Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Side 52

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Side 52
11) aö starfa á faglegan/siðferði- legan hátt, og 12) að vera valinn til að annast ástvin. Könnunin leiddi í ljós að ýmsir þættir úr lífsreynslu nemanna höfðu áhrif á forspána; svo sem virðing foreldra fyrir skoðunum nemanna, þátttaka í félagsstarfi og skipulagi, reglusemi o.fl. Athygli vakti að í sambandi við árangur í starfi var það ávinningur ef nem- arnir voru óánægðir með inntöku- prófið eða voru í hlutastarfi jafn- hliða náminu. Það virtist augljóst að leiðbeinendur meta mikils sjálf- stæðan hugsunarhátt, frumkvæði og áræði til að taka afgerandi ákvarðanir fyrsta árið í starfi. Fyrir- lesarinn lagði áherslu á að hlúa þyrfti að þessum eiginleikum og nota þá til að breyta hjúkrunar- þjónustunni svo hjúkrunarfræð- ingar hljóti verðskuldaða viður- kenningu. Fyrirlestur Diane K. Corcoran, Ph.D. frá San Antonio í Texas fjall- aði um fólk sem komist hefur í dauð- ann. Að því er virðist er reynsla þessa fólks svipuð frá einum til ann- ars án tillits til menningaráhrifa, trúarbragða og félagslegrar stöðu. Fólk lýsir þessari upplifun sinni sem ólýsanlegri vellíðan, fegurð, friði og að lokum yfirskilvitlegu ástandi. Margir sem lifa af eru lausir við ótt- ann við dauðann. Fyrirlesarinn vakti athygli á hve þáttur hjúkrunarfræðinga er mikil- vægur í ferlinu sem dauðvona sjúkl- ingar þurfa að ganga í gegnum. Hún sagði að sjúklingurinn leitaði til hjúkrunarfræðingsins um þann stuðning í andlegum og líkam- legum efnum sem heildræn hjúkrun á að bjóða upp á en það væri alltof algengt, að sjúklingar væru útskrif- aðir af sjúkrahúsum án þess að hafa átt þess kost að deila reynslu sinni með einstaklingi sem hefur þekk- ingu á málefninu. Hún varaði við því að afneita tilvist þessa fyrir- bæris eða koma með rök sem geta verið skaðleg fyrir tilfinningalíf sjúklingsins. Sagðist hún telja nauðsynlegt að fella sérstaka kennslu um þetta efni inn í náms- skrá í hjúkrun svo hjúkrunarfræð- ingar verði í stakk búnir til að ann- ast slíka sjúklinga. Fyrirlestur Veronu C. Gordon, Ph.D. við háskólann í Minnea- polis, fjallaði um þunglyndi hjá konum en kannanir í 30 löndum hafa sýnt að þunglyndi er algengara meðal kvenna en karla og jafnvel konur í blóma lífsins þjást af þung- lyndi (Wessing 1984). í Bandaríkj- unum fylla 40 milljónir manna þennan hóp og tveir þriðju þeirra eru konur (Lobel & Hirschfeld, 1985). Lækniskostnaður hefur auk- ist gífurlega vegna þessara kvenna, tíðra heimsókna þeirra til lækna vegna geðrænna og líkamlegra ein- kenna, lyfjaávana og innlagna. Tilgangurinn með fyrirlestrinum var að kynna skammtímahópmeð- ferð sem kennd er við Gordon og hefur skilað mjög góðum árangri, dregið úr þunglyndi og aukið sjálfs- traust kvennanna. Bæði í Banda- ríkjunum og Bretlandi hafa rann- sóknir verið gerðar til að prófa aðferðina, sem byggist á hugrænni atferlismeðferð fyrir miðlungs þunglyndar konur. (Gordon & Gor- don, 1987). Geðhjúkrunarfræðing- ar eru virkir þátttakendur í þessari hópmeðferð sem gerir það að verk- um að fjárhagslegur sparnaður er 74%. Helstu áhersluþættir í meðferð- inni eru: 1) að hjálpa konum að ná tökum á streitu, og taka virkan þátt í að gæta heilsu sinnar; 2) að koma í veg fyrir alvarlegt þunglyndi; 3) að styrkja fjölskyldubönd með því að auka sjálfsálit eigin- kvenna/mæðra; 4) að bæta við þekkingu á þung- lyndi hjá konum; Hjúkrunarfræðingar sem kynnt hafa sér aðferð Grodon’s starfa sjálfstætt með hópa þunglyndra kvenna. Síðasti fyrirlesturinn sem ég vil minnast á fjallaði um starfsemi fjöl- skyldna sem hafa ólæknandi sjúkl- ing innan sinna vébanda. Fyrirles- ari var Janice M. Bell, Ph.D. frá hjúkrunardeildinni við háskólann í Calgary, Kanada. í þessum fyrirlestri var sagt frá niðurstöðum könnunar sem gerð var til að setja fram kenningar um: 1) gagnkvæm tengsl milli starfsemi í fjölskyldu og ólæknandi sjúkdóms; 2) áhrif fjölskylduhjúkrunar á starfsemi fjölskyldna sem eiga við ólæknandi sjúkdóm að stríða. Fjölþætt könnun á tilfellum (Kazdin, 1982) var notuð tl viðmið- unar en þar voru kannaðar 11 fjöl- skyldur sem áttu ástvini haldna ólæknandi sjúkdómum. Könnunin fór þannig fram: 1) fjölskyldurnar voru látnar fylla út skýrslur þrisvar sinnum 2) hver fjölskylda hitti hjúkrunar- teymi í það minnsta sex sinnum 3) hver fjölskylda fékk fjölskyldu- hjúkrun (sem byggist á samþætt- ingu hjúkrunar, kerfiskenninga og hugtaka úr fjölskyldumeð- ferð). Með nákvæmri athugun á mynd- bandsupptökum, sem teknar voru á meðan á viðtölum við hjúkrunar- fræðingana stóð, fékkst samfellt mat á strfsemi fjölskyldnanna og breytingum sem áttu sér stað eftir því sem á leið. Niðurstöður þess- arar könnunar sýna, hve viðhorf fjölskyldna skipta miklu máli og hve sterk áhrif þau hfa á ólæknandi sjúkdóm. Hnitmiðaðar aðgerðir sem breyttu viðhorfum fjölskyld- unnar ullu breytingum í starfsemi hennar og bættu líðan allra við- komandi. Allur undirbúningur og fram- kvæmd þingsins var til mikillar fyrirmyndar. M.a. voru 500 sjálf- boðaliðar á staðnum tilbúnir að aðstoða gestina og greiða götu þeirra. Boðið var upp á skoðunar- ferðir um Seoul og nágrenni og einnig gafst kostur á að skoða sjúkrahús. Seoul á sér langa sögu og ekki þurfti langt að fara frá þingstaðnum til að sjá gullfallegar aldagamlar byggingar. Ein þeirra er Kyong- höllin sem upphaflega var byggð 1394 en endurbyggð á 17. öld. 46 HJÚKRUN1/fa-65. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.