Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Side 65

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Side 65
dægurs. Ef svar er neikvætt og hafi blæðingar ekki byrjað viku seinna þurfið þið að fara með þvagprufu frá stúlkunni aftur. Ef svarið er hins vegar jákvætt þarf stúlkan að fara til læknis og fá frekari staðfestingu á að hún sé ólétt. Mikilvægt er að þið ræðið við foreldra ykkar eða forráðamenn sem fyrst og munið þá að foreldrar eru í flestum tilfellum skilningsríkir og hjálpsamir þótt þeir komist í uppnám fyrst við frétt- ina. Einnig er nauðsynlegt að þið tvö ræðið ykkar á milli hvað gera skuli. Oft er gott að fá utanaðkom- andi aðstoð við að ræða saman og velta fyrir sér mögulegum lausnum. Þegar stúlka er ólétt hefur hún þrjá valkosti: 1 • Að ganga með barnið og ala það upp, ein eða með aðstoð. 2. Að fæða barnið og láta það í fóstur eða til ættleiðingar. 3. Að fara í fóstureyðingu. Fyrir flesta unglinga er enginn af þessum kostum góður en engu að síður þarf að gera upp hug sinn. Slíka ákvörðun er ekki hægt að taka í fljótræði en stúlkan hefur alltaf síðasta orðið. Lítum aðeins nánar á hvert atriði fyrir sig. Að eignast barn og ala upp Það er gott að spyrja sig í hrein- skilni, langar mig til að eignast barn? Hafir þú gert einhverj ar áætl- anir varðandi framtíðina geta þær breyst. Að ákveða að eignast barn er ein mikilvægasta ákvörðun sem maður tekur á lífsleiðinni. Það getur verið yndislegt að eiga barn. Það þarfnast manns. Það er fallegt og hefur mjúka húð sem gott er að strjúka. Það er notalegt að halda á því og hugga. En það er samt ekki alltaf jafn auðvelt og skemmtilegt. Barn- ið þarfnast ykkar allan sólarhring- inn, jafnt að nóttu sem degi. Það þarfnast ykkar ekki minna þegar þið eruð þreytt, syfjuð eða þegar ykkur langar út. Barnið skilur ekki þarfir ykkar, það hefur ekki þroska til þess. Sjaldnast eru unglingar færir um að valda því hlutverki að ala upp barn og hafa þess vegna þörf fyrir aðstoð sinna nánustu. En smám saman þurfa foreldrarnir að axla ábyrgðina sjálfir. Að setja barn ífóstur eða til œttleiðingar Það er hægt að setja barn í fóstur til 16 ára aldurs eða gefa barnið til ætt- leiðingar. Við ættleiðingu afsalið þið ykkur öllum rétti til barnsins. Það er best fyrir barnið að þið látið það frá ykkur sem yngst, helst strax eftir fæðingu. Það er einnig auð- veldara fyrir ykkur áður en þið hafið tengst því sterkum böndum. Fyrir flesta er þetta hins vegar erfið ákvörðun. En það er þó gott að vita af barninu hjá fólki sem getur og vill gjarnan ala það upp. Fóstureyðing Þið þurfið að athuga vel fyrrnefnda valkosti áður en þið ákveðið að velja fóstureyðingu. Fóstureyðing er mjög umdeild, þið þurfið því að velta vandlega fyrir ykkur öllum þeim þáttum sem mæla með eða á móti þessari aðgerð áður en þið takið ákvörðun. Veltið fyrir ykkur hvað gerist fari stúlkan ekki í fóstur- eyðingu. Vill hún ganga með barn í níu mánuði? Vill hún fæða barn? Eruð þið tilbúin til að verða for- eldrar? Hvað finnst ykkur um ætt- leiðingu? Hvaða skoðun hafið þið á fóstureyðingu? Fari stúlkan ekki í fóstureyðingu eignast hún barnið. Um þetta verðið þið að taka ákvörð- un. Ef niðurstaðan er fóstureyðing þarf stúlkan að hafa samband við HJÚKRUN Vw - 65. árgangur 59

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.