Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Síða 84
Ritstjórn Tímarits Hjúkrunarfélags íslands „Hjúkrun" eins og hún var skipuð í ársbyrjun 1970. Frá vinstri: Sigurveig Sigurðardóttir,
Alda Halldórsdóttir, Ingibjörg Árnadóttir, Lilja Una Óskarsdóttir. Myndin er tekin íseptember 1989, á heimili Ingibjargar. Tilgamans
má geta þess að þœrsitja hér við sama borðstofuborðið og 1970, þó það sé nú í öðru bœjarfélagi.
Litið um öxl eftir 20 ára ritstjórastarf
Rætt við Ingibjörgu Árnadóttur — Umsjón Ása St. Atladóttir
Ingibjörg Arnadóttir hefur
ritstýrt útgáfustarfsemi
Hjúkrunarfélags íslands
undanfarin tuttugu ár. Hún er
orðin nátengd blaðinu, sé nafn
hennar nefnt kemur blaðið í
hugann. Við báðum hana að
rabba við okkur um farinn
veg.
- Þú hófst starfsferilþinn sem rit-
stjóri í janúar 1970. Hvernig atvik-
aðist það að þú með sérnám í skurð-
hjúkrun og móðir þriggja ungra
barna tókst þetta að þér?
Ingibjörg brosir. Já - það er ekki
hægt annað en brosa örlítið að því -
þó ekki sé nú nema út í annað
munnvikið. Þannig var að ég vann á
Barnadeild Hringsins 1968. Á þess-
um tíma var lítið farið út að
skemmta sér vegna barnanna, og ég
tiltölulega nýkomin frá Danmörku
eftir tæpra 6 ára dvöl. Hafði því
mikla löngun til að sjá samstarfs-
fólk og vini. Samstarfskona mín á
barnadeildinni Guðrún Eygló Guð-
mundsdóttir og ég fengum þá flugu
í höfuðið að það væri nú gaman ef
Hjúkrunarfélagið héldi árshátíð.
Guðrún Eygló hringdi til Maríu
Pétursdóttur þáverandi formanns,
til að koma hugmyndinni á fram-
færi. Hún vildi fá skriflega uppá-
stungu til að leggja fyrir stjórnar-
fund. Tekið var vel í hugmyndina
og ákveðið að framkvæma þetta
með því skilyrði að við yrðum í
skemmtinefnd. Við vorum til í það
og varð úr þessu meiriháttar
skemmtun í Súlnasal Hótel Sögu.
Ég tel að þessi skemmtun og þátt-
taka mín í henni hafi verið hvatinn
að því að María Pétursdóttir hafði
samband við mig og bað mig að
taka að mér ritstjórn blaðsins.
Mér fannst hugmyndin fráleit og
sagði við hana „ég er með sérnám í
skurðhjúkrun, en hvað ritstjórn og
blaðamennsku varðar kann ég ekk-
ert.“ Ég bað þó um umhugsunar-
frest og ræddi þetta við þáverandi
eiginmann minn, Jón Ólafsson,
sem hvatti mig eindregið til að
prófa. „Þú getur alltaf hætt“ sagði
78 HJÚKRUN - 65. árgangur