Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Side 50
Bandaríkjunum, Robert Tiffany
frá Englandi, Helen Evans frá Kan-
ada, Dr. Jean Grayson frá Trinitad
og Tobago, Dr. Serara S. Kupe frá
Botswana, Sophia Kyriakidou frá
Kýpur, Durga J. Mehta frá Ind-
landi, Dr. Hiroko Minami frá
Japan og Ruth Quenzer frá Sviss.
Sigþrúður Ingimundardóttir,
Pálína Sigurjónsdóttir
19. Alþjóðaþing hjúkrunarfræð-
inga var haldið í Seoul í Kóreu dag-
ana 28. maí-2. júní en þessi þing
eru haldin fjórða hvert ár. Milli
8000 og 9000 hjúkrunarfræðingar
frá 71 landi sóttu þingið en alls eru
aðildarfélögin í alþjóðasamvinnu
hjúkrunarfræðinga (ICN) 101. Frá
síðasta alþjóðaþingi hefur þeim
fjölgað um fjögur með inngöngu
hjúkrunarfélaganna í Bangladesh,
Brunei, Möltu og Monaco. ís-
lensku þátttakendurnir voru 8.
Opnunarhátíðin var með mikl-
um glæsibrag. Fulltrúar á þinginu
gengu inn undir þjóðfána síns
lands, margir í þjóðbúningum.
Fráfarandi formaður, Nelly Gar-
zon frá Columbíu flutti ávarp og
talaði um kjörorð þingsins „Hjúkr-
un - önnur á morgun" (Nursing - A
New Tomorrow). í ræðu sinni
hvatti hún hjúkrunarfræðinga um
heim allan til að standa saman um
félagsleg, mannúðleg og siðfræði-
leg málefni.
Forsætisráðherra ávarpaði þing-
fulltrúa og sagði m.a.: „Ég er sann-
færður um að þetta þing verður
friðar- og vináttuhátíð fyrir hjúkr-
unarfræðinga um allan heim og nær
jafn góðum árangri í átt að mark-
miðum sínum og Olympíuleikarn-
ir.“ Opnunarhátíðinni lauk með
stórglæsilegri kóreanskri danssýn-
ingu.
Níu málaflokkar voru teknir til
umræðu á þinginu:
- að tryggja réttlæti með mannúð-
legri umönnun - (Ensuring just-
ice through humanitarian care)
- Siðfræðileg íhugunarefni fyrir
21. öldina-(Ethical Considerati-
ons for the 21st century)
- Breytt viðhorf í heilsugæslu -
(The Changing Scene in health
care)
- að taka ákvarðanir um heilbrigð-
isstefnu - (Health policy decisi-
on-making)
- Efnahagsmál: Hinir fjársterk-
ustu lifa af á 21. öldinni. (Econo-
mics: Survival of the fiscally fitt-
est in the 21st century)
- Tæknilegar framfarir: Áhrif á
gæðahjúkrun (Technological
advances: Impact on the delivery
of quality nursing care)
- Staðlar: Ferli til bættrar hjúkr-
unar og menntunar (Standards:
Pathways to quality in nursing
practice and education)
- Hjúkrunarkenning - áhrif
hennar á starfsemi og menntun
(Nursing theory - influencing
practice and education)
- Samvinna hjúkrunarfræðinga frá
ólíkum menningarsvæðum -
(Crosscultural cooperation
among nurses)
Undir þessum málaflokkum voru
fluttir fjölmargir fyrirlestrar á
þremur tungumálum, þ.e. ensku,
frönsku og spænsku, en enska var
opinbera málið.
Á fundi fulltrúa (ICN) urðu
miklar umræður um hvert opinbera
málið skyldi vera og að lokum var
samþykkt að málin þrjú skyldu hafa
jafna stöðu frá árinu 1993. Kemur
þetta til með að hafa mikinn kostn-
aðarauka fyrir ICN í för með sér,
m.a. þarf þá að þýða öll málskjöl á
þrjú tungumál.
Fyrirlestrum fækkaði verulega
frá því sem upphaflega var tilkynnt
en þrátt fyrir það var af nógu að
taka og vandi að velja og hafna.
Fyrirlestrar voru í gangi allan dag-
inn frá morgni til kvölds og var
fjallað um þrjá málaflokka á sama
tíma. Flesta daga voru hringborðs-
umræður um fjölmörg umræðu-
efni.
Of langt mál yrði að fj alla um alla
þá fróðlegu fyrirlestra sem undir-
rituð hlýddi á í Seoul en mig langar
til að gera stutta grein fyrir nokkr-
um þeirra.
Youmiko Hayama, DN.Sc., sem
starfar við heilbrigðis- og umhverfis-
málaráðuneyti í Tokyo, talaði um
mannréttindi geðsjúkra og álagið
sem stafar af geðsjúklingi í fjöl-
skyldu. Samkvæmt japanskri hefð
hefur verið lögð meiri áhersla á að
fjölskyldan annist sjúklinginn en
samfélagið. Á síðustu áratugum
hefur geðsjúkrahúsum í Japan
fjölgað úr 506 árið 1960 í 1604 árið
1985. Enn er sjúkrarúmum að
fjölga þar og meðaldvalartími (530
dagar) að lengjast, sem er öfugt við
þá þróun sem hér hefur átt sér stað.
Árið 1987 var heilbrigðislög-
gjöfin í Japan endurskoðuð og
áhersla lögð á að byggja skyldi upp
félagslega aðstöðu fyrir geðsjúka
og létta með því þungri byrði af
fjölskyldum sem fá lítinn stuðning
frá hinu opinbera.
Fyrirlesarinn hvatti hjúkrunar-
fræðinga til að styðja þessa stefnu
og stuðla að því að dvöl á stofn-
unum verði stytt og sjúklingarnir
fái félagslega aðlögun sem stuðlar
að því að þeir geti lifað eðlilegu lífi í
samfélaginu.
Tveir fyrirlestrar fjölluðu um
heimilislausar fjölskyldur og ein-
staklinga sem eru gífurlegt vanda-
mál í stórborgum heimsins. Annar
var um heimilislausa í Bandaríkj-
unum en hinn í London.
Fyrri fyrirlesturinn var eftir Mar-
garet Rafferty og fleiri hjúkrunar-
fræðinga er starfa við háskólasjúkra-
húsið á Long Island, New York.
í Bandaríkjunum er talið að 3
milljónir manna séu heimilislausar
og þar af eru nálægt 30% einstæðar
mæður og börn þeirra. Andlegar,
félagslegar og líkamlegar þarfir
þessara fjölskyldna eru gífurlegar
en úrræði til að bæta úr þörfum
þeirra er annað hvort ekki fyrir
hendi eða sorglega ófullnægjandi.
Þrátt fyrir skort á viðunandi
úrræðum og oft léleg vinnuskilyrði,
hafa hjúkrunarfræðingar verið
meðal þeirra sem unnið hafa að því
að veita heimilislausum fjölskyld-
um aðstoð.
Bandaríski fyrirlesarinn sagði frá
nýjustu rannsóknum sem gerðar
hafa verið á heimilislausum fjöl-
skyldum og aðstæðum þeirra, að
gerðum hjúkrunarfræðinga þeim til
bjargar og öflugri pólitískri baráttu
fyrir þeirra hönd.
44 HJÚKRUN - 65. árgangur