Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Page 86

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Page 86
Álitin vera að „harka“ í Stokkhólmi I þessari ferð minni stoppaði ég í tvo daga. Eftirfundinn langaði mig til að viðra mig eftir langa fundar- setu. Stutti móðurinn var þá í tísku og puntaði ég mig samkvæmt því í stuttann ljósann pels og flott leður- stígvél sem ég átti. Fer síðan í mið- bæinn og er að skoða í búðarglugga og velta fyrir mér gjafakaupum fyrir fjölskylduna. Þar sem ég er að baða mig í ljósadýrð verslanaglugg- anna rennir upp að mér rauður sportbíll og í honum situr ungur ljóshærður maður. Hann opnar umsvifalaust bílhurðina til að bjóða mig velkomna. M var eins og eld- ingu hafi lostið niður í kollinn á mér og ég átta mig á að hægt var að mis- skilja tilveru mína á þessum slóðum. Seinna frétti ég að þetta var líflegasta markaðssvæði gleði- kvenna í Stokkhólmi. Ég tók til fót- anna, spretthlaupari góður úr Breiðablik, og hljóp rakleitt heim í öruggt umhverfi kvennahótelsins sem ég bjó á. Þetta hótel, var annars dæmigert fyrir hugsunarhátt þessa tíma; hægt var að gista þar en allur aðbúnaður í lágmarki. Bað og klósett sam- eiginlegt frammi á gangi. En sem betur fer breyttist viðhorfið í tím- ans rás hjá SSN, sem nú á seinni árum hefur kappkostað að búa vel að þeim hjúkrunarfræðingum sem sækja fundi á vegum samtakanna. Þingið var svo haldið í júlíbyrjun og það voru 600 manns sem sóttu það. Þetta var mikið stórvirki að ráðast í fyrir lítið félag eins og HFÍ. En allt gekk frábærlega vel. Annað tölublað 1970, var gefið út í tilefni þingsins og í því eru greinar á fimm tungumálum, öllum Norðurlandamálunum. Mér er í raun óskiljanlegt hvernig við fórum að þessu, því allirvoru í fullri vinnu og með smábörn heima. Þetta var því unnið á kvöldin og á næturna. - En hvernig var vinnuaðstaðan á þessum árum? Á þessum tíma var húsnæði félagsins að Þingholtsstræti 30 að mestu leigt út. Félagið hafði aðsetur í einu skrifstofuherbergi, en fundarsalurinn var tekinn í notkun í tengslum við Norður- landaþingið 1970. Fyrsti fundurinn sem haldinn var í honum, var stjórnarfundur SSN. Starfsaðstaða ritstjóra var því á eigin heimili, á eldhús- eða borð- stofuborðinu. Þar hittist ritstjórnin eða á heimilum hinna ritstjórn- araðilanna. í formannstíð Ingibjargar Helga- dóttur voru keypt tvö skrifborð sem sett voru í sitt hvort hornið á suður- enda fundarsalarins. Annað fyrir formanninn og hitt fyrir ritstjór- ann. Þarna var oft mikill erill og erfið vinnuaðstaða, því fundarsal- urinn var að sjálfsögðu mikið not- aður. Smám saman fór félagið að nýta stærri hluta húseignarinnar til eigin nota. Þá var tekið í notkun herbergið sem seinna varð herbergi ritstjóra og ritstjórnar. En í upphfi var þar einnig aðsetur fyrir Reykja- víkurdeildina. - Greiddi félagið laun til rit- stjórnarinnar? Fyrstu árin var ritstjóra greidd þóknun sem var kr. 20.000,- gamlar krónur á ári. Miðað við hækkun framfærsluvísitölu samsvarar það kr. 55.000,- árslauna í dag. Það má því segja að þetta hafi verið hug- sjónastarf. En frá 1974 hefur þetta verið launað hlutastarf. Fyrst 50%, síðan 75% og nú 80%. Ritstjórn hefur hins vegar alltaf verið ólaunuð en unnið mikið og óeigin- gjarnt starf. - Hafðir þú mótaða stefnu varð- andi uppbyggingu blaðsins fjölda tölublaða o.s.frv. ? Hjúkrunarblaðið, er þriðja elsta fagblað á landinu, hefur verið gefið út óslitið frá 1925. Markmiðið var að gefa út fjögur tölublöð á ári. Frá því hafa verið örfáar undantekn- ingar. Árið 1974 er fyrsta frétta- bréfið gefið út, og fleiri fylgdu í kjölfarið næstu árin. Eftir 1978 er farið að sameina útgáfu 3. og 4. tölublaðs í eitt, ekki hvað síst af fjárhagslegum ástæðum. Einnig var afar erfitt, svo ekki sé meira sagt, að gefa út blað í ágúst, ef einhverjir möguleikar áttu að vera á sumarfríi. Ég fór yfirleitt ekki frá lengur en tvær vikur í senn og í flestum tilvikum með prófarkir eða annað ámóta með mér. Það var þá tekið upp þegar stund gafst og ekki ósjaldan einhverjum úr fjöl- Frá vinstri: Sigríður Skúladóttir, Ása St. Atladóttir, Sigríður Björnsdóttir, Ingibjörg ÁrnadóttirogRannveigSigurbjörnsdóttir. Myndin vartekin íÞingholtsstrœti30vegnaóO ára afmœlis blaðsins 1985 á blaðamannafundi sem haldinn var afþví tilefni. 80 HJÚKRUN V", - 65. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.