Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Síða 60

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Síða 60
Ásrún Sæland Einarsdóttir, Bergdís A. Kristjánsdóttir, Kristjana Hreinsdóttir, María Anna Guðbrandsdóttir og Sigríður Jónsdóttir sjúkraliðar Fjötrar Fordómar — mannleg samskipti — efling sjálfstrausts Verkefni unnið í Sjúkraliðaskóla íslands á vorönn 1989 Tilfinningasveiflur í ýmsu formi eiga sér stað í lífi sérhvers manns. Aðeins þegar þessar sveiflur eru það miklar að þœr hindra starfshœfni mannsins er hœgt að kalla þœr sjúklegar. Andleg líðan ræðst af svo ótal mörgum áhrifum í flóknu samspili, í mannlífinu öllu.3) Frœðsla um geðheilbrigði er ákaflega lítil í samanburði við aðra þœtti heilsuverndar. Ef- laust stafar það að hluta til af viðhorfi almennings til geð- sjúkra. Málefnumþeirra hefur ekki verið haldið mikið á lofti, því okkur hœttir til að varpa frá okkur, því sem okkurþyk- ir óþœgilegt. Við œtlum að koma með okkar hugmyndir um leiðir til að koma á frœðslu og vekja umrœðu. Einnig hvernig efla má sjálfstæði og sjálfstraust geðsjúkra. Fordómar Fordómar í garð geðsjúkra eru staðreynd og er vissulega kominn tími til að reyna að takast á við þá. Trúlega verður aldrei hægt að vinna bug á þessum fordómum, en það ætti að vera hægt að draga úr þeim. Fordómar geta komið fram í ýmsum myndum t. d. það sem þykir eðlilegt í fari okkar, þykir óeðlilegt í fari þess sem hefur átt við geð- rænan vanda að stríða. Ef þeir reið- ast eða hækka röddina er fólk strax komið í varnarstöðu. Margir óttast að búa í nágrenni við geðsjúka og atvinnurekendur þora ekki að ráða þá í vinnu. Einstaklingur sem einhvern tíma hefur þurft að leita inn á stofnun fyrir geðsjúka, er brennimerktur og oft er þetta mark sett á alla fjöl- skylduna. Sem börn höfum við líklega flest hræðst geðsjúka, sem einhvers konar grýlur og reynt að forðast þá. Þetta sýnir okkur hversu miklir for- dómar eru ríkjandi að þeir skuli hafa náð tökum á okkur þegar í barnæsku. Fordóma má finna hjá öllum þjóðfélagshópum og ekki síst hjá hinum geðsjúku. Fordóma má oft- ast rekja til vanþekkingar og á henni verður aðeins unnið með fræðslu og aftur fræðslu. Til þess þyrfti að opna umræðu í samfélag- inu og fræða almenning og væri hægt að gera það með ýmsu móti. Væri t. d. hægt að nota fjölmiðla, og einnig kæmi til greina skipulögð fræðsla í skólum. Kynning þyrfti að fara fram á málefnum geðsjúkra innan fyrir- tækja, til að auðvelda þeim sem það geta, leiðina út á almenna vinnu- markaðinn. Heilbrigðisstéttir þyrftu að fá fræðslu um þessa sjúkdóma ekki síður en aðra, því hver þekkir ekki reingulreiðina sem oft vill skapast þegar einhver andlega vanheill þarf að leggjast inn á almenna deild. Einn möguleikinn til að skapa umræðu og sem áreiðanlega skilaði árangri, væri að virkja fjölskyldur þessara einstaklinga. Þær eru oft undir miklu álagi, sem vill vera samfara umgengni við hinn geð- sjúka. Auk þess að þurfa að kljást 54 HJÚKRUN AÁ'i - 65. árgangur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.