Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Page 72

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Page 72
Saga Hjúkrunarskóla íslands Hjúkrunarskóli íslands lagði um rúmlega hálfrar aldar skeið fram drjúgan skerf til menntunar heilbrigðisstétta í landinu, sem sést best á því að hann brautskráði 2010 hjúkrunarfræðinga á starfs- tíma sínum. Auk þess veitti skólinn 30 hjúkrunarfræðing- um framhaldsnám í stjórnun. Pað starfhans verður aldrei að fullu metið né þakkað sem vert vœri. Hins vegar er öllum kunnugt um hve heilladrjúgt starf nemenda skólans hefur reynst fólkinu í landinu, hvort heldur er á sjúkrahúsunum, heilsugœslustöðvunum eða í heimahúsum. Hvarvetna hafa hlýjar hendur farið nærfœrn- um höndum um sjúka og þjáða og hlýtt bros hefur veitt mörg- um styrk og von. Nú hefur saga Hjúkrunarskóla íslands verið skráð og mun koma fyrir almenningssjónir áður en langur tími líður. Það er Menning- arsjóður sem hefur tekið að sér að gefa verkið út, en útgáfan er ekki tímasett ennþá. Þetta verður stór og gerðarleg bók sem hefur að geyma glögga mynd af því mikla starfi sem skólinn ynnti af höndum þessi ár sem hann starfaði. Það var skólanefnd HSÍ sem hafði frum- kvæði að ritun sögunnar. Hún gekkst fyrir því að skipuð var rit- nefnd til þess að sjá um að saga skólans skyldi skráð. í nefndina voru skipuð Sigríður Jóhannsdóttir síðasti skólastjóri Hjúkrunarskóla íslands, Svanlaug Árnadóttir hjúkrunarfræðingur og fyrrum formaður Hjúkrunarfélags íslands og Stefán Ólafur Jónsson deildarstjóri í menntamálaráðu- neytinu, sem skipaður var for- maður nefndarinnar. Menntamálaráðuneytið sam- þykkti að leggja fram nokkurt fé til þess að unnt yrði að hefja sögurit- un. Gerður var samningur milli ráðuneytisins og Þorbjargar Jóns- dóttur fyrrverandi skólastjóra 1984 um að hún tæki að sér að safna efni í söguna. Það var ljóst að þetta var mikið verk en enginn var jafnkunn- ugur starfi skólans í gegnum árin og Þorbjörg. Þess vegna var það mikill fengur að geta fengið hana til að vinna að efnissöfnun, sem lauk í lok september sl. með lokasöfnun mynda í söguna. Efnissöfnunin var mjög marg- þætt, hún tók í reynd til allra starfs- þátta skólans frá upphafi til starfs- loka hans. Þorbjörg naut við þessa söfnun aðstoðar fyrrverandi skóla- stjóra skólans, þeirra Sigríðar Jóhannsdóttur og Sigþrúðar Ingi- mundardóttur og ýmissa kennara skólans, einkum þeirra sem þar störfuðu lengi, að ógleymdri Svan- laugu A Árnadóttur. Þegar efnis- söfnun var nokkuð á veg komin réði sögunefnd Lýð Björnsson sagnfræðing til að rita söguna. Hann fékk í hendur allt það safn upplýsinga sem Þorbjörg og aðstoðarfólk hennar hafði safnað saman. Lýður hefur nú lokið þessu verki sínu og nú bíður handritið þess að fara í prentun. í sögunni er fjallað um aðdrag- anda að stofnun skólans, skipulag hans og þróun. Greint er frá hverjir voru frumkvöðlar að stofnun skól- ans, starfi skólanefnda og stjórn- enda skólans. Þá er greint ítarlega frá kennsluskipulagi og sífelldum breytingum sem urðu á hjúkrunar- fræðikennslunni frá upphafi og til starfsloka skólans. Þá er fjallað um kennslubækur og kennslugögn. Rakið er hverjir hafa kennt við skólann, bæði sem fastráðnir og lausráðnir og sagt er hvaða grein hver og einn hefur kennt. Margir hafa þar lagt hönd að verki og er fróðlegt að kynnast því. Annað starfsfólk gleymist heldur ekki. í sögunni er skrá yfir alla sem brautskráðst hafa frá skólanum og nefndur fæðingardagur og ár og hvenær viðkomandi lauk námi og eru ljósmyndir af öllum árgöngum og þær nafnsettar. Reynt er að bregða upp myndum af félagslífi nemenda og sagt er frá merkisat- burðum í starfi skólans, s.s. 50 ára afmælishátíð. Margt fleira er að finna í sögunni sem ekki verður nefnt hér, en reynt er að bregða upp svipmyndum af því sem gerst hefur í skólanum. Sögunefndin er afar þakklát öllum sem stuðlað hfa á einn eða annan hátt að því að þessu verki hefur miðað þetta áleiðis. Sögunefnd hefur óskað eftir því við stjórn Hjúkrunarfélags íslands að hún gengist fyrir söfnun áskrif- enda að sögunni. Söfnun áskrif- enda myndi flýta mjög fyrir útgáfu verksins og munu áskrifendur fá ritið á hagstæðari kjörum en ella. Með ritun sögu Hjúkrunarskóla íslands er bætt við einum mikil- vægum þætti í skráningu skólasögu íslands. Stefán Ól. Jónsson 66 HJÚKRUN%»-65. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.