Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Síða 86

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Síða 86
Álitin vera að „harka“ í Stokkhólmi I þessari ferð minni stoppaði ég í tvo daga. Eftirfundinn langaði mig til að viðra mig eftir langa fundar- setu. Stutti móðurinn var þá í tísku og puntaði ég mig samkvæmt því í stuttann ljósann pels og flott leður- stígvél sem ég átti. Fer síðan í mið- bæinn og er að skoða í búðarglugga og velta fyrir mér gjafakaupum fyrir fjölskylduna. Þar sem ég er að baða mig í ljósadýrð verslanaglugg- anna rennir upp að mér rauður sportbíll og í honum situr ungur ljóshærður maður. Hann opnar umsvifalaust bílhurðina til að bjóða mig velkomna. M var eins og eld- ingu hafi lostið niður í kollinn á mér og ég átta mig á að hægt var að mis- skilja tilveru mína á þessum slóðum. Seinna frétti ég að þetta var líflegasta markaðssvæði gleði- kvenna í Stokkhólmi. Ég tók til fót- anna, spretthlaupari góður úr Breiðablik, og hljóp rakleitt heim í öruggt umhverfi kvennahótelsins sem ég bjó á. Þetta hótel, var annars dæmigert fyrir hugsunarhátt þessa tíma; hægt var að gista þar en allur aðbúnaður í lágmarki. Bað og klósett sam- eiginlegt frammi á gangi. En sem betur fer breyttist viðhorfið í tím- ans rás hjá SSN, sem nú á seinni árum hefur kappkostað að búa vel að þeim hjúkrunarfræðingum sem sækja fundi á vegum samtakanna. Þingið var svo haldið í júlíbyrjun og það voru 600 manns sem sóttu það. Þetta var mikið stórvirki að ráðast í fyrir lítið félag eins og HFÍ. En allt gekk frábærlega vel. Annað tölublað 1970, var gefið út í tilefni þingsins og í því eru greinar á fimm tungumálum, öllum Norðurlandamálunum. Mér er í raun óskiljanlegt hvernig við fórum að þessu, því allirvoru í fullri vinnu og með smábörn heima. Þetta var því unnið á kvöldin og á næturna. - En hvernig var vinnuaðstaðan á þessum árum? Á þessum tíma var húsnæði félagsins að Þingholtsstræti 30 að mestu leigt út. Félagið hafði aðsetur í einu skrifstofuherbergi, en fundarsalurinn var tekinn í notkun í tengslum við Norður- landaþingið 1970. Fyrsti fundurinn sem haldinn var í honum, var stjórnarfundur SSN. Starfsaðstaða ritstjóra var því á eigin heimili, á eldhús- eða borð- stofuborðinu. Þar hittist ritstjórnin eða á heimilum hinna ritstjórn- araðilanna. í formannstíð Ingibjargar Helga- dóttur voru keypt tvö skrifborð sem sett voru í sitt hvort hornið á suður- enda fundarsalarins. Annað fyrir formanninn og hitt fyrir ritstjór- ann. Þarna var oft mikill erill og erfið vinnuaðstaða, því fundarsal- urinn var að sjálfsögðu mikið not- aður. Smám saman fór félagið að nýta stærri hluta húseignarinnar til eigin nota. Þá var tekið í notkun herbergið sem seinna varð herbergi ritstjóra og ritstjórnar. En í upphfi var þar einnig aðsetur fyrir Reykja- víkurdeildina. - Greiddi félagið laun til rit- stjórnarinnar? Fyrstu árin var ritstjóra greidd þóknun sem var kr. 20.000,- gamlar krónur á ári. Miðað við hækkun framfærsluvísitölu samsvarar það kr. 55.000,- árslauna í dag. Það má því segja að þetta hafi verið hug- sjónastarf. En frá 1974 hefur þetta verið launað hlutastarf. Fyrst 50%, síðan 75% og nú 80%. Ritstjórn hefur hins vegar alltaf verið ólaunuð en unnið mikið og óeigin- gjarnt starf. - Hafðir þú mótaða stefnu varð- andi uppbyggingu blaðsins fjölda tölublaða o.s.frv. ? Hjúkrunarblaðið, er þriðja elsta fagblað á landinu, hefur verið gefið út óslitið frá 1925. Markmiðið var að gefa út fjögur tölublöð á ári. Frá því hafa verið örfáar undantekn- ingar. Árið 1974 er fyrsta frétta- bréfið gefið út, og fleiri fylgdu í kjölfarið næstu árin. Eftir 1978 er farið að sameina útgáfu 3. og 4. tölublaðs í eitt, ekki hvað síst af fjárhagslegum ástæðum. Einnig var afar erfitt, svo ekki sé meira sagt, að gefa út blað í ágúst, ef einhverjir möguleikar áttu að vera á sumarfríi. Ég fór yfirleitt ekki frá lengur en tvær vikur í senn og í flestum tilvikum með prófarkir eða annað ámóta með mér. Það var þá tekið upp þegar stund gafst og ekki ósjaldan einhverjum úr fjöl- Frá vinstri: Sigríður Skúladóttir, Ása St. Atladóttir, Sigríður Björnsdóttir, Ingibjörg ÁrnadóttirogRannveigSigurbjörnsdóttir. Myndin vartekin íÞingholtsstrœti30vegnaóO ára afmœlis blaðsins 1985 á blaðamannafundi sem haldinn var afþví tilefni. 80 HJÚKRUN V", - 65. árgangur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.