Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Page 62

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Page 62
Efling sjálfstrausts „Sá sem hefur heilbrigða sjálfs- ímynd er sáttur við sjálfan sig, er ánægður með getu sína og all- raunsær á takmarkanir sínar.‘ll) Þeir sem eiga við geðræn vanda- mál að stríða eru oftast með sjálfs- ímyndina í lágmarki og vanmeta sig. Þeir missa allan vilja til persónu- legs hreinlætis og finna vanmátt sinn í því sem þeir taka sér fyrir hendur. Því þarf að hvetja þá til sj álfshj álpar svo þeir séu færir um að sinna sínum daglegu þörfum. Rétt fæði er einnig mikilvægt, því oft er næringarástand þessa fólks ekki gott, sérstaklega ef það hefur verið veikt um langan tíma og ekki haft hugsun á að nærast. Þetta fólk er oft mjög eirðarlaust og þess vegna verðum við að reyna að sjá til þess að það hafi eitthvað fyrir stafni og getum byrjað á því að fá það til að vinna létt verk. Við verðum að varast að velja of erfið verkefni heldur auka við þau smám saman. Á stofnunum fer þessi vinna fram í iðjuþjálfun. Seinna meir geta sumir farið að starfa á vernduðum vinnustöðum og alltaf er einhver hluti sem fer út á hinn almenna vinnumarkað. Líka þarf að aðstoða þá ef þeir hafa engan samastað, að verða sér úti um húsnæði, t. d. í sambýlum ef þeir hafa ekki getu til að vera einir. Það þarf að hjálpa þessu fólki til að verða fjárhagslega sjálfstætt, sem er einn liðurinn í að auka sjálfstraust þeirra. Koma þarf í veg fyrir að þeir ein- angri sig, með því að reyna að styrkja tengsl við fjölskyldu og vini. Einnig er mikilvægt að fólk finni sér tómstundir sem það hefur áhuga á og veldur, því það eflir sjálfstraust þeirra og veitir vellíð- an. En allt verður þetta að byrja innan frá. Því betur sem þeir taka sjálfan sig í sátt, þeim mun betur sætta þeir sig við lífið og tilveruna. Lokaorð Eftir að hafa unnið að þessari rit- gerð teljum við okkur vera nokkru nær um þau vandamál, sem þessir einstaklingar eiga við að etja. Það hefur vakið okkur til um- hugsunar og kannski gert okkur eitthvað hæfari til að skilja vanda þeirra, að minnsta kosti hefur þetta orðið til þess að dregið hefur úr okkar fordómum. Við höfum gert grein fyrir hug- myndum okkar til að auðvelda þeim lífið, en líklega eru til ótal aðrir möguleikar sem mætti nýta. Sérmenntaðir faghópar og aðrir er vel þekkja til málefna geðsjúkra þyrftu að taka höndum saman og koma á skipulagðri fræðslu. Það kæmi okkur öllum til góða, ef allir þjóðfélagshópar gætu búið og starfað við sem eðlilegastar aðstæður. HEIMILDASKRÁ 1. Fræðsluefni frá Vistheimilinu Vífils- stöðum. 2. Fræðsluefni frá Sjúkraliðaskóla fslands. 3. Þórunn Pálsdóttir: Almenn geðhjúkr- un. Gefið út fyrir geðdeildir Landspítal- ans. Hjúkrunarfélag íslands Ritstjórastarf Staða ritstjóra tímarits Hjúkrunarfélags íslands er laus til umsóknar frá 15. janúar 1990. Hér er um 80% stöðu að ræða. Umsóknarfrestur er til 31. desember 1989. Allar nánari upplýsingar veitir Sigþrúður Ingimundardóttir formaður Hjúkrunarfélags ísiands, sfmi 68 75 75. 56 HJÚKRUN1 2 3 4/fo-65. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.