láni að nýju, þegar liðin eru 21/2 ár frá uppgreiðslu, hafi hann greitt iðgjöld til sjóðsins sama tíma, eða hafi tíu ára ið- gjaldagreiðslu að baki. Lánsupphæð og lánskjör Hámark lánsfjárhæðar er nú kr. 1.000.000.00. Lánin eru veitt til 25 ára og eru vextir af nýjum lánum nú 5,5% á ári. Lánin eru með fullri verðtrygg- ingu skv. lánskjaravísitölu og heimild til breytinga á vöxtum á lánstímabilinu. Nýjung - B-lán (skammtímalán) Hverjir eiga rétt á láni? Greiðandi sjóðsfélagar eiga rétt á B-láni hafi þeir greitt iðgjöld til sjóðsins í 8 ár eða lengur. Hafi umsækjandi greitt iðgjöld í aðra lífeyrissjóði, er sá tími ekki metinn til lánsréttar þegar um B-lán er að ræða. Hver sjóðsfélagi sem greitt hefur í Lífeyrissjóð hjúkrunarkvenna af fullu starfi í 10 ár, á lánsrétt þó að hann sé ekki lengur greiðandi í sjóðinn. Lífeyrisþegar njóta sama lánsréttar og aðrir sjóðs- félagar. Lánsupphæð og lánskjör Hámark lánsfjárhæðar er nú kr. 500.000.00. Lánin eru veitt til 5 ára og miðast vextir við vegið meðaltal vaxta lánastofnana skv. auglýsingu Seðlabankans hverju sinni. Lánin eru meðfullri verðtryggingu skv. lánskjaravísitölu. A-lán og B-lán Veðtrygging Lán er veitt gegn veði í íbúðarhúsnæði. Leyfð eru önnur lán á undan láni frá lífeyrissjóðnum, en hvorki fjárnám né lögtak. Þó mega önnur lán og lán Persónuuppbót í desember 1989 - fyrir BSRB félaga kr. 22.290.00 skv. staðfest- ingu launadeildar fjármálaráðuneytis. frá lífeyrissjóðnum samanlagt aldrei fara fram úr 70% af fasteignamati eignarinnar né 65% af brunabótamati. Hús í smíðum telst veðhæft sé lagtfram fokheldis- vottorð og brunatryggingarvottorð, sem ber með sér hvert sannvirði hússins er, enda sé það stað- fest með sérstakri áritun. Að öðrum kosti má láta framkvæma sérstakt mat á eigninni. Sjóðstjórn má hverju sinni láta matsmann sinn metafasteign, telji hún sérstaka ástæðu til þess. Ef stjórnin telur þörf á frekari upplýsingum umfasteign, erhennijafnframt heimilt að krefjast fyllri gagna, áður en til lánveit- ingar kemur. Lánsumsókn og afgreiðsluháttur Lánsumsókn skal vera skrifleg. Um það bil 1/2 mán- uði áður en lánið er afgreitt, skal umsækjandi skila veðbókarvottorði um þá eign, sem veðsetja skal. Jafnframt skal fylgja vottorð um fasteignaijiat og brunabótamat, sé eign ekki metin sérstaklega. Umsækjandi skal upplýsa hverjar séu eftirstöðvar veðlána, ef slík lán eru áhvílandi á eigninni. í því sambandi nægir t.d. að sýna nýjustu afborgunar- kvittanir eða greiðslutilkynningar frá viðkomandi stofnun. Afgreiðslufrestur lífeyrissjóðslána er þrír mánuðir frá því að umsókn berst til sjóðsins. Mikilvægt er að lánsumsóknir séu skýrar og grein- argóðar og veiti fullnægjandi upplýsingar um umsækjanda, svo sem fullt nafn, heimilisfang, nafnnúmer og kennitölu. Uppgreiðsla Lánþegi má greiða lán sitt upp hvenær sem er á lánstímabilinu, ef hann óskar þess. St. Franciskusspítali Stykkishólmi Hjúkrunarfræðing vantar til starfa strax. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 93-81128.

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.