Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Side 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Side 39
Tímarit hj úkrunarfræðinga 1. tbl. 70. árg. 1994 fram. Á hverri deild er tengiliður sem sér um að útfæra klínískt nám í samráði við nemendur auk þess að tryggja upplýsingastreymi milli umsjónar- kennara námskeiða og kennslustjóra og starfsfólks deildarinnar. Þó ekki sé mikil reynsla komin á þetta breytta fyrirkomulag bindum við miklar vonir við að það verði til að efla mjög samstarfið við hjúkrunarfræðinga þar sem klínískt nám fer fram. Einn er sá þáttur sem við höfúm ekki lagt eins mikla áherslu á og þær virðast gera í Banda- ríkjunum, en það er að veita hjúkrun meira úti í samfélaginu, þ.e. utan stofnana. Stór hluti af klínísku námi í hjúkrunarfræðinni fer enn fram á sjúkrastofnunum. Við leggjum hins vegar ríka áherslu á að brjóta stofnanamúrana, þ.e. að hjálpa nemendum til að sjá samfelluna milli stofnana og heimilis. Augljóslega hlýtur það alltaf að vera markmið hjúkrunarnáms að nemandi geti greint og unnið með heilbrigðisþarfir fólks hvar sem það er staðsett. Að lokum vil ég taka fram að hjúkrunarmenntunin er ávallt í endurskoðun, bæði í ljósi breyttra þarfa þegnanna og í ljósi stefnubreytinga í menntunarmálum. 39 Leiðrétting í viðtali við Ingibjörgu R. Magnúsdóttur í l.tbl. l.árg., sem kom út í desember '93, urðu eftirfarandi mistök sem hlutaðeigandi eru beðnir velvirðingar á. 1. Á bls. 44 stendur að kennarar í námsbraut í hjúkrun við Háskóla ís- lands séu rúmlega 2. Þeir eru að sjálfsögðu rúmlega 20. 2. Undir meðfylgjandi mynd átti að standa: Verð- ur heiðursfélagi í HFÍ. Með á myndinni er Sig- þrúður Ingimundardóttir, þáverandi formaður.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.