Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Side 48
Breytingar á menntunarmálum
hjúkrunarfræðinga
Námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla (slands
(HÍ) stendurnúátímamótum í menntunarhlutverki
sínu. Eins og flestum er kunnugt um verður Nýi
hjúkrunarskólinn (NHS) lagður niður um næstkom-
andi áramót, og mun námsbrautin þátaka við þeim
verkefnum sem skólinn hefur sinnt um 17 ára
skeið. Námsbrautin hefur ennfremur tekið þá
stefnu að skipuleggja skuli sérstaka námsleið við
námsbrautina, fyrir þá hjúkrunarfræðinga sem
Ijúka vilja BS prófi í hjúkrunarfræði. Þá hefur Félag
háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga margítrek-
að beiðni sína um skipulagða viðbótar- og endur-
menntun fyrir háskólamenntaða hjúkrunarfræð-
inga.
Af framansögðu er Ijóst að framtíðarverkefni
námsbrautar í hjúkrunarfræðí eru viðamikil og
vandasöm. Um er að ræða brautryðjendastarf
innan Háskóla Islands og gott er að hafa í huga að
lengi býr að fyrstu gerð. Það er því samdóma álit
þeirra er um þessi mál hafa fjallað að mikilvægt sé
að gera ítarlega athugun á þörf fyrir viðbótar- og
endurmenntun meðal hjúkrunarfræðinga og innan
heilbrigðisþjónustunnar og vanda allt undirbún-
ingsstarf sem best.
Nú þegar hafa verið auglýstar stöður við náms-
brautina sem ætlaðar eru til þess að sinna þessu
hlutverki. Dómnefndir, sem fjalla um hæfni um-
sækjenda, hafa þegar tekið til starfa en Ijóst er að
ekki verður ráðið í þessar stöður fyrr en í byrjun
næsta árs. Á þessu stigi er illmögulegt að spá fyrir
um hvenær kennsla hefst en ekki er óeðlilegt að
ætla þeim, er taka við stöðum í viðbótar- og endur-
menntun, eitt ár til undirbúnings.
Tuttugu og fimm hjúkrunarfræðingar stunda nú
nám við NHS, 12 í skurðhjúkrun og 13 í svæfinga-
hjúkrun. Nám þeirra mun flytjast í Háskóla íslands í
janúar 1990. Vert er að taka fram að kennsla til
þeirra hefur verið á háskólastigi og hafa náms-
kröfur í öllum námskeiðum verið miðaðar við það.
í desember 1988 var, að beiðni Sigþrúðar Ingi-
mundardóttur formanns skólanefndar NHS og
Maríu Pétursdóttur skólastjóra NHS, skipuð 8
manna samstarfsnefnd NHS og námsbrautar í
hjúkrunarfræði við Háskóla (slands. Verkefni
þeirrar nefndar er flutningur á námi hjúkrunarfræð-
inga sem stunda nám í Nýja hjúkrunarskólanum
um áramót 1989/1990 yfir í Háskóla íslands. (
nefndinni sitja fyrir hönd Nýja hjúkrunarskólans:
Birna G. Flygenring námsstjóri, Pálína Sigurjóns-
dóttir sem á sæti í skólanefnd NHS, Sigríður Hall-
dórsdóttir námsstjóri og Sigþrúður Ingimundar-
dóttir skólanefndarformaður NHS. Fyrir hönd
námsbrautar í hjúkrunarfræði sitja: Herdís Sveins-
dóttir lektor, formaður námsbrautarstjórnar frá 1.
nóvember 1989, Ingibjörg R. Magnúsdóttir náms-
brautarstjóri, Margrét Gústafsdóttir dósent, for-
maður námsbrautarstjórnar og Þórólfur Þórlinds-
son prófessor. Nefnd þessi mun væntanlega skila
áliti í byrjun árs 1990.
Það er von okkar allra sem í nefndinni sitjum að
þær breytingar sem framundan eru í menntunar-
málum hjúkrunarfræðinga megi takast sem allra
best og verða öllum þeim sem að þeim standa til
sóma og til gæfu fyrir þá er þeirra munu njóta.
Fyrir hönd samstarfsnefndar NHS og HÍ
Herdís Sveinsdóttirog Sigríður Halldórsdóttir
ICN 3M styrkurinn
Styrkþegar eru frá Grikklandi, (srael og Puerto
Rico.
Þrjátíu sóttu um styrkinn sem hver er að upphæð
7.500 US dollarar. Það er Minnesota Mining and
Manufacturing Company (3M) sem í samvinnu við
Alþjóðasamband hjúkrunarfræðinga hefur veitt
þessa styrki síðan 1970.
Despina Sapaountzi, Grikklandi fær styrk til að
Ijúka Master Degree í endurhæfingahjúkrun. Hún
er hjúkrunarforstjóri við bæklunarlækningasjúkra-
hús.
Tamar Ben-Or, Israel fær styrk til að Ijúka Master
Degree í hjúkrun. Hún er aðstoðarmaður heilbrigð-
isráðherra í málefnum heilsugæslunnar.
Gloria Ester Oritz Blanco frá Puerto Rico fær styrk
til að Ijúka doktorsgráðu. Hún hefur unnið með
háskólum og framhaldsskólum á Puerto Rico og
nágrenni við að þróa námsskrá í hjúkrun.
ICN 3M styrkþegar eru valdir út frá landfræðilegu
sjónarmiði þannig að einn styrkur fer til Norður-
Suður-Ameríku og eyjanna í Karabíska hafinu.
Austur-Vestur Evrópa fær annan og sá þriðji fer til
Asíu, Afríku og austurhluta Miðjarðarhafs.
Hjúkrunarforstjóri
Hjúkrunarforstjóri óskast að Heilsugæslustöðinni á Dalvík.
Til Dalvíkurlæknishéraðs heyra Hrísey, Svarfaðardals-
hreppur og Árskógsströnd. (búar eru um 2400 (þar af 1430 á
Dalvlk).
Æskilegt er að umsækjandi hafi sérnám í stjórnun eða
heilsuvernd.
Upplýsingar veita Þóra Ákadóttir hjúkrunarforstjóri í síma
96-61500 eða 96-61567 og Lína Gunnarsdóttir formaður
stjórnar í síma 96-61500 eða 96-61365.
Stjóm Heilsugæslustöövarinnar