Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1989, Page 90
Formaður HFÍ, Sigrþrúður Ingimundardóttir setur ráðstefnu félagsins í Borgartúni 6, 3. nóvember 1989. A myndinni má m.a. sjá Frú
Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands og Guðmund Bjarnason heilbrigðisráðherra.
1. tölublað 1990 verður tileinkað 70 ára afmœli HFÍ, á ýmsan hátt.
Hjúkrunarfélag íslands 70 ára
Þann 3. nóvember 1989 hélt Hjúkr-
unarfélag íslaands upp á 70 ára
afmæli sitt.
Dagurinn hófst með ráðstefnu
sem haldin var að Borgartúni 6, frá
klukkan 9.00 til 16.00. Var ráð-
stefnan mjög vel sótt, enda margir
áhugaverðir fyrirlestrar.
Eftirtaldir hjúkrunarfræðingar
voru heiðraðir: Elísabet Erlings-
dóttir, Guðríður Jónsdóttir, Systir
María Hildigaardis, Ingibjörg R.
Magnúsdóttir, Sigurlín Gunnars-
dóttir. Forseti íslands, frú Vigdís
Finnbogadóttir, veitti viðtöku
viðurkenningu fyrir störf móður
sinnar frú Sigríðar Eiríksdóttur.
Að lokum var Guðmundur Bjarna-
son ráðherra heiðraður.
Mikla og verðskuldaða athygli
vakti sýning á brúðum í búningum
sem sýndu þróun klæðnaðar hjúkr-
unarstarfsliðs í tímans rás. Brúð-
urnar ásamt öllu sem þeim til-
heyrði, hannaði og útfærði Þóra
Grönfeldt hjúkrunarfræðingur.
Eru þær listavel gerðar og mjög svo
smellnar vísur með hverri brúðu,
„Saga búningsins“ eftir Guðrúnu
Guðnadóttur hjúkrunarfræðing.
Safnið er í eigu HFÍ og er í sýning-
arskáp á skrifstofu félagsins að
Suðurlandsbraut 22.
Er degi tók að halla var sest að
snæðingi að Hótel íslandi, kryddað
heimalöguðum skemmtiatriðum.
Lauk kvöldinu síðan með dansleik.
Veislustjórar voru þar Sigurbjörg
Björgvinsdóttir og Edda Hjalte-
sted.
Sigríður Skúladóttir
Frá afmœlishófi félagsins á Hótel Islandi.
Reykjavíkurdeild HFÍ sýndi leikþátt sem
fjallaði um þróun hjúkrunarstarfsins.
Myndin sýnir upphaf þáttarins, táknrœmt
atriði um Florence Nightingale. Höfundur
texta var Páll Ásmundsson, lœknir.
84 HJÚKRUN - 65. árgangur