Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Side 63

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Side 63
Hjördís Guðbjörnsdóttir, heilsugæsluhjúkrunarfræðingur, María Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur, B.S., SóleyBender, hjúkrunarfræðingur, M.S. + fjórir kaflar UM UISGUMGA Sýnishorn úr bókinni Hjördís María Sóley Þessa fróðlegu smábók gaf prentsmiðjan ísafold út árið 1988. Hún er öllum ung- mennum nauðsynleg. Bókin er rituð á fallegu, skiljanlegu máli. Höfundar og útgefandi eiga þakkir skilið fyrir þetta góða framlag til að upplýsa unga fólkið okkar. Bókin fœst í Bókabúð ísafoldar og verður dreift á vegum Námsgagna- stofnunar. Hún kostarkr. 300. Kynlíf- hvað er það? A unglingsárunum vakna kynferð- islegar hugsanir og þrár. Þessar hugsanir eða ímyndanir geta verið á ýmsa vegu. Þú lætur þig ef til vill dreyma um kennarann þinn eða þú ímyndar þér að þú eigir í áköfu ást- arsambandi við fræga poppstjörnu. En þetta eru einungis venjulegir dagdraumar sem flesta dreymir. Stundum hjálpa slíkir dagdraumar þér við að kynnast nánar eigin til- finningum og löngunum. Hugsanir sem þessar eru ósköp saklausar og þó þú látir þig dreyma er alls ekki víst að þú viljir að það gerist í raun- veruleikanum. Á þessum tíma ert þú ef til vill að velta fyrir þér hvað kynlíf sé. Mörgum finnst kynlíf eingöngu vera samfarir en kynlíf er í raun miklu meira en það. Það getur til dæmis verið að láta sér líða vel saman, tala saman í einlægni, kyssast, strjúka hvort öðru, faðm- ast og margt fleira. Kynlíf er ekki endilega meðfætt heldur þarf einnig að læra það. Enginn lærir í eitt skipti fyrir öll að lifa kynlífi. Þar er ekki eitt rétt og annað rangt, heldur skiptir þar mestu tilfinning hvers og eins. Það sem einum finnst gott finnst öðrum jafnvel vont, því er svo mikilvægt að hver og einn segi hvað honum finnst gott og hvað hann vill. Sumir unglingar kvarta undan því að þeir fái lítið út úr kyn- lífi. Ástæðurnar geta verið margar, til dæmis að þeir þora ekki að segja hvað þeim finnst notalegt eða að viðkomandi stundar kynlíf vegna þrýstings frá öðrum án þess að langa til þess sjálfan. Margar stelpur halda að þær eigi að láta HJÚKRUN4fe-65. árgangur 57

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.