Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Page 59
um leið og ég nálgast gengur hann
burt eins og hann hafi séð draug.
Þegar ég sé hann fjarlægjast mig
verð ég innilega sár og leið og bið
um að vera keyrð inn á spítala aftur
enda bæjarleyfið að verða útrunn-
ið. Ég átti að mæta inn á deild aftur
klukkan ellefu um kvöldið.“1 2 3 4 5 6 7)
Þessi dæmi sýna okkur ýmsar
hliðar, ekki satt?
Hvað skyldi almenningur vita um
Kleppsspítalann? Heldur fólk í
raun og veru að þar sé eingöngu
fólk í spennitreyjum, öskrandi eða
æðandi um froðufellandi innan við
rimlaglugga, eins og í ýktum bíó-
myndum? Sumir halda að þeir sem
þurfa á hjálp að halda frá Klepps-
spítala séu lítið menntaðir og mest-
megnis úr verkamannastétt. Þetta
er svo mikil vanþekking og for-
heimska sem mest getur verið. Það
er fólk með sömu vandamálin, úr
öllum stéttum þjóðfélagsins, sem
kemur til meðferðar á Kleppsspít-
ala og á aðrar geðdeildir Land-
spítalans og Borgarspítalans.
Áður fyrr var fólki með geðræn
vandamál „komið fyrir“ á Kleppi,
og þar fékk það að vera eins lengi
og ættingjar eða sveitarfélag borg-
aði fyrir að vera laust við ábyrgðina
á því. í dag er reynt að endurhæfa
þessa einstaklinga, hjálpa þeim að
horfast í augu við sjúkdóm sinn og
taka þátt í eigin lækningu, ef hún er
möguleg, eða að minnsta kosti fá
betri heilsu.
Hver einstaklingur þarf að vita
hvað hann sjálfur getur gert til að
viðhalda heilbrigði og fyrirbyggja
sjúkdóma, því það, að vera alltaf
þiggjandi er niðurdrepandi fyrir
sjálfstraust og sjálfsvirðingu.
Félagsleg endurhæfing er kannski
sá þáttur, sem mikilvægastur er til
þess að koma í veg fyrir ævilanga
fötlun. Það gengur hægt, það
skyldu þó ekki vera til fordómar?
Við skulum hlusta á orð sjúklings,
sem fengið hafði bata.
„Er það virkilega svona erfitt,
„kerfið“? hafir þú ekki peninga eða
klíku til að komast út í lífið þá ertu
dauðadæmd. Eða er það ég sjálf
sem skapa mér þessa erfiðleika
með hugsunum? Þú ert oft það sem
þú hugsar. Svo segir fólk aðþú hafir
rangar hugmyndir. Ég finn fordóm-
ana allt í kringum mig. Það er ekk-
ert skrítið þótt maður reyni að ögra
kerfinu? Þrátt fyrir ískaldan veru-
leikann er leikaraskapurinn svo
mikill sem fylgir því að vera „mann-
eskja“. Passir þú ekki inn í „kerfið“
ertu stimpluð „GEÐVEIK“.“8)
Hljómar þetta ekki eins og neyð-
aróp?
Mikið vantar á ennþá, að til séu
nægir vinnustaðir til að veita
þessum sjúklingum áframhaldandi
þjálfun og atvinnu.
Sannleikurinn um fordómana er
líklega sá, að þeir verða til hjá
okkur, þeim „heilbrigðu“, ef kalla
má það fólk heilbrigt sem lætur
Allt sem þér viljið
að aðrir menn gjöri yður
það skuluð þér
og þeim gjöra
svona nokkuð viðgangast. Erum
við ekki að fela okkur á bak við for-
dómana? Fela okkar eigin skömm
yfir þeim vanmætti sem við finnum
fyrir gagnvart geðrænum vanda-
málum?
Og þá er það stóra spurningin,
hvað getum við gert til að breyta
þessu? Getum við eytt fordómun-
um?
Nei, líklega verður þeim aldrei
eytt að fullu.
En við getum dregið úr þeim, og
hvernig förum við að því? Fyrst og
fremst verður að opna umræðu um
þessi mál, og stórauka fræðslu sem
getur breytt viðhorfunum og
stuðlað að því, að geðsjúkir fái
betri viðtökur úti í samfélaginu.
Vitneskjan um orsakir á yfirleitt
að gera fólki auðveldara um vik að
lagfæra ágalla sína, því verður hver
og einn að skoða eigin hug. Geð-
sjúklingar eru alls staðar á meðal
okkar í þjóðfélaginu, því með til-
komu nýrra lyfja er hægt að halda
ýmsum tegundum geðsjúkdóma
niðri. Því geta margir, sem eiga við
geðræn vandamál að stríða, lifað
eðlilegu lífi með reglulegri lyfja-
notkun og heilbrigðu líferni.
Aukin fræðsla, opin umræða
með kynningum t. d. í sjónvarpi, og
meiri skilningur eru einu vopnin
sem vinna á fordómum. Notum
þau.
Lokaorð
Við erum öll sérstök, af því við
erum einstaklingar, hvert með eigin
hugsanir, skoðanir og önnur sér-
kenni. Þess vegna er það hættulegt
að heimfæra eigin reynslu og skoð-
anir yfir á aðra. Og svo sérstakur er
enginn, að hann eigi ekki eitthvað
sameiginlegt með öðrum. Öll þörfn-
umst við samskipta og tjáskipta við
aðra. Og þó við búum á mismun-
andi stöðum á landinu, vinnum
margvísleg störf og séum mismun-
andi á okkur komin andlega og lík-
amlega, þá erum við fyrst og fremst
manneskjur og okkur á ekki að vera
sama hverju um annað.
Okkur langar að láta þessu lokið
með litlu ljóði sem við fundum á
töflu einnar deildarinnar á Klepps-
spítalanum og snart okkur djúpt.
VEISTU:
Að vonin er til
hún vex
inni í dimmu gili
eigirðu leið
þar um
þá leitaðu
í urðinni
leitaðu
á syllunum
og sjáðu
hvar þau sitja
lítil og veikbyggð
vetrarblómin
lítil og veikbyggð
eins og vonin.
Höfundur Þuríður Guðmundsdóttir.
HEIMILDASKRÁ
1. Þórunn Pálsdóttir -Almenn geðhjúkr-
un. Bœklingurum Kleppsspítala 75 ára.
2. Helga Thorberg - Minna „engin
venjulega mamma“ - Isafold - 1988.
3. Fræðsluþáttur frá Geðhjálp - Morgun-
blaðið 5. febrúar 1983.
4. Helga Thorberg - Minna. ísafold -
1988-bls. 105.
5. Helga Thorberg - Minna. Isafold -
1988-bls. 107-108.
6. Helga Thorberg - Minna. Isafold -
1988-bls. 110-111.
7. Helga Thorberg - Minna. ísafold -
1988-bls. 113.
8. Helga Thorberg - Minna. ísafold -
1988-bls. 140.
HJÚKRUN - 65. árgangur 53