Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Síða 66
heimilislækni, félagsráðgjafa eða
kvensjúkdómalækni. Þargetur hún
fengið nauðsynlegar upplýsingar og
leiðbeiningar. í lögum um fóstur-
eyðingar (Stj.tíð. A, nr. 25/1975) er
tekið fram hverjum er heimilt að fá
fóstureyðingu. Það er mjög mikil-
vægt að hafa samband við félags-
ráðgjafa eða lækni strax og þið vitið
að stúlkan er ólétt því fóstureyð-
ing er tiltölulega einföld aðgerð ef
hún er framkvæmd fyrir 12. viku
meðgöngu (reiknað frá 1. degi síð-
ustu tíða). Eftir 12 vikna meðgöngu
er mjög erfitt að fá fóstureyðingu.
Þetta er alvarleg ákvörðun og
þarfnast umhugsunar. Því er mikil-
vægt að þið ræðið tilfinningarykkar
sem fyrst við foreldra, forráða-
menn eða einhvern sem þið treyst-
ið. Trúlega gerir enginn það með
vilja að lenda í þessari aðstöðu,
sem fyrir flesta er erfið og veldur
andlegu álagi og sársauka. Þið
skuluð því hugsa ykkur vel um áður
en þið ákveðið hvort þið hafið sam-
farir og taka ekki neina áhættu.
Hvert átt þú að leita vanti þig
upplýsingar eða ráð
Þegar margt er að gerast í lífi okkar
verðum við óörugg og kvíðin og
ýmsar spurningar vakna. Hafir þú
einhverjar slíkar spurningar er
nærtækast að leita til foreldra þinna
eða einhvers sem þú getur treyst og
veist að vill þér vel, vill hlusta á þig
og leiðbeina þér. Þú getur alltaf
leitað til skólahjúkrunarfræðings,
skólalæknis, heimilislæknis eða
kennara þíns. Einnig getur þú talað
við prestinn þinn.
Margir hrista höfuðið þegar
minnst er á foreldra í þessu sam-
bandi. Ef til vill ert þú ein/einn
þeirra, ert feimin/n að ræða um til-
finningar þínar og spyrja foreldra
þína um mál sem þér finnst við-
kvæm. Þú heldur ef til vill að þau
vilji ekki ræða við þig. Hefur þú
hugleitt að hugsanlega finnst for-
eldrum þínum jafn erfitt að byrja
og eru jafn feimin og þú. Oftast
vonast foreldrar til að börn þeirra
hafi sömu eða svipaðar skoðanir og
þeir sjálfir en þið þurfið ekki að
vera sammála um allt. Reyndu að
virða skoðanir þeirra og þau munu
þá líklega virða þínar. Sýndu þeim
traust og þau munu treysta þér.
Á flestum skólabókasöfnum eru
til bækur um unglingsárin, getnað-
arvarnir og fleira. Bæklingar um
getnaðarvarnir og kynsjúkdóma
eru gefnir út af landlæknisembætt-
inu og þá er hægt að fá til dæmis á
öllum heilsugæslustöðvum. Starfs-
fólkið þar er líka tilbúið að ræða við
þig. Kynfræðsludeild Heilsuverndar-
stöðvarinnar við Barónsstíg er opin
á mánudögum kl. 16:15 til 18:00.
Þar getur þú rætt við hjúkrunar-
fræðing, ljósmóður og lækni og
fengið tilvísun á getnaðarvarnir.
Unglingaráðgjöfin er í Garðastræti
16, Reykjavík og unglingadeild
Félagsmálastofnunar Reykjavíkur
er að Vesturgötu 17. Neyðarathvarf
RKÍ fyrir börn og unglinga er að
Tjarnargötu 35 s. 622266. Þangað
getur þú einnig leitað með áhyggjur
þínar.
Á þessu sérðu að þú ert ekki ein/
einn í heiminum. Hafir þú áhyggj-
ur, reyndu þá að ræða við einhvern.
Mörg vandamál leysast við að ræða
þau og þeir sem eldri eru hafa ef til
vill einhverjar tillögur um lausn
mála sem þér hafa ekki dottið í hug.
Ef þú ert að veltafyrir þér að hafa
samfarir í fyrsta skipti - staldraðu
þá við um stund og spyrðu þig eftir-
farandi spurninga:
? Á það við í sambandi okkar
núna?
? Höfum við haft góðan tíma til að
ræða saman um hvað er mikil-
vægt í lífinu?
? Er verið að þrýsta mér út í að
hafa samfarir eða er ég að þrýsta
á einhvern?
? Er ég hrædd/ur um að „sofi ég
ekki hjá“ þá hætti hann/hún við
mig?
? Hvernig heldur þú að þér muni
líða gagnvart sjálfri/um þér,
honum/henni og foreldrum þín-
um eftir á?
? Höfum við rætt um hvaða getn-
aðarvörn við ætlum að nota ef við
höfum samfarir?
? Er ég fær um að takast á við að
fæða og ala upp barn verði ég
ófrísk?
? Er ég fær um að styrkja og styðja
stúlkuna verði hún ófrísk?
? Ætla ég að taka þá áhættu að fá
kynsjúkdóm/a við samfarir?
Efnisyfirlit bókarinnar
er eftirfarandi:
1. Hver ert þú / hvað vilt þú?
2. Líkami þinn þroskast
Líkami stráka
Líkami stelpna
Ýmislegt um stráka og stelpur
3. Náin kynni
4. Kynhlutverk / kynhegðun -
ýmis viðhorf
5. Sjálfsfróun
6. Kynlíf- hvað er það?
7. Kvenskoðun
8. Betra er öryggi en áhætta
Pillan
Smokkurinn
Hettan
Sæðisdrepandi efni
Óæskilegar getnaðarvarni
fyrir unglinga
9. Ótímabær þungun
Að eignast barn og ala upp
Að setja barn í fóstur
eða til ættleiðingar
Fóstureyðing
10. Hvert átt þú að leita
vanti þig upplýsingar eða ráð
???????
Skrá yfir bækur og bæklinga
60 HJÚKRUN %9 - 65. árgangur