Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Page 57
Helga Jóna Ásbjarnardóttir, Soffía Karlsdóttir sjúkraliðar
Fordómar í garð geðsjúkra
- getum yið eytt þeim?
Verkefni unnið í Sjúkraliðaskóla íslands á vorönn 1989
HelgaJóna
Geðsjúklingar eru sá hópur
öryrkja sem búa við hvað
mestafordóma. Hvers vegna?
Ástceðan hlýtur fyrst og
fremst að vera þekkingar-
skortur almennings og
hrœðsla við hið óþekkta og
óskiljanlega. í þessari ritgerð
er œtlunin að gera lítillega
grein fyrir fordómum, og
reyna að svara spurningunni
sem felst í nafni hennar.
Geðræn vandamál er ástand sem
fylgt hefur mannkyninu alla tíð, og
afstaða manna til þeirra hefur mót-
ast af menningu og þekkingu hvers
tíma. I fyrndinni var álitið að geð-
veikir væru í beinu sambandi við
guðina og þess vegna var þeim sýnd
óttablandin virðing. Þetta viðhorf
hefur reyndar komið fram hjá frum-
stæðum þjóðflokkum enn í dag, og
líka sú árátta að drepa þá sem geð-
veikir voru, til þess að koma þeim
hið snarasta heim til föðurhúsanna!
A miðöldum var hins vegar talið að
geðræn vandamál væru af hinu illa,
og þá komu til sögunnar galdra-
brennur, dáraskip, afskekkt hæli og
jafnvel fangelsi, þar sem geðveik-
um var komið fyrir. Þessu fylgdu
svo misþyrmingar og önnur slæm
meðferð sem jafnvel leiddi til
dauða.
Hér á íslandi hafa viðhorfin verið
margs konar. í Grágás (1117-1118)
eru ályktanir um geðsjúka mjög
raunsæjar, t. d.:
aðhæpiðséaðtreystabata,hafi
hann ekki haldist árlangt,
- að gera þurfi ráð fyrir að hinn
sjúki þurfi á gæslu að halda, og
auka þurfi heimilisaðstoð af
þeim sökum."1*
En þróunin var sorgleg. í Jóns-
bók (1280-1314) kveður aldeilis við
annan tón. Þar eru geðsjúkdómar
skilgreindir þannig, að djöfullinn
sjálfur hafi tekið sér bólfestu í
sjúklingnum, þ.e. sjúklingurinn
væri haldinn illum anda. Og auð-
vitað þurfti að fjötra þennan illa
anda. Lækningin var grasaseyði úr
vígðu vatni og sjö messur lesnar
yfir!
Það var ekki fyrr en á síðustu öld,
sem í raun og veru var farið að veita
geðveikum aðhlynningu sem mann-
legum verum.
Þorgrímur Johnsen, héraðslækn-
ir, ritaði í ársskýrslu sína 1871:
„Ég leyfi mér, við þetta tækifæri,
Soffía
að geta þess, að engir sjúklingar hér
á landi eru svo illa settir sem hinir
geðsjúku, þar sem ekki er að finna
eitt einasta geðveikrahæli hér á
landi, og ég þekki mörg dæmi þess,
að vegna þessara aðstæðna og til
þess að gera þannig sjúklinga
hættulausa, hafa menn neyðst til að
grípa til þeirra villimannlegu
aðgerða að loka sjúklingana inni í
þröngum kössum með litlu opi fyrir
framan andlitið. Þessir kassar eru
síðan settir í eitthvert útihús til þess
að sjúklingarnir trufli ekki ró ann-
arra.“2)
Þessi skrif urðu kveikjan að því
að Kleppsspítalinn var reistur, og
tók hann til starfa 27. maí 1907. Það
var stórt skref í rétta átt og ófá spor
hafa verið stigin síðan, sem ekki
verður fjölyrt um hér. En fordóm-
arnir hafa ekki horfið. Það hefur
alltaf hvílt mikil leynd yfir geðsjúk-
dómum. í ímynd fjöldans er geð-
HJÚKRUN%9-65. árgangur51