Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Side 78

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Side 78
tjaldi og samþjöppun. Það er deilda- skipt. Móttökudeild, þar sem tekiö er á móti særðu fólki og því veitt skyndi- hjálp. Metið hvort það þurfti áframhaldandi meðferð eða geti útskrifast. Á þessarri deild var líka veitt eftirmeðferð s.s. sáraskipting og saumataka. Móttökudeildin er með 7 legubekki, en ef fleiri komu inn í einu var hlúð að fólki úti í forg- arðinum eða það lagt strax inn á deild. Gjörgæsludeildin rúmar 11 sjúk- linga og þar var þeim verst særðu og því fólki sem fór í stórar aðgerðir s.s. hviðarhols- og höfuðaðgerðir veitt umönnun. Engar hjartarafsjár (monitor), dropateljarar eða öndunarvélar voru á deildinni. Einnig var þarna kvennadeild - 34 rúma, þó ekki í íslenska skilningi þessarar deildar, heldur lágu þar konur sem höfðu hlotið stríðs- skaða. En í Múhameðstrúar-sam- félagi þykir ekki við hæfi að bæði kynin liggi hlið við hlið á sjúkra- húsi. Karla- og barnadeild með 64 rúm var stærsta deild sjúkrahússins. Algengustu áverkar sjúkling- anna voru af völdum eldflauga- árása, þá sérstaklega vegna brota sem dreifast frá þeim í lendingu. En ef fólk varð fyrir eldflaug þurfti ekki að spyrja að leikslokum. Af- limanir voru tíðar, skotsár og brunasár voru mjög algeng. Ein skurðstofa með 2 borðum var á sjúkrahúsinu, röntgendeild, blóðbanki, lyfjabúr, eldhús, þvotta- hús og sjúkraþjálfun. Tvö skurðstofuteymi, sem saman- stóðu af skurðlækni, svæfingalækni og skurðhjúkrunarfræðingi, unnu til skiptis á sólarhringsvöktum. Fyrir kom þó ef mikið var að gera að bæði teymin væru að störfum samtímis. - Hvaðan voru hjúkrunarfrœð- ingarnir sem unnu þarna? Þetta var mjög alþjóðlegur hópur sem starfaði þarna. Hjúkrunarfræðingarnir voru frá íslandi, Danmörku, Finnlandi, Nýja Sjálandi, Englandi og Þýskal- andi. Samstarf milli fólks frá þess- um ólíku löndum gekk mjög vel. Hann gœtir inngangsins í sjúkrahúsið. iiuiin fentríince (laliants and visilurs Ólafur hlúir að sárum eldri manns „baba". 72 HJÚKRUN 4/fo - 65. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.