Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Page 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Page 13
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 70. árg. 1994 neyslu fíkniefna. I sumum borgum í Afríku er um helmingur þeirra sem stunda vændi smitaður af al- næmisveirunni en aukning á smiti meðal þeirra sem stunda vændi eykst hröðum skrefum í öðrum lönd- um, sérstaklega í Asíu (Mann, Tarantola og Netter (ritstjórar),1992). I könnuninni sögðust sextíu og fimm einstaklingar hafa haft kynmök erlendis við einstakling sem stundar vændi, fimm sögðust hafa haft slík kynmök hérlendis og einn sagðist hafa þannig reynslu bæði héðan og frá útlöndum (Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, 1994). (Spurning 32: Veistu til pess að þú hafir haft kynmök við einstakling sem stundar vœndi? Ef já, gerðist það hér á landi eða erlendis?) Þess má geta að 25,0% karla, sem hafa farið í viðskiptaferð til útlanda, sögðust hafa haft kynmök erlendis við einstakling sem stundar vændi samanborið við 7,9% karla sem ekki hafa farið í viðskiptaferð. Sá munur er marktækur (p<0,001) en ekki er vitað hvenær þessi kynmök áttu sér stað. Gera má ráð fyrir að áðurnefndar tölur um sprautunotkun og vændi séu lágmarkstölur því hvorutveggja er ólöglegt atferli hér á landi. Breytt atferli vegna hættu á HlV-smiti Fjöldi þeirra sem segjast hafa breytt hegðun sinni er meiri meðal karla en kvenna, 14,3% á móti 9,3%, og er þessi munur marktækur (p<0,05) (Spurning 25: Hver af eftirfarandi fiullyrðingum d best við þig? Vegna hœttunnar d alnæmi- a) hef ég breytt hegðun minni, b) er ég alvarlega að hugsa um að breyta hegðun minni, c) þrdtt Jyrir hœttuna d alnœmi hef ég ekki hugsað um að breyta hegðun minni, d) égþarfekki að breyta hegðun minni). Svip- aður fjöldi karla (5,3%) og kvenna (4,0%) eru alvarlega að hugsa um að breyta hegðun sinni. Talsvert fleiri karlar en konur hafa hins vegar ekki hugsað um að breyta hegðun sinni vegna hættu á HlV-smiti og sami munur er greinilegur meðal þeirra sem telja sig ekki þurfa að breyta hegðun sinni. Hér kemur í ljós að þeir sem telja sig ekki þurfa að breyta hegðun sinni hafa marktækt færri meðalfjölda rekkjunauta og meðalfjölda skyndi- kynna, bæði síðastliðna þrjá og tólf mánuði, (p<0,001). Hlutfallslega fleira fólk úr yngri aldurs- hópunum segist hafa breytt hegðun sinni vegna alnæmis (p<0,001) en fólk í eldri aldurshópunum. Niðurstöður benda enn fremur til að þeir sem sýna sam- og tvíkynhneigða hegðun hafi frekar breytt hegðun sinni vegna alnæmis en þeir sem sýna gagn- kynhneigða hegðun. Spurt var um hvaða ráðstafanir viðkomandi hefði gert eða hygðist gera til að draga úr hættunni á að smitast af alnæmi. Hér verður greint frá helstu niðurstöðum í því sambandi. Af öllum svarendum segjast 25,4% nota smokkinn í fyrsta sinn eða meira en áður og er hlufallið svipað hjá konum og körlum en flestir svara játandi í yngsta aldurshópn- um en þar eru einstaklingarnir að hafa sín fyrstu kynmök. Akveðið var að nota orðalagið „...í fyrsta sinn eða meira en áður...“ til að hægt væri að bera saman við samskonar spurningu í könnun frá 1987. Meðal þeirra sem segjast vera farnir að nota smokka oftar í stað rofinna samfara er hlufallið álíka meðal kynjanna, 11,5% kvenna og 12,0% karla, og er þessi hegðunarbreyting mest áberandi í tveimur yngstu aldurshópunum. Fleiri karlar en konur segjast stofna til færri skyndikynna en áður, 20,2% á móti 14,8%, en þessi hegðunarbreyting er mest áberandi í aldurs- hópnum 20-24 ára (28,2%), meðal fráskilinna (55,6%) og einhleypra (36,3%). Notkun smokks vid kynmök í skyndikynnum I töflu 4 birtast niðurstöður sem greina frá hversu oft viðkomandi notaði smokk við kynmök í skyndikynnum síðastliðna tólf mánuði. Tafla 4. Hlutfall þeirra sem segjast hafa notað smokkinn við kynmök í skyndikynnum síðastliðna 12 mánuði Breytt hegðun Farið í' vegna hættu Kvn mótefnamælingu á alnæmi (p<0.Q0H Karlar Konur Nei Já Hafa breytt Telja sig ekki % % % % hegðun, % þurfa þess, % Á ekki við 68,2 75,1 73,1 63,4 36,2 83,4 Alltaf/oftast 9,9 6,9 8,0 9,9 30,9 4,0 Stundum 4,2 3,2 3,0 7,9 8,5 0,8 Aldrei 17,7 14,8 15,8 18,8 24,5 11,7 Fjöldi 355 406 659 101 94 597 (Spurning 27. Hversu oft notaðir þú smokk við kynmök síðastliðna 12 mdnuði?) Hægt var að svara ,Á ekki við“, „Alltaf1, „Oftast“, „Stundum" eða „Aldrei“. Spurningin greindi einnig á milli notkun- 13

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.