Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Síða 67
Minning
t
Við dagsins dýrðarljóma
ég daggarperlur sá
í bikar ungra blóma,
þá brosti lífsins þrá,
sem speglar margar myndir
á móti sólarbrá,
hve margar djúpar lindir
hinn litli dropi á.
Ólína Andrésdóttir
Ulrica Croné er látin eftir langvar-
andi og erfið veikindi. Með Ulricu
er gengin mikilhæf og virt kona
innan raða norrænna hjúkrunar-
fræðinga. Við sem til þekktum dáð-
umst að henni, hvernig hún eftir
hverja aðgerð, hverja lyfjameðferð
ávallt tók upp þráðinn að nýju, full
lífsvilja, slíkt gerir enginn nema
eiga mikið andlegt þrek og styrk.
Ulrica Croné var fædd 31. júlí
1932. Hún lauk hjúkrunarprófi árið
1955 frá hjúkrunarskólanum í Eskil-
tuna. Árin 1955-1962 starfaði hún
sem hjúkrunarfræðingur og deild-
arstjóri á hinum ýmsu deildum á
sjúkrahúsinu í Eskiltuna. Ulrica
lauk námi í hjúkrunarstjórnun árið
1966 og starfaði eftir það sem
hjúkrunarforstjóri við sjúkrahúsið
í Vásterás til ársins 1972.
Varaformaður sænska hjúkrun-
arfélagsins varð hún árið 1972 og
gengdi þeirri stöðu til ársins 1979 að
hún var kosin formaður.
Ulrica var valin formaður í Sam-
vinnu hjúkrunarfræðinga á
Norðurlöndum árið 1983. Formenn
hjúkrunarfélaganna sem mynda
SSN sitja í stjórn samvinnunnar.
Þannig urðu kynni okkar Ulricu
Ulrica Croné
formaður Samvinnu norrænna
hjúkrunarfræðinga og
sænska hjúkrunarfélagsins
gegnum norrænt samstarf hjúkrun-
arfræðinga. í þeim viðskiptum var
það ávallt ég er þáði, hvort heldur
það voru holl ráð handa formannin-
um eða sem einstaklingur.
Ulrica var sannkallaður sátta-
semjari þegar brúa þurfti ólíkar
skoðanir, var vel undirbúin og
stjórnaði fundum í stjórn af rögg-
semi en gætti þess ávallt að allir
gætu komið með sitt álit.
Það var lærdómsríkt að sjá
hvernig Ulrica hélt utan um hina
margslungnu starfsemi innan SSN,
hún gerði það á sinn einstaka hátt,
hafði sinn einstaka stjórnunarstíl
sem ásamt miklum mannkostum
gerðu hana að mikilhæfum stjórn-
anda.
Þau tíu ár sem Ulrica gegndi for-
mennsku í sænska hjúkrunarfélag-
inu voru tími umróta og breytinga,
bæði hvað varðaði menntun
sænskra hjúkrunarfræðinga og
félagslega stöðu þeirra. Ulrica var
ótrauð við að halda á lofti mikilvægi
hjúkrunar, að hjúkrun væri sjálf-
stæð fræðigrein og hjúkrunarfræð-
ingar bæru ábyrgð á henni. Ulrica
var góður fyrirlesari, siðfræði
starfsins, ábyrgðarskylda hjúkrun-
arfræðinga og rannsóknir í hjúkrun
voru hennar áhugasvið. Hæst reis
hún þó þegar hún hélt fyrirlestra
um það hvernig það væri að vera
sjúkur með illkynja sjúkdóm, og
samóf þekkingu sína í hjúkrun,
reynslu sinni af því að vera sjúk-
lingur. Það snerti alla er á hlýddu
sagði sænskur hjúkrunarfræðingur.
Nú er skarð fyrir skildi, hinn litli
dropi á margar djúpar lindir segir í
kvæði Ólínu Andrésdóttur. Það
sama má segja um Ulricu, hún var
daggarperla hjá okkur sem
þekktum hana og þótti vænt um
hana.
Fyrir hönd íslenskra hjúkrunar-
fræðinga þakka ég störf Ulricu
Croné að hjúkrunarmálum og bið
eftirlifandi manni hennar Arne
Croné og fjölskyldu allrar blessun-
ar.
Sigþrúður Ingimundardóttir
formaður Hjúkrunarfélags íslands
HJÚKRUN 'M) - 65. árgangur 61